Lögregla stöðvaði barnabrúðkaup á Ítalíu Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. apríl 2017 18:15 Mannréttindasamtökin Amnesty International vekja athygli á barnabrúðkaupum í Róm. vísir/getty Lögreglan í Tórínó stöðvaði brúðkaup fimmtán ára stúlku og tuttugu og fimm ára gamals manns eftir að hafa borist ábending frá barnaverndaryfirvöldum. La Repubblica greinir frá. Stúlkan, sem er af egypskum uppruna, lét sjálf vita af hinum yfirvofandi ráðahag en hún hringdi í 114, neyðarnúmer fyrir börn, þremur dögum fyrir athöfnina. Hún sagði að hjónavígslan væri hugmynd foreldra sinna. „Þau vildu að ég gengi að eiga mann sem er tíu árum eldri en ég. Ég er bara fimmtán ára. Ég vil þetta ekki og ég elska hann ekki,“ sagði stúlkan í símtalinu við neyðarlínuna. Hún bætti við að móðir sín hyggðist taka hana úr skóla eftir brúðkaupið enda teldi hún að menntun væri óþörf fyrir húsfreyjur. Að auki stæði líklegast til að senda stúlkuna til Egyptalands til þess að búa með tengdafjölskyldunni. Stúlkan sagði í samtali við lögregluna að hún hafi reynt ýmislegt til þess að mótmæla ráðahagnum. Hún sagðist meira að segja hafa reynt sjálfsvíg í bræðiskasti. La Repubblica náði tali af móður stúlkunnar sem sagði að um ýkjur væri að ræða og að hún hefði ekkert á móti menntun kvenna. Samkvæmt ítölskum lögum þurfa einstaklingar að vera átján ára eða eldri til þess að ganga í hjúskap. Hægt er að fá undantekningu frá þessum reglum en til þess þurfa hjónaefni að vera orðin sextán ára og samþykki þeirra sjálfra og foreldra þeirra þarf að liggja fyrir. Barnabrúðkaup eru enn algeng í heiminum í dag en mannréttindasamtökin Amnesty International áætla að um þrettán og hálf milljón stúlkna undir átján ára aldri gangi í hjónaband með sér eldri mönnum á ári hverju. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Lögreglan í Tórínó stöðvaði brúðkaup fimmtán ára stúlku og tuttugu og fimm ára gamals manns eftir að hafa borist ábending frá barnaverndaryfirvöldum. La Repubblica greinir frá. Stúlkan, sem er af egypskum uppruna, lét sjálf vita af hinum yfirvofandi ráðahag en hún hringdi í 114, neyðarnúmer fyrir börn, þremur dögum fyrir athöfnina. Hún sagði að hjónavígslan væri hugmynd foreldra sinna. „Þau vildu að ég gengi að eiga mann sem er tíu árum eldri en ég. Ég er bara fimmtán ára. Ég vil þetta ekki og ég elska hann ekki,“ sagði stúlkan í símtalinu við neyðarlínuna. Hún bætti við að móðir sín hyggðist taka hana úr skóla eftir brúðkaupið enda teldi hún að menntun væri óþörf fyrir húsfreyjur. Að auki stæði líklegast til að senda stúlkuna til Egyptalands til þess að búa með tengdafjölskyldunni. Stúlkan sagði í samtali við lögregluna að hún hafi reynt ýmislegt til þess að mótmæla ráðahagnum. Hún sagðist meira að segja hafa reynt sjálfsvíg í bræðiskasti. La Repubblica náði tali af móður stúlkunnar sem sagði að um ýkjur væri að ræða og að hún hefði ekkert á móti menntun kvenna. Samkvæmt ítölskum lögum þurfa einstaklingar að vera átján ára eða eldri til þess að ganga í hjúskap. Hægt er að fá undantekningu frá þessum reglum en til þess þurfa hjónaefni að vera orðin sextán ára og samþykki þeirra sjálfra og foreldra þeirra þarf að liggja fyrir. Barnabrúðkaup eru enn algeng í heiminum í dag en mannréttindasamtökin Amnesty International áætla að um þrettán og hálf milljón stúlkna undir átján ára aldri gangi í hjónaband með sér eldri mönnum á ári hverju.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira