Eftirréttur sem gleður augað og bragðlaukana Guðný Hrönn skrifar 22. mars 2017 12:00 Matarbloggarinn Anna Björk Eðvarðsdóttir. Vísir/Anton Brink Matarbloggarinn Anna Björk Eðvarðsdóttir deilir með lesendum uppskrift að ljúffengum eftirrétti sem hefur slegið í gegn hjá öllum sem bragða á honum. Anna segir auðvelt að útbúa eftirréttinn en útkoman er bæði ómótstæðilega bragðgóð og falleg. „Mataráhuginn hefur fylgt mér lengi, þess vegna byrjaði ég að blogga. Bloggið gefur mér líka tækifæri til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann. Ég get alveg gleymt mér í þessu tvennu, tala nú ekki um þegar það fer saman,“ útskýrir Anna Björk Eðvarðsdóttir sem heldur úti blogginu annabjork.is. Anna deilir með lesendum uppskrift að einum af sínum uppáhaldsréttum. Um gómsætan eftirrétt er að ræða. „Nutella/Milka mússin er mikið uppáhald hjá fjölskyldunni. Ég segi ekki að ég sé Nutella-fíkill, en… súkkulaði og heslihnetur eru hreint frábær samsetning, ekki satt? Svo eru það hafrakökurnar og kirsuberjasósan, hún er venjulega með ris à l’amande á jólunum og mér finnst það bara alltof sjaldan. Þetta er einn af þessum eftirréttum sem hægt er að búa til tveimur dögum áður en hann er borinn fram. Það tekur enga stund að búa hann til og rétturinn er fallegur á borði, svo hann hefur allt með sér. Ég hef skammtana ekki stóra en það má alltaf fá sér tvisvar.“Eftirrétturinn er í uppáhaldi hjá Önnu og fjölskyldu hennar.Mynd/Anna BjörkFyrir 6-8 Hráefni: 2 1/2 dl rjómi 180 gr. Milka Alpine milk mjólkursúkkulaði, grófsaxað 1/4 bolli Nutella 1/2 msk. Amaretto (má sleppa) 1/2 msk. Amarula (má sleppa) 1/4 bolli ristaðar heslihnetur, grófsaxaðar Meðlæti: Kisuberjasósa frá Den Gamle Fabrik, í glerkrukkum Hafrakökur, ég kaupi þessar frá Ikea 1/2 - 1 dl þeyttur rjómi Aðferð: Ofninn er hitaður í 180°C og hneturnar settar á álpaappír og ristaðar í sjö mínútur. Þær eru teknar úr ofninum og kældar og svo grófsaxaðar. 1/3 af rjómanum er hitaður í potti að suðu. Rjóminn er tekinn af hitanum og súkkulaðið sett út í ásamt Nutella. Blandan er látin standa í smástund þar til súkkulaðið og Nutella er bráðið, þá er líkjörnum hrært saman við ef hann er notaður. Restin af rjómanum er þeyttur og honum er svo hrært varlega saman við. Mússinni er skipt niður í 6-8 glös og kælt í lágmark 2-3 tíma. Þegar mússin er borin fram er glasið skreytt með þeyttum rjóma, kirsuberjasósu, hnetum og 1-2 hafrakökum. Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
Matarbloggarinn Anna Björk Eðvarðsdóttir deilir með lesendum uppskrift að ljúffengum eftirrétti sem hefur slegið í gegn hjá öllum sem bragða á honum. Anna segir auðvelt að útbúa eftirréttinn en útkoman er bæði ómótstæðilega bragðgóð og falleg. „Mataráhuginn hefur fylgt mér lengi, þess vegna byrjaði ég að blogga. Bloggið gefur mér líka tækifæri til að fá útrás fyrir ljósmyndaáhugann. Ég get alveg gleymt mér í þessu tvennu, tala nú ekki um þegar það fer saman,“ útskýrir Anna Björk Eðvarðsdóttir sem heldur úti blogginu annabjork.is. Anna deilir með lesendum uppskrift að einum af sínum uppáhaldsréttum. Um gómsætan eftirrétt er að ræða. „Nutella/Milka mússin er mikið uppáhald hjá fjölskyldunni. Ég segi ekki að ég sé Nutella-fíkill, en… súkkulaði og heslihnetur eru hreint frábær samsetning, ekki satt? Svo eru það hafrakökurnar og kirsuberjasósan, hún er venjulega með ris à l’amande á jólunum og mér finnst það bara alltof sjaldan. Þetta er einn af þessum eftirréttum sem hægt er að búa til tveimur dögum áður en hann er borinn fram. Það tekur enga stund að búa hann til og rétturinn er fallegur á borði, svo hann hefur allt með sér. Ég hef skammtana ekki stóra en það má alltaf fá sér tvisvar.“Eftirrétturinn er í uppáhaldi hjá Önnu og fjölskyldu hennar.Mynd/Anna BjörkFyrir 6-8 Hráefni: 2 1/2 dl rjómi 180 gr. Milka Alpine milk mjólkursúkkulaði, grófsaxað 1/4 bolli Nutella 1/2 msk. Amaretto (má sleppa) 1/2 msk. Amarula (má sleppa) 1/4 bolli ristaðar heslihnetur, grófsaxaðar Meðlæti: Kisuberjasósa frá Den Gamle Fabrik, í glerkrukkum Hafrakökur, ég kaupi þessar frá Ikea 1/2 - 1 dl þeyttur rjómi Aðferð: Ofninn er hitaður í 180°C og hneturnar settar á álpaappír og ristaðar í sjö mínútur. Þær eru teknar úr ofninum og kældar og svo grófsaxaðar. 1/3 af rjómanum er hitaður í potti að suðu. Rjóminn er tekinn af hitanum og súkkulaðið sett út í ásamt Nutella. Blandan er látin standa í smástund þar til súkkulaðið og Nutella er bráðið, þá er líkjörnum hrært saman við ef hann er notaður. Restin af rjómanum er þeyttur og honum er svo hrært varlega saman við. Mússinni er skipt niður í 6-8 glös og kælt í lágmark 2-3 tíma. Þegar mússin er borin fram er glasið skreytt með þeyttum rjóma, kirsuberjasósu, hnetum og 1-2 hafrakökum.
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning