Spunafestival haldið í fyrsta sinn á Íslandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 6. apríl 2017 11:15 Festivalið er hugarfóstur Dóru Jóhannsdóttur sem er jafnframt listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Vísir/Vilhelm Þetta er alveg frábært, við fáum fullt af frábærum hópum frá öllum heimshornum og dagskráin er þéttskipuð,“ segir Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og listrænn stjórnandi hátíðarinnar og Improv Íslands. Dóra lærði spunatækni í Upright Citizens Brigade í New York í þrjú ár en frá því hún stofnaði Improv Ísland er óhætt að segja að áhugi fyrir spuna hafi aukist töluvert á Íslandi. „Ég byrjaði með Improv Ísland hópinn fyrir tveimur árum síðan, við höfum reglulega fengið gestakennara til landsins sem hefur vakið mikla lukku. Það var komin hálfgerð pressa á að fara að halda almennilegt festival svo við létum bara verða af því og hingað eru komnir átta frábærir spunahópar,“ segir Dóra. Hóparnir koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Svíþjóð og óhætt er að segja að fram undan sé spunaveisla, þar sem meðal annars færustu spunaleikarar Bandaríkjanna koma fram. „Þetta eru mjög skemmtilegir hópar og þetta verður frábær skemmtun. Við ljúkum svo hátíðinni á Græna herberginu með svokölluðu Indie Show, þar sem öllum sjálfstæðum spunahópum er velkomið að sýna,“ segir Dóra. Spunasýningarnar verða margs konar, hiphop-söngleikur, kabarett-sóló, spunnin verður hasarbíómynd og ein spunasýningin gerist í dómsal þar sem áhorfendur lenda í hlutverki kviðdómenda svo að einhver dæmi séu tekin. Hátíðin er opin öllum og fara sýningarnar meðal annars fram í Þjóðleikhúskjallaranum, Kassanum og í Græna herberginu. „Passinn á hátíðina kostar 5.900 krónur en hægt verður að koma og kaupa sig inn á stakt kvöld við innganginn,“ segir Dóra og hvetur sem flesta til að mæta og láta ekki þessa frábæru skemmtun fram hjá sér fara. Fyrr í vikunni bárust þær fréttir að Improv Island spunahópnum væri boðið á Del Close spuna-maraþonið, stærsta spunafestival í heimi. Hópurinn hefur áður farið og sýndi þá rétt á undan grínistanum og stórleikkonunni Amy Poehler, en hún er einmitt einn af stofnendum maraþonsins. „Þetta eru alveg frábærar fréttir fyrir okkur. Það eru mörg þúsund hópar sem sækja um, en aðeins um 700 hópar sem taka þátt í festivalinu, þetta er algjörlega frábært, sýndar eru sýningar í níu leikhúsum í New York, í 72 klukkutíma samfleytt,“ segir Dóra og bætir við að meðal þeirra sem sýnt hafa á hátíðinni séu Amy Poehler, Ellie Kemper, höfundar Inside Amy Schumer, Broad City, 30 Rock og fleiri af helstu grínistum Bandaríkjanna. Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Þetta er alveg frábært, við fáum fullt af frábærum hópum frá öllum heimshornum og dagskráin er þéttskipuð,“ segir Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og listrænn stjórnandi hátíðarinnar og Improv Íslands. Dóra lærði spunatækni í Upright Citizens Brigade í New York í þrjú ár en frá því hún stofnaði Improv Ísland er óhætt að segja að áhugi fyrir spuna hafi aukist töluvert á Íslandi. „Ég byrjaði með Improv Ísland hópinn fyrir tveimur árum síðan, við höfum reglulega fengið gestakennara til landsins sem hefur vakið mikla lukku. Það var komin hálfgerð pressa á að fara að halda almennilegt festival svo við létum bara verða af því og hingað eru komnir átta frábærir spunahópar,“ segir Dóra. Hóparnir koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Svíþjóð og óhætt er að segja að fram undan sé spunaveisla, þar sem meðal annars færustu spunaleikarar Bandaríkjanna koma fram. „Þetta eru mjög skemmtilegir hópar og þetta verður frábær skemmtun. Við ljúkum svo hátíðinni á Græna herberginu með svokölluðu Indie Show, þar sem öllum sjálfstæðum spunahópum er velkomið að sýna,“ segir Dóra. Spunasýningarnar verða margs konar, hiphop-söngleikur, kabarett-sóló, spunnin verður hasarbíómynd og ein spunasýningin gerist í dómsal þar sem áhorfendur lenda í hlutverki kviðdómenda svo að einhver dæmi séu tekin. Hátíðin er opin öllum og fara sýningarnar meðal annars fram í Þjóðleikhúskjallaranum, Kassanum og í Græna herberginu. „Passinn á hátíðina kostar 5.900 krónur en hægt verður að koma og kaupa sig inn á stakt kvöld við innganginn,“ segir Dóra og hvetur sem flesta til að mæta og láta ekki þessa frábæru skemmtun fram hjá sér fara. Fyrr í vikunni bárust þær fréttir að Improv Island spunahópnum væri boðið á Del Close spuna-maraþonið, stærsta spunafestival í heimi. Hópurinn hefur áður farið og sýndi þá rétt á undan grínistanum og stórleikkonunni Amy Poehler, en hún er einmitt einn af stofnendum maraþonsins. „Þetta eru alveg frábærar fréttir fyrir okkur. Það eru mörg þúsund hópar sem sækja um, en aðeins um 700 hópar sem taka þátt í festivalinu, þetta er algjörlega frábært, sýndar eru sýningar í níu leikhúsum í New York, í 72 klukkutíma samfleytt,“ segir Dóra og bætir við að meðal þeirra sem sýnt hafa á hátíðinni séu Amy Poehler, Ellie Kemper, höfundar Inside Amy Schumer, Broad City, 30 Rock og fleiri af helstu grínistum Bandaríkjanna.
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira