Nemar frá Madríd greiddu fyrir húsnæði sem ekki var til Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2017 14:05 Skuggabaldrar notfæra sér neyð á húsnæðismarkaði. Nýjustu fórnarlömbin eru nemar frá Spáni. Illt afspurnar fyrir land og þjóð, segir skólastjóri. Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, setti inn tilkynningu í umræðuhóp leigjenda á Facebook. Þar segir að tveir nemendur frá Spáni leiti nú húsnæðis þar sem fyrirframleigð íbúð reyndist ekki vera til. „Þetta snýst um nokkurra vikna skjólshús fyrir einn eða tvo. Vinsamlegast látið vita ef þið vitið um einhverja möguleika fyrir þá.“Neyðarkall frá MadrídVísir hefur greint frá því að óprúttnir aðilar hafa gert sér mat úr ófremdarástandi á húsnæðismarkaði og haft fé af fólki í húsnæðishraki. En, fórnarlömbin eru af ýmsu tagi. Valdemar segir, í samtali við Vísi, skelfilegt að heyra þetta og vitaskuld afar illt afspurnar fyrir Ísland. „Ég fékk póst frá vinaskóla okkar í Madríd, IES Principe Felipe, neyðarkall frá konu sem sér um erlend samskipti,“ segir Valdemar en þar er hrakhólum og svikunum lýst. Þeir höfðu greitt fyrir húsnæði en þegar til kom var þetta húsnæði ekki til. Valdemar telur líklegast úr því sem komið er að nemendurnir hafi hætt við og horfið heim á ný.Vinsælt að koma í skiptinám til Íslands„Þetta er skelfilega aðstaða sem krakkarnir lenda í. Við höfum verið í sambandi við skóla bæði í Hollandi og á Spáni. Hollendingarnir eru í standandi vandræðum með að finna húsnæði hér, styrkurinn hrekkur ekki til að mæta húsnæðiskostnaði.“ Vinsælt hefur verið að koma til Íslands í gegnum Erasmus plús styrki. Þeir hrökkva ekki til en nemendur borga þá með sér til að brúa bilið. Valdemar segir að hjá honum nú, í Raftækniskólanum, séu tíu Þjóðverjar en þeir voru búnir að semja fyrirfram við hostel á Reykjavíkursvæðinu. „Já, þetta er ljótt að heyra og ég velti fyrir mér því hvort búið væri að kæra þetta til lögreglu? En, ég veit ekki einu sinni hvaða skóla þeir voru að heimsækja, þeir eru ekki að koma til okkar heldur sennilega Borgarholtsskóla eða einhvers annars verknámsskóla,“ segir Valdemar skólastjóri. Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira
Valdemar G. Valdemarsson, skólastjóri Raftækniskólans, setti inn tilkynningu í umræðuhóp leigjenda á Facebook. Þar segir að tveir nemendur frá Spáni leiti nú húsnæðis þar sem fyrirframleigð íbúð reyndist ekki vera til. „Þetta snýst um nokkurra vikna skjólshús fyrir einn eða tvo. Vinsamlegast látið vita ef þið vitið um einhverja möguleika fyrir þá.“Neyðarkall frá MadrídVísir hefur greint frá því að óprúttnir aðilar hafa gert sér mat úr ófremdarástandi á húsnæðismarkaði og haft fé af fólki í húsnæðishraki. En, fórnarlömbin eru af ýmsu tagi. Valdemar segir, í samtali við Vísi, skelfilegt að heyra þetta og vitaskuld afar illt afspurnar fyrir Ísland. „Ég fékk póst frá vinaskóla okkar í Madríd, IES Principe Felipe, neyðarkall frá konu sem sér um erlend samskipti,“ segir Valdemar en þar er hrakhólum og svikunum lýst. Þeir höfðu greitt fyrir húsnæði en þegar til kom var þetta húsnæði ekki til. Valdemar telur líklegast úr því sem komið er að nemendurnir hafi hætt við og horfið heim á ný.Vinsælt að koma í skiptinám til Íslands„Þetta er skelfilega aðstaða sem krakkarnir lenda í. Við höfum verið í sambandi við skóla bæði í Hollandi og á Spáni. Hollendingarnir eru í standandi vandræðum með að finna húsnæði hér, styrkurinn hrekkur ekki til að mæta húsnæðiskostnaði.“ Vinsælt hefur verið að koma til Íslands í gegnum Erasmus plús styrki. Þeir hrökkva ekki til en nemendur borga þá með sér til að brúa bilið. Valdemar segir að hjá honum nú, í Raftækniskólanum, séu tíu Þjóðverjar en þeir voru búnir að semja fyrirfram við hostel á Reykjavíkursvæðinu. „Já, þetta er ljótt að heyra og ég velti fyrir mér því hvort búið væri að kæra þetta til lögreglu? En, ég veit ekki einu sinni hvaða skóla þeir voru að heimsækja, þeir eru ekki að koma til okkar heldur sennilega Borgarholtsskóla eða einhvers annars verknámsskóla,“ segir Valdemar skólastjóri.
Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land Sjá meira
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00