Jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar vekur heimsathygli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2017 11:55 Þúsundir fylltu Austurvöll á Kvennafrídaginn. Visir/stefan Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er gerð grein fyrir vottuninni en þar segir: „Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“ Þá er jafnlaunavottunin eitt af þingmálum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á yfirstandandi þingi og segir þar um málið: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um skyldu fyrirtækja og stofnana, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, að undirgangast jafnlaunavottun samkvæmt reglugerð nr. 929/2014 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækjaog stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.“Á meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið eru Washington Post, New York Magazine, Huffington Post, New Zealand Herald, Independent og Guardian auk þess sem Facebook-myndband ATTN:Video hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum, við myndbandið eru yfir þúsund komment og þá hefur því verið deilt yfir 80 þúsund sinnum. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er ráðherra á leiðinni til New York til að vera viðstaddur kvennaþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars halda ræðu um jafnlaunavottun. Þingið, sem haldið er ár hvert, hefst á mánudag og stendur til 24. mars en þema þess nú er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði. Á þinginu verður íslenskur hliðarviðburður á vegum aðgerðahóps um launamisrétti og verður jafnlaunavottunin einnig kynnt þar. Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00 Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er gerð grein fyrir vottuninni en þar segir: „Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.“ Þá er jafnlaunavottunin eitt af þingmálum Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, á yfirstandandi þingi og segir þar um málið: „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um skyldu fyrirtækja og stofnana, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli, að undirgangast jafnlaunavottun samkvæmt reglugerð nr. 929/2014 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækjaog stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012.“Á meðal þeirra miðla sem fjallað hafa um málið eru Washington Post, New York Magazine, Huffington Post, New Zealand Herald, Independent og Guardian auk þess sem Facebook-myndband ATTN:Video hefur vakið mikla athygli. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á það um fimm milljón sinnum, við myndbandið eru yfir þúsund komment og þá hefur því verið deilt yfir 80 þúsund sinnum. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er ráðherra á leiðinni til New York til að vera viðstaddur kvennaþing Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun meðal annars halda ræðu um jafnlaunavottun. Þingið, sem haldið er ár hvert, hefst á mánudag og stendur til 24. mars en þema þess nú er efnahagsleg valdefling kvenna á tímum breytinga á vinnumarkaði. Á þinginu verður íslenskur hliðarviðburður á vegum aðgerðahóps um launamisrétti og verður jafnlaunavottunin einnig kynnt þar.
Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00 Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45
Konur þurfa að vera harðari "Ég er sumsé talin til skrauts og jafnvel kölluð stelpuskjáta,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félaga í sjávarútvegi, um umtal um ráðningu hennar í einstökum miðlum. Hún segir umræðuna litast af kvenfyrirlitningu. 25. febrúar 2017 08:00
Rétttrúnaðurinn kæfir umræðuna Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill meiri einkavæðingu í heilbrigðiskerfið og segir engar forsendur vera fyrir því að ríkið sé í fjölmiðlarekstri. Hún segir pólitíska rétttrúnaðarvagninn ekki á réttri leið í umhverfismálum. 4. mars 2017 10:00