Lífið

Hefur ekki klippt neglurnar í þrjú ár og fær alltaf aukna athygli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Simone vill ekki sjá naglaklippur.
Simone vill ekki sjá naglaklippur.
Sumir naga neglur en aðrir leyfa þeim að njóta sín og vaxa. Það á við um Simone Christina, 16 ára nemi í Nurburg í Þýskalandi, en hún hefur ekki klippt á sér neglurnar í þrjú ár.

Christina, heillaðist mikið af naglalakki og þeirri staðreynd að hægt sé að mála fallegt listaverk á neglurnar.

Í dag eru neglurnar fimmtán sentímetra langar og segir hún í samtali við The Sun að hún sé í raun hrædd við naglaklippur í dag.

Það tekur hana um þrjár klukkustundir að naglalakka sig og þarf hún ávallt að bera á sig tvö lög af lakki.

„Ég ætlaði mér ekki að safna svona lengi en eftir því sem neglurnar stækkuðu fékk ég alltaf meira og meira hrós fyrir þær,“ segir Christina.

„Ég hugsaði nánast daglega að klippa þær fyrsta árið, en einhvern veginn gerði ég það ekki.“

Hún segir að þetta hafi vissulega töluverð áhrif á hennar daglega líf. „Ég er til að mynda í prófum núna og það getur verið nokkuð erfitt að skrifa með þessar neglur.Ég þarf t.d. að nota hnúana til að skrifa á lyklaborðið.“

Hér er hægt að fylgjast með Christina á Instagram en þar er hún dugleg að deila myndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×