Lífið

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer fram um helgina á Akureyri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gríðarleg stemning hefur skapast fyrir hátíðinni undanfarin ár.
Gríðarleg stemning hefur skapast fyrir hátíðinni undanfarin ár.
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin um helgina á Akureyri. Hátíðin er haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, nánar tiltekið í Gilinu, Sjallanum og Græna Hattinum.

Hápunktur AK Extreme verður að vanda Eimskips gámastökkið í Gilinu á laugardagskvöldið 8. apríl kl. 21:00 en þar koma saman færustu snjóbrettamenn Íslands ásamt erlendum keppendum þar sem þeir keppa um AK Extreme titilinn og hringinn. 

Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð2 Sport í opinni dagskrá. Öflug tónleikadagskrá verður í boði í Sjallanum  fimmtudag, föstudag og laugardag en þar koma fram:  

Gísli Pálmi, Aron Can, Alexander Jarl, Cyber, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Sturla Atlas, GKR, KÁ-AKÁ, SxSxSx og Dj Egill. 

Einnig verða tónleikar á Græna Hattinum á laugardagskvöldinu en þar koma fram: Vök , HATARI og Hildur.

Miðasala á tónlistarviðburði AK Extreme fer fram á midi.is og í verslun Eymundsson á Akureyri. 

Armbandið í Sjallann kostar aðeins 5.900 kr. og veitir það aðgang að þremur tónleikadögum hátíðarinnar. Einnig verður selt við hurð á viðburðina meðan húsrúm leyfir. Þess ber að geta að uppselt var í Sjallann í fyrra.  

Miðaverð við hurð er 2.000 kr. fimmtudag , en 3.500 kr. föstudag og laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×