Mun stíga varlega til jarðar með nýja merkið og vanda sig Guðný Hrönn skrifar 23. mars 2017 10:00 Harpa Einarsdóttir tekur þátt í RFF með merkið sitt MYRKA. Vísir/Ernir Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir er ein þeirra sem sýna hönnun sína á Reykjavík Fashion Festival-hátíðinni sem er sett í dag. Harpa hannar nú undir merkinu Myrka sem er nýtt merki sem hún hefur verið að vinna að hægt og rólega síðustu tvö ár. Harpa fær innblástur úr meðal annars þjóðsögum og náttúrunni í sköpun sinni fyrir merkið Myrka. Spurð út í línuna sem hún sýnir á RFF segir hún: „Línan er innblásin af íslenskum þjóðsögum og áferðinni í landslaginu, hún er skemmtilega blanda af fágaðri klassík með vísun í land og þjóð og grunge og glamrokk. Línan hentar vel fyrir álfa, víkinga, listaspírur og spjátrunga. Efniviðurinn er kasmírull, silkiflauel, silki, vegan og ekta leður, feldur, ull, mynstrað viskósefni og fleira.“ Harpa hefur verið viðriðin íslenska fatahönnunarbransann lengi og margir þekkja verk hennar sem hún hannaði á sínum tíma undir vörumerkinu Ziska. Hun tók tvisvar þátt í RFF með Ziska. „Þetta er fyrsta heila línan sem ég hanna undir Myrka, og framleiðsla er ekki komin í gang að neinu ráði. Línan sem ég sýni á RFF er FW17, en fyrstu flíkurnar koma í sölu í vor. Svo næ ég vonandi að láta þetta vaxa og dafna organískt á þeim hraða sem ég treysti mér í, ég ætla að stíga varlega til jarðar og vanda mig vel við framhaldið,“ útskýrir Harpa sem hefur notið þess að búa til þetta nýja vörumerki sem Myrka er. „Ferlið hefur allt verið afar skemmtilegt og óvænt að vissu leyti.“ Harpa kveðst í dag vinna á svipan hátt og hún hefur alltaf gert. „Ziska er auðvitað ég og það skín í gegn í hönnuninni minni. En það sem er frábrugðið eru nýjar áherslur og núna hugsa ég aðeins lengra fram í tímann. En eins og ég segi þá er Myrka rétt að fæðast og ég er enn að pússa þetta allt til. Í dag er ég óhræddari við að leika mér og gera tilraunir með mismunandi efnivið og hef einfaldlega mun meira gaman af ferlinu sjálfu – það mun bersýnilega endurspeglast í nýju línunni. Þó nafnið Myrka sé drungalegt þá skín ákveðinn léttleiki og leikgleði í gegn í línunni.“Ziska var góður skóliÞað að byrja aftur á núllpunkti var gott að vissu leyti að sögn Hörpu. „Já, það var mjög gott að stíga til baka og finna aftur kjarnann í minni sköpun. Allt ferlið á bak við Ziska var afar góður skóli sem mun nýtast mér áfram. Ég er mjög ánægð að fá tækifæri til að halda áfram og gera betur,“ útskýrir Harpa sem leggur meiri áherslu núna á að samtvinna fatahönnun sína og myndlist. „Það er ýmislegt á döfinni,“ segir Harpa spurð út í framhaldið. „Fyrst og fremst er það að koma framleiðslunni af stað svo hjólin fari að snúast, staðsetja mig á markaðinum og gera viðskiptaáætlun, sækja um styrki og byrja að hanna næstu línu. Þetta er afskaplega mikil vinna fyrir eina manneskju og ég vona að ég geti fengið með mér samstarfsaðila í náinni framtíð, helst með gott viðskiptavit svo ég geti einbeitt mér meira að hönnun og markaðssetningu,“ segir Harpa sem er afar spennt fyrir helginni og RFF. „Ég vil koma á framfæri þökkum til allra sem koma að hátíðinni, fyrir að blása aftur lífi í þennan magnaða viðburð.“ RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo.RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir er ein þeirra sem sýna hönnun sína á Reykjavík Fashion Festival-hátíðinni sem er sett í dag. Harpa hannar nú undir merkinu Myrka sem er nýtt merki sem hún hefur verið að vinna að hægt og rólega síðustu tvö ár. Harpa fær innblástur úr meðal annars þjóðsögum og náttúrunni í sköpun sinni fyrir merkið Myrka. Spurð út í línuna sem hún sýnir á RFF segir hún: „Línan er innblásin af íslenskum þjóðsögum og áferðinni í landslaginu, hún er skemmtilega blanda af fágaðri klassík með vísun í land og þjóð og grunge og glamrokk. Línan hentar vel fyrir álfa, víkinga, listaspírur og spjátrunga. Efniviðurinn er kasmírull, silkiflauel, silki, vegan og ekta leður, feldur, ull, mynstrað viskósefni og fleira.“ Harpa hefur verið viðriðin íslenska fatahönnunarbransann lengi og margir þekkja verk hennar sem hún hannaði á sínum tíma undir vörumerkinu Ziska. Hun tók tvisvar þátt í RFF með Ziska. „Þetta er fyrsta heila línan sem ég hanna undir Myrka, og framleiðsla er ekki komin í gang að neinu ráði. Línan sem ég sýni á RFF er FW17, en fyrstu flíkurnar koma í sölu í vor. Svo næ ég vonandi að láta þetta vaxa og dafna organískt á þeim hraða sem ég treysti mér í, ég ætla að stíga varlega til jarðar og vanda mig vel við framhaldið,“ útskýrir Harpa sem hefur notið þess að búa til þetta nýja vörumerki sem Myrka er. „Ferlið hefur allt verið afar skemmtilegt og óvænt að vissu leyti.“ Harpa kveðst í dag vinna á svipan hátt og hún hefur alltaf gert. „Ziska er auðvitað ég og það skín í gegn í hönnuninni minni. En það sem er frábrugðið eru nýjar áherslur og núna hugsa ég aðeins lengra fram í tímann. En eins og ég segi þá er Myrka rétt að fæðast og ég er enn að pússa þetta allt til. Í dag er ég óhræddari við að leika mér og gera tilraunir með mismunandi efnivið og hef einfaldlega mun meira gaman af ferlinu sjálfu – það mun bersýnilega endurspeglast í nýju línunni. Þó nafnið Myrka sé drungalegt þá skín ákveðinn léttleiki og leikgleði í gegn í línunni.“Ziska var góður skóliÞað að byrja aftur á núllpunkti var gott að vissu leyti að sögn Hörpu. „Já, það var mjög gott að stíga til baka og finna aftur kjarnann í minni sköpun. Allt ferlið á bak við Ziska var afar góður skóli sem mun nýtast mér áfram. Ég er mjög ánægð að fá tækifæri til að halda áfram og gera betur,“ útskýrir Harpa sem leggur meiri áherslu núna á að samtvinna fatahönnun sína og myndlist. „Það er ýmislegt á döfinni,“ segir Harpa spurð út í framhaldið. „Fyrst og fremst er það að koma framleiðslunni af stað svo hjólin fari að snúast, staðsetja mig á markaðinum og gera viðskiptaáætlun, sækja um styrki og byrja að hanna næstu línu. Þetta er afskaplega mikil vinna fyrir eina manneskju og ég vona að ég geti fengið með mér samstarfsaðila í náinni framtíð, helst með gott viðskiptavit svo ég geti einbeitt mér meira að hönnun og markaðssetningu,“ segir Harpa sem er afar spennt fyrir helginni og RFF. „Ég vil koma á framfæri þökkum til allra sem koma að hátíðinni, fyrir að blása aftur lífi í þennan magnaða viðburð.“ RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo.RFF 2017 — MYRKA from Reykjavik fashion festival on Vimeo.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira