Einn helsti stjórnmálaleiðtogi Norður-Írlands látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 07:47 Martin McGuinness. vísir/getty Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, er látinn, 66 ára að aldri. Talið er að hann hafi látist vegna sjaldgæfs hjartasjúkdóms en frá þessu er greint á vef BBC. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998. Í því fólst að lýðveldissinnar í flokki Sinn Féin (kaþólikkar) myndu fara sameiginlega með stjórn landsins ásamt sambandssinnum í stjórnmálaflokkinum Democratic Unionist Party (mótmælendur). Lýðveldissinnar hafa barist fyrir sameinuðu Írlandi í áratugi á meðan sambandssinnar vilja að Norður-Írlandi verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi. Árið 2007 varð McGuinness fyrsti ráðherrann í heimastjórn landsins. Hann sagði hins vegar af sér í janúar síðastliðnum í mótmælaskyni þar sem hann var ósáttur við hvernig sambandssinnar tóku á orkumálahneyksli sem skók landið. Afsögn McGuinness kallaði á kosningar sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.Varð ungur einn af leiðtogum IRA McGuinness ólst upp í Derry, annarri stærstu borg Norður-Írlands á eftir höfuðborg Belfast. Árið 1972, á blóðuga sunnudeginum þegar breskir hermenn skutu 14 manns til bana sem voru í mótmælagöngu í Derry, var McGuinness 21 árs og orðinn næstráðandi í Írska lýðveldishernum. Hann var einn af leiðtogum hersins þegar herinn stóð fyrir miklum sprengjuárásum í Derry og sat McGuinness í fangelsi eftir að hann var handtekinn nærri bíl sem var fullur af sprengiefnum. Leiðtogahæfileikar hans vöktu þó fljótt athygli og hann var aðeins 22 ára gamall þegar honum og Gerry Adams, formanns Sinn Féin, var flogið til London fyrir leynilegar viðræður við bresk stjórnvöld. McGuinness sagðist hafa hætt í lýðveldishernum árið 1974 og snúið sér alfarið að stjórnmálum en margir telja þó að hann hafi enn verið leiðtogi í IRA á 9. áratugnum þear flestar alræmdustu árásum hersins voru framdar. McGuinness var einn af lykilmönnunum í friðarviðræðunum sem leiddu til samkomulagsins sem kennt er við Good Friday. Hin síðari ár sagði hann að sínu stríði væri lokið. „Mitt starf sem stjórnmálaleiðtogi er að koma í veg fyrir stríð og ég er fullur af ástríðu fyrir því verkefni.“Fréttin hefur verið uppfærð þar sem farið var rangt með aldur McGuinness þar sem fjallað er um ferð hans og Adams til London. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, er látinn, 66 ára að aldri. Talið er að hann hafi látist vegna sjaldgæfs hjartasjúkdóms en frá þessu er greint á vef BBC. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998. Í því fólst að lýðveldissinnar í flokki Sinn Féin (kaþólikkar) myndu fara sameiginlega með stjórn landsins ásamt sambandssinnum í stjórnmálaflokkinum Democratic Unionist Party (mótmælendur). Lýðveldissinnar hafa barist fyrir sameinuðu Írlandi í áratugi á meðan sambandssinnar vilja að Norður-Írlandi verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi. Árið 2007 varð McGuinness fyrsti ráðherrann í heimastjórn landsins. Hann sagði hins vegar af sér í janúar síðastliðnum í mótmælaskyni þar sem hann var ósáttur við hvernig sambandssinnar tóku á orkumálahneyksli sem skók landið. Afsögn McGuinness kallaði á kosningar sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.Varð ungur einn af leiðtogum IRA McGuinness ólst upp í Derry, annarri stærstu borg Norður-Írlands á eftir höfuðborg Belfast. Árið 1972, á blóðuga sunnudeginum þegar breskir hermenn skutu 14 manns til bana sem voru í mótmælagöngu í Derry, var McGuinness 21 árs og orðinn næstráðandi í Írska lýðveldishernum. Hann var einn af leiðtogum hersins þegar herinn stóð fyrir miklum sprengjuárásum í Derry og sat McGuinness í fangelsi eftir að hann var handtekinn nærri bíl sem var fullur af sprengiefnum. Leiðtogahæfileikar hans vöktu þó fljótt athygli og hann var aðeins 22 ára gamall þegar honum og Gerry Adams, formanns Sinn Féin, var flogið til London fyrir leynilegar viðræður við bresk stjórnvöld. McGuinness sagðist hafa hætt í lýðveldishernum árið 1974 og snúið sér alfarið að stjórnmálum en margir telja þó að hann hafi enn verið leiðtogi í IRA á 9. áratugnum þear flestar alræmdustu árásum hersins voru framdar. McGuinness var einn af lykilmönnunum í friðarviðræðunum sem leiddu til samkomulagsins sem kennt er við Good Friday. Hin síðari ár sagði hann að sínu stríði væri lokið. „Mitt starf sem stjórnmálaleiðtogi er að koma í veg fyrir stríð og ég er fullur af ástríðu fyrir því verkefni.“Fréttin hefur verið uppfærð þar sem farið var rangt með aldur McGuinness þar sem fjallað er um ferð hans og Adams til London.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira