Eigandi La Luna hellir sér yfir ósáttan viðskiptavin og hótar að láta reka hann Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2017 21:00 Þorleifur Jónsson, eða Tolli. Vísir/Anton Viðbrögð Þorleifs Jónssonar, eiganda pizzustaðarins La Luna á Grensásvegi, við kvörtun ósátts viðskiptavinar hafa vakið mikla athygli í netheimum síðustu daga. Hann segist ætla að líta við á vinnustað viðskiptavinarins eftir helgi og koma því um kring að hann verði rekinn enda viti hann að „vinnuveitendur hans líta svona nettröll hornauga.“ Í kjölfar samskiptanna hafa netverjar lýst því yfir að viðskiptum þeirra verði beint annað á næstunni enda ekki í fyrsta sinn sem hatrömm viðbrögð Þorleifs rata í fréttirnar. Viðskiptavinurinn, Heiðar Aðaldal Jónsson, ritaði kvörtunina á Facebook-síðu La Luna á fimmtudag en þar lýsir hann reynslu sinni af þjónustunni á staðnum. Hana má sjá hér að neðan. Heiðar segist hafa pantað 2 pizzur og fengið vilyrði fyrir því að hægt væri að skipta annarri pizzunni í tvennt án endurgjalds sem svo hafi ekki verið raunin þegar uppi var staðið.„Þannig í staðinn fyrir 3.990 borgaði èg 4.640 minnir mig,“ segir Heiðar og lýkur kvörtun sinni til La Luna á orðunum „Fer ekki eða panta ekki aftur þaðan.“ Þorleifur, betur þekktur sem Tolli eða Pizzuhvíslarinn, hefur ýmislegt út á þessa kvörtun að setja í athugasemdakerfinu við færsluna.Sjá einnig: Þeir kalla mig pítsahvíslarannÞar segir hann að kvörtunin sé ósanngjörn og komi um tveimur vikum eftir að Heiðar pantaði pizzurnar. „Ef eitthvað lyktar þá er það þessi ömurlega gagnrýni þín löngu eftir að þú keyptir þær og ást væntanlega með mikilli ánægju,“ segir Tolli og þegar Heiðar svarar honum bregst hann ókvæða við. „Ekki rífa kjaft og ljúga upp á fólk ef þú ert ekki tilbúinn að fólk svari fyrir sig og þú munt aldrei versla hér framar,“ segir Tolli og bætir við að Heiðar hafi verið „merktur“ á staðnum í ljósi þess að hann sé alræmdur lygalaupur að sögn Tolla.„Þú ert frægur á síðum veitingastaða fyrir svona dylgjur og lygar, þér hefur bara verið svarað í fyrsta sinn, væntanlega lætur þú okkur og aðra staði í friði hér eftir. Svona bitrir guttar eins og þú eiga litið líf og þessar barnalegu komment þín væntanlega hætta núna,“ segir Tolli og bætir um betur. „Þú ert hræðilegt eintak af mannveru, ég vorkenni fjölskyldu þinni og börnum ef þú átt einhver, væntanlega logið því líka.“ Þegar hér er komið við sögu hafa aðrir skorist í leikinn - flestir á einu máli um að tilsvör Tolla séu með hvassara móti. Það fór öfugt ofan í hann. „Þið [vælið] eins og stungnir grísir þegar maður svarar fyrir sig, það eru ekki allir viðskiptavinir velviljaðir og sanngjarnir, þeir sem starfa í veitingabransanum vita það, ég er bara einn þeirra sem svara fyrir mig þegar upp á mig er logið. Ef þú sérð eitthvað að þvi þá get ég ekki verið meira sama.“Sem fyrr segir er þetta ekki í fyrsta sinn sem Tolli eða tilsvör hans rata á síður blaðanna. Nú síðast gerðist það árið 2015 en Stundin greindi frá því að Pizzuhvíslarinn hafi hótað að siga handrukkurum á hjón í veitingarekstri. Hann hafði þá nýlega hætt störfum fyrir hjónin. Í samtali við Stundina á sínum sagði hann hafa beðist afsökunar á hótuninni og sæi eftir henni. „Slæmt umtal er betra en ekkert umtal,“ segir Tolli um umfjöllun Stundarinnar áður en hann hótar Heiðari að mæta á vinnustað hans á morgun og sjá til þess að hann verði rekinn eins og sjá má hér að ofan. Kvörtun Heiðars, svör Tolla og umræðuna má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Þeir kalla mig pítsahvíslarann Þorleifur Jónsson opnar La Luna í keiluhöllinni í Egilshöll og Öskjuhlíð. Hann segist vera frumkvöðull í pitsubakstri á Íslandi. 29. nóvember 2013 09:00 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Sjá meira
Viðbrögð Þorleifs Jónssonar, eiganda pizzustaðarins La Luna á Grensásvegi, við kvörtun ósátts viðskiptavinar hafa vakið mikla athygli í netheimum síðustu daga. Hann segist ætla að líta við á vinnustað viðskiptavinarins eftir helgi og koma því um kring að hann verði rekinn enda viti hann að „vinnuveitendur hans líta svona nettröll hornauga.“ Í kjölfar samskiptanna hafa netverjar lýst því yfir að viðskiptum þeirra verði beint annað á næstunni enda ekki í fyrsta sinn sem hatrömm viðbrögð Þorleifs rata í fréttirnar. Viðskiptavinurinn, Heiðar Aðaldal Jónsson, ritaði kvörtunina á Facebook-síðu La Luna á fimmtudag en þar lýsir hann reynslu sinni af þjónustunni á staðnum. Hana má sjá hér að neðan. Heiðar segist hafa pantað 2 pizzur og fengið vilyrði fyrir því að hægt væri að skipta annarri pizzunni í tvennt án endurgjalds sem svo hafi ekki verið raunin þegar uppi var staðið.„Þannig í staðinn fyrir 3.990 borgaði èg 4.640 minnir mig,“ segir Heiðar og lýkur kvörtun sinni til La Luna á orðunum „Fer ekki eða panta ekki aftur þaðan.“ Þorleifur, betur þekktur sem Tolli eða Pizzuhvíslarinn, hefur ýmislegt út á þessa kvörtun að setja í athugasemdakerfinu við færsluna.Sjá einnig: Þeir kalla mig pítsahvíslarannÞar segir hann að kvörtunin sé ósanngjörn og komi um tveimur vikum eftir að Heiðar pantaði pizzurnar. „Ef eitthvað lyktar þá er það þessi ömurlega gagnrýni þín löngu eftir að þú keyptir þær og ást væntanlega með mikilli ánægju,“ segir Tolli og þegar Heiðar svarar honum bregst hann ókvæða við. „Ekki rífa kjaft og ljúga upp á fólk ef þú ert ekki tilbúinn að fólk svari fyrir sig og þú munt aldrei versla hér framar,“ segir Tolli og bætir við að Heiðar hafi verið „merktur“ á staðnum í ljósi þess að hann sé alræmdur lygalaupur að sögn Tolla.„Þú ert frægur á síðum veitingastaða fyrir svona dylgjur og lygar, þér hefur bara verið svarað í fyrsta sinn, væntanlega lætur þú okkur og aðra staði í friði hér eftir. Svona bitrir guttar eins og þú eiga litið líf og þessar barnalegu komment þín væntanlega hætta núna,“ segir Tolli og bætir um betur. „Þú ert hræðilegt eintak af mannveru, ég vorkenni fjölskyldu þinni og börnum ef þú átt einhver, væntanlega logið því líka.“ Þegar hér er komið við sögu hafa aðrir skorist í leikinn - flestir á einu máli um að tilsvör Tolla séu með hvassara móti. Það fór öfugt ofan í hann. „Þið [vælið] eins og stungnir grísir þegar maður svarar fyrir sig, það eru ekki allir viðskiptavinir velviljaðir og sanngjarnir, þeir sem starfa í veitingabransanum vita það, ég er bara einn þeirra sem svara fyrir mig þegar upp á mig er logið. Ef þú sérð eitthvað að þvi þá get ég ekki verið meira sama.“Sem fyrr segir er þetta ekki í fyrsta sinn sem Tolli eða tilsvör hans rata á síður blaðanna. Nú síðast gerðist það árið 2015 en Stundin greindi frá því að Pizzuhvíslarinn hafi hótað að siga handrukkurum á hjón í veitingarekstri. Hann hafði þá nýlega hætt störfum fyrir hjónin. Í samtali við Stundina á sínum sagði hann hafa beðist afsökunar á hótuninni og sæi eftir henni. „Slæmt umtal er betra en ekkert umtal,“ segir Tolli um umfjöllun Stundarinnar áður en hann hótar Heiðari að mæta á vinnustað hans á morgun og sjá til þess að hann verði rekinn eins og sjá má hér að ofan. Kvörtun Heiðars, svör Tolla og umræðuna má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Þeir kalla mig pítsahvíslarann Þorleifur Jónsson opnar La Luna í keiluhöllinni í Egilshöll og Öskjuhlíð. Hann segist vera frumkvöðull í pitsubakstri á Íslandi. 29. nóvember 2013 09:00 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Sjá meira
Þeir kalla mig pítsahvíslarann Þorleifur Jónsson opnar La Luna í keiluhöllinni í Egilshöll og Öskjuhlíð. Hann segist vera frumkvöðull í pitsubakstri á Íslandi. 29. nóvember 2013 09:00