Fimm daga hringferð Brands lokið Ásgeir Erlendsson skrifar 8. apríl 2017 19:30 Brandur Bjarnason Karlsson Brandur Bjarnason Karlsson, sem lauk hringferð sinni um landið í hjólastól í dag, segir að aðgengi fatlaðra víðsvegar um landið sé að þokast í rétta átt en sé ekki nægilega gott. Hann segir að breyting hafi orðið víða frá síðustu ferð hans um landið fyrir tveimur árum. Brandur lagði af stað í hringferð í landið á þriðjudag til að vekja athygli á aðgengismálum fatlaðra víðsvegar um landið. Ferðin hófst á Bessastöðum, því næst var haldið á Vík, Egilsstaði, Akureyri og Borgarnes. Brandur segir þessa fimm daga ferð hafa gengið vel en margt megi bæta. „Núna er ekki lengur vandamálið að láta fólk vita af þessu heldur helst að ríki og sveitarfélög taki sig á. Þau þurfa að vera til fyrirmyndar.“ Segir Brandur. Hann hélt í samskonar hringferð fyrir tveimur árum og hann segir að aðgengismál séu að þokast í rétta átt. „Við sáum alveg einn og einn ramp sem var ekki fyrir tveimur árum, það er eitthvað að gerast.Það er aðallega þessi hugarfarsbreyting sem er jákvæð.“ Brandur segir mikilvægi baráttu sinnar snúast um bætt lífsgæði fatlaðra. Mikið hafi áunnist að undanförnu og hann hvetur alla sem vilja benda á lélegt aðgengi að senda sér ábendingu á heimasíðunni https://www.brassi.is/is/abending-adgengismal. „Hluti af þessari ferð gekk út á að láta reyna á staði sem fatlað fólk er ekki vanalega að fara á. Vonin er að fólkið sem stýrir þessum stöðum sjái sér fært að bæta hlutina.“ Segir Brandur. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson, sem lauk hringferð sinni um landið í hjólastól í dag, segir að aðgengi fatlaðra víðsvegar um landið sé að þokast í rétta átt en sé ekki nægilega gott. Hann segir að breyting hafi orðið víða frá síðustu ferð hans um landið fyrir tveimur árum. Brandur lagði af stað í hringferð í landið á þriðjudag til að vekja athygli á aðgengismálum fatlaðra víðsvegar um landið. Ferðin hófst á Bessastöðum, því næst var haldið á Vík, Egilsstaði, Akureyri og Borgarnes. Brandur segir þessa fimm daga ferð hafa gengið vel en margt megi bæta. „Núna er ekki lengur vandamálið að láta fólk vita af þessu heldur helst að ríki og sveitarfélög taki sig á. Þau þurfa að vera til fyrirmyndar.“ Segir Brandur. Hann hélt í samskonar hringferð fyrir tveimur árum og hann segir að aðgengismál séu að þokast í rétta átt. „Við sáum alveg einn og einn ramp sem var ekki fyrir tveimur árum, það er eitthvað að gerast.Það er aðallega þessi hugarfarsbreyting sem er jákvæð.“ Brandur segir mikilvægi baráttu sinnar snúast um bætt lífsgæði fatlaðra. Mikið hafi áunnist að undanförnu og hann hvetur alla sem vilja benda á lélegt aðgengi að senda sér ábendingu á heimasíðunni https://www.brassi.is/is/abending-adgengismal. „Hluti af þessari ferð gekk út á að láta reyna á staði sem fatlað fólk er ekki vanalega að fara á. Vonin er að fólkið sem stýrir þessum stöðum sjái sér fært að bæta hlutina.“ Segir Brandur.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira