Jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar vekur heimsathygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2017 11:55 Þúsundir fylltu Austurvöll á Kvennafrídaginn. Visir/stefan Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er gerð grein fyrir vottuninni en þar segir: „Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“ Þá er jafnlaunavottunin eitt af þingmálum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á yfirstandandi þingi og segir þar um málið: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um skyldu fyrirtækja og stofnana, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, að undirgangast jafnlaunavottun samkvæmt reglugerð nr. 929/2014 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækjaog stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.“Á meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið eru Washington Post, New York Magazine, Huffington Post, New Zealand Herald, Independent og Guardian auk þess sem Facebook-myndband ATTN:Video hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum, við myndbandið eru yfir þúsund komment og þá hefur því verið deilt yfir 80 þúsund sinnum. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er ráðherra á leiðinni til New York til að vera viðstaddur kvennaþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars halda ræðu um jafnlaunavottun. Þingið, sem haldið er ár hvert, hefst á mánudag og stendur til 24. mars en þema þess nú er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði. Á þinginu verður íslenskur hliðarviðburður á vegum aðgerðahóps um launamisrétti og verður jafnlaunavottunin einnig kynnt þar. Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00 Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er gerð grein fyrir vottuninni en þar segir: „Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“ Þá er jafnlaunavottunin eitt af þingmálum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á yfirstandandi þingi og segir þar um málið: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um skyldu fyrirtækja og stofnana, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, að undirgangast jafnlaunavottun samkvæmt reglugerð nr. 929/2014 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækjaog stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.“Á meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið eru Washington Post, New York Magazine, Huffington Post, New Zealand Herald, Independent og Guardian auk þess sem Facebook-myndband ATTN:Video hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum, við myndbandið eru yfir þúsund komment og þá hefur því verið deilt yfir 80 þúsund sinnum. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er ráðherra á leiðinni til New York til að vera viðstaddur kvennaþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars halda ræðu um jafnlaunavottun. Þingið, sem haldið er ár hvert, hefst á mánudag og stendur til 24. mars en þema þess nú er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði. Á þinginu verður íslenskur hliðarviðburður á vegum aðgerðahóps um launamisrétti og verður jafnlaunavottunin einnig kynnt þar.
Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00 Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45
Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00
Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00