Litfögur undur himingeimsins 6. apríl 2017 16:00 Linda Guðrún Karlsdóttir Stóra Lúna Stóra Lúna er hugarfóstur Lindu Guðrúnar Karlsdóttur og um leið frumraun hennar á sviði hönnunar. Linda framleiðir skemmtilegar plánetu- og tunglmyndir en hver þeirra er samansett úr mörgum ljósmyndum. Hugmyndin að myndunum er óvenjuleg. Fyrir tveimur árum dreymdi Lindu mjög raunverulegan og eftirminnilegan draum þar sem hún sá plánetur sólkerfisins með berum augum. „Þær birtust mér hver á fætur annarri og snerust löturhægt svo ég missti ekki af einu einasta smáatriði. Ég fékk svo að snúast með þeim um himingeiminn,“ segir hún og brosir.Rauða plánetan Mars. Myndirnar eru samsettar úr mörgum minni myndum.Hjálplegir draumar Hún segir pínu erfitt að útskýra hversu mögnuð upplifun þetta hafið verið en hana dreymdi drauminn þegar hún var að takast á við óvænt veikindi. ,,Draumurinn hjálpaði mér á vissan hátt að ná áttum eftir áfallið sem fylgdi þeim. Hann sýndi mér einhvern veginn stóra samhengið. Eftir þetta kviknaði svo einlægur og djúpur áhugi á þessum fjarlægu fyrirbærum sem ég hafði fengið að sjá í draumnum.“ Í kjölfarið skoðaði og las hún sér til um pláneturnar og byrjaði að svipast um á netinu eftir fallegri veggmynd af hnetti til að hafa heima í stofu. ,,Þegar ég fann ekkert sem höfðaði til mín ákvað ég að láta sérútbúa fyrir mig mynd, nákvæmlega eins og ég hafði séð hana fyrir mér: stóra og nákvæma, líkt og pláneturnar höfðu birst mér í draumnum.“ Hún fékk strax mjög jákvæð viðbrögð við myndinni frá vinum og kunningjum og tók í framhaldi af því ákvörðun um að prófa að fara með þetta lengra. ,,Í hönd fór ferli þar sem ég fann og valdi myndir frá geimrannsóknarstofnunum og stjörnuljósmyndurum og fékk leyfi til að nota þær í hönnunina.“Grípandi litir Eftir miklar pælingar og vangaveltur voru það myndir af jörðinni, tunglinu, Mars og Plútó sem urðu fyrir valinu. ,,Það var ekkert vísindalegt á bak við þetta val, mér fannst þessar tilteknu myndir einfaldlega fallegastar af öllu því sem ég hafði skoðað; grípandi litir og falleg mynstur á yfirborðinu.” Næsta skref var að framleiða lítið upplag í desember á síðasta ári og ýta verkefninu úr vör með þáttöku í ,,pop-up“ markaði í Hafnarhúsinu um jólin en Linda Guðrún var að eigin sögn himinlifandi yfir viðtökunum. ,,Næst á dagskrá hjá Stóru Lúnu er þátttaka í markaðstorgi sem hefur verið sett upp í Borgarleikhúsinu í tilefni af sviðslistahátíðinni Fórn sem Íslenski dansflokkurinn stendur fyrir. Svo ætla ég bara að halda áfram að þróa verkefnið í rólegheitunum, skella mér á stjörnuskoðunarnámskeið í haust og halda áfram að kynna mér undur himingeimsins.“ Hægt er að fylgjast með Stóru Lúnu á Facebook.Jörðin kemur vel út á vegg. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Stóra Lúna er hugarfóstur Lindu Guðrúnar Karlsdóttur og um leið frumraun hennar á sviði hönnunar. Linda framleiðir skemmtilegar plánetu- og tunglmyndir en hver þeirra er samansett úr mörgum ljósmyndum. Hugmyndin að myndunum er óvenjuleg. Fyrir tveimur árum dreymdi Lindu mjög raunverulegan og eftirminnilegan draum þar sem hún sá plánetur sólkerfisins með berum augum. „Þær birtust mér hver á fætur annarri og snerust löturhægt svo ég missti ekki af einu einasta smáatriði. Ég fékk svo að snúast með þeim um himingeiminn,“ segir hún og brosir.Rauða plánetan Mars. Myndirnar eru samsettar úr mörgum minni myndum.Hjálplegir draumar Hún segir pínu erfitt að útskýra hversu mögnuð upplifun þetta hafið verið en hana dreymdi drauminn þegar hún var að takast á við óvænt veikindi. ,,Draumurinn hjálpaði mér á vissan hátt að ná áttum eftir áfallið sem fylgdi þeim. Hann sýndi mér einhvern veginn stóra samhengið. Eftir þetta kviknaði svo einlægur og djúpur áhugi á þessum fjarlægu fyrirbærum sem ég hafði fengið að sjá í draumnum.“ Í kjölfarið skoðaði og las hún sér til um pláneturnar og byrjaði að svipast um á netinu eftir fallegri veggmynd af hnetti til að hafa heima í stofu. ,,Þegar ég fann ekkert sem höfðaði til mín ákvað ég að láta sérútbúa fyrir mig mynd, nákvæmlega eins og ég hafði séð hana fyrir mér: stóra og nákvæma, líkt og pláneturnar höfðu birst mér í draumnum.“ Hún fékk strax mjög jákvæð viðbrögð við myndinni frá vinum og kunningjum og tók í framhaldi af því ákvörðun um að prófa að fara með þetta lengra. ,,Í hönd fór ferli þar sem ég fann og valdi myndir frá geimrannsóknarstofnunum og stjörnuljósmyndurum og fékk leyfi til að nota þær í hönnunina.“Grípandi litir Eftir miklar pælingar og vangaveltur voru það myndir af jörðinni, tunglinu, Mars og Plútó sem urðu fyrir valinu. ,,Það var ekkert vísindalegt á bak við þetta val, mér fannst þessar tilteknu myndir einfaldlega fallegastar af öllu því sem ég hafði skoðað; grípandi litir og falleg mynstur á yfirborðinu.” Næsta skref var að framleiða lítið upplag í desember á síðasta ári og ýta verkefninu úr vör með þáttöku í ,,pop-up“ markaði í Hafnarhúsinu um jólin en Linda Guðrún var að eigin sögn himinlifandi yfir viðtökunum. ,,Næst á dagskrá hjá Stóru Lúnu er þátttaka í markaðstorgi sem hefur verið sett upp í Borgarleikhúsinu í tilefni af sviðslistahátíðinni Fórn sem Íslenski dansflokkurinn stendur fyrir. Svo ætla ég bara að halda áfram að þróa verkefnið í rólegheitunum, skella mér á stjörnuskoðunarnámskeið í haust og halda áfram að kynna mér undur himingeimsins.“ Hægt er að fylgjast með Stóru Lúnu á Facebook.Jörðin kemur vel út á vegg.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira