Innlent

Segir stjórnvöld haga sér eins og gullgrafarar gagnvart ferðaþjónustunni

Anton Egilsson skrifar
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. vísir/ernir
Helga Árnadóttir, framkvæmdarstjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að stjórnvöld þurfi að fara að vinna að nýju verklagi þegar kemur að ferðaþjónustunni. Mikilvægt sé að tryggja sjálfbærni atvinnugreinarinnar.

Þær Helga og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, voru gestir Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag og ræddu meðal annars um áhrif styrkingar krónunnar á íslenskan iðnað og ferðaþjónustu og fleira. 

Helga segir íslensk stjórnvöld haga sér eins og gullgrafarar gagnvart ferðaþjónustunni.

„Þeir vilja hafa sem mest út úr greininni núna í stað þess að einmitt þegar það gengur vel að byggja upp og tryggja sjálfbærni greinarinnar, bæði hvað varðar félagslegu þolmörkin og umhverfislegu þolmörkin.“

Regluverkið úrelt

Hún segir að hér á landi búum við við úrelt regluverk þegar kemur að ferðaþjónustunni, til að mynda hvað varðar svarta hagkerfið og erlent vinnuafl.

„Þá er mjög mismunandi hvort að þú sért innlendur ferðaþjónustuaðili eða erlendur ferðaþjónustuaðili að gera út á Íslandi sem grefur enn undan samkeppnishæfni innlendrar ferðaþjónustu.“

Núverandi kerfi sé of veikt til að taka á vandanum.

„Þeim er gert og þeir eiga að borga virðisaukaskatt af þeirri starfsemi sem á sér stað á Íslandi og þeir eiga einnig að borga sömu laun til þeirra starfsmanna sem þeir eru með. Staðreyndin er einfaldega sú að þeir fara ekki eftir þessum lögum, eftirlitið er mjög veikt og viðurlögin sömu og engin.

Segir Helga að mikilvægt sé að ráða bót á þessu.

„Það eru þessir þættir sem þarf að tryggja og fókusa á eins og líka að byggja upp.“

Viðtalið má horfa á í heild sinni hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.