Survivor-stjarna hittir 30 íslenska aðdáendur Benedikt Bóas skrifar 16. mars 2017 07:00 Jeff Probst tilkynnir Gomes að ættbálkur hennar sendi hana heim frá Filippseyjum. NordicPhotos/Getty Abi-Maria Gomes, einn eftirminnilegasti keppandi úr bandarísku veruleikasjónvarpsseríunni Survivor er stödd hér á landi. Gomes ætlar að hitta rúmlega 30 íslenska aðdáendur þáttanna og horfa á einn þátt með þeim. „Getum við boðið Björk?“ sagði Gomes á Facebook og tengdi broskall við. Gomes keppti tvisvar í Survivor, sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sögunnar, ef ekki sá vinsælasti. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2000 en síðan þá hafa verið framleiddar 34 þáttaraðir og yfir 500 þættir verið gerðir. Jeff Probst hefur ávallt haldið um stjórntaumana en hann er einnig framleiðandi. Á hátindi raunveruleikaþáttaraða var Survivor sá stærsti og sá sem aðrir miðuðu sig við.Keppendur í Kambódíu gæða sér á góðmeti. Joe Anglim, Abi-Maria Gomes, Ciera Eastin, Tasha Fox og Spencer Bledsoe.NordicPhotos/GettyÍslenski hópurinn ætlar að hittast á Marina hótelinu og horfa á þáttinn og hafa um 30 manns boðað komu sína. Forsvarsmenn hópsins vildu lítið tjá sig um kvöldið og óttuðust að salurinn sem þátturinn verður sýndur í væri of lítill enda ekki á hverjum degi sem þátttakandi horfir á með þeim. Survivor-aðdáendur hér á landi halda úti virkri Facebook-síðu þar sem umræðurnar geta verið mjög líflegar um þáttinn og þátttakendur. Gomes flaug hingað til lands frá Los Angeles á miðvikudag og samkvæmt samfélagsmiðlum hefur hún meðal annars skoðað sig um á Gullna hringnum og stoppað í leynilauginni á Flúðum. Þá lét hún fylgjendur sína vita af því að hálka væri á vegum landsins og því keyrði hún mjög hægt um þjóðvegina enda aðstæður sem hún þekkir ekki vel. Gomes sló í gegn fyrst sem þátttakandi í Survivor-þáttunum sem teknir voru upp á Filippseyjum þar sem hún varð fljótt umdeild og urðu skapsveiflur hennar frægar. Ættbálkur hennar, Tandang, kaus hana burt eftir 36 daga þegar aðeins fimm keppendur voru eftir. Henni var aftur boðin þátttaka í þáttaröð Survivor sem var tekin upp í Kambódíu þar sem hún sló aftur í gegn meðal áhorfenda. Hún var þó kosin burt eftir 35 daga. Eftir Survivor-frægðina gerðist hún frumkvöðull og bjó til drykkinn XI Açai sem hún lýsti sem hátíð í flösku og vann drykkurinn gullverðlaun sem besti nýi drykkurinn á hátíð í Los Angeles. Hún var kosin umdeildasti keppandinn á verðlaunahátíð raunveruleikasjónvarps árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Melanie Watson er látin Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Abi-Maria Gomes, einn eftirminnilegasti keppandi úr bandarísku veruleikasjónvarpsseríunni Survivor er stödd hér á landi. Gomes ætlar að hitta rúmlega 30 íslenska aðdáendur þáttanna og horfa á einn þátt með þeim. „Getum við boðið Björk?“ sagði Gomes á Facebook og tengdi broskall við. Gomes keppti tvisvar í Survivor, sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sögunnar, ef ekki sá vinsælasti. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2000 en síðan þá hafa verið framleiddar 34 þáttaraðir og yfir 500 þættir verið gerðir. Jeff Probst hefur ávallt haldið um stjórntaumana en hann er einnig framleiðandi. Á hátindi raunveruleikaþáttaraða var Survivor sá stærsti og sá sem aðrir miðuðu sig við.Keppendur í Kambódíu gæða sér á góðmeti. Joe Anglim, Abi-Maria Gomes, Ciera Eastin, Tasha Fox og Spencer Bledsoe.NordicPhotos/GettyÍslenski hópurinn ætlar að hittast á Marina hótelinu og horfa á þáttinn og hafa um 30 manns boðað komu sína. Forsvarsmenn hópsins vildu lítið tjá sig um kvöldið og óttuðust að salurinn sem þátturinn verður sýndur í væri of lítill enda ekki á hverjum degi sem þátttakandi horfir á með þeim. Survivor-aðdáendur hér á landi halda úti virkri Facebook-síðu þar sem umræðurnar geta verið mjög líflegar um þáttinn og þátttakendur. Gomes flaug hingað til lands frá Los Angeles á miðvikudag og samkvæmt samfélagsmiðlum hefur hún meðal annars skoðað sig um á Gullna hringnum og stoppað í leynilauginni á Flúðum. Þá lét hún fylgjendur sína vita af því að hálka væri á vegum landsins og því keyrði hún mjög hægt um þjóðvegina enda aðstæður sem hún þekkir ekki vel. Gomes sló í gegn fyrst sem þátttakandi í Survivor-þáttunum sem teknir voru upp á Filippseyjum þar sem hún varð fljótt umdeild og urðu skapsveiflur hennar frægar. Ættbálkur hennar, Tandang, kaus hana burt eftir 36 daga þegar aðeins fimm keppendur voru eftir. Henni var aftur boðin þátttaka í þáttaröð Survivor sem var tekin upp í Kambódíu þar sem hún sló aftur í gegn meðal áhorfenda. Hún var þó kosin burt eftir 35 daga. Eftir Survivor-frægðina gerðist hún frumkvöðull og bjó til drykkinn XI Açai sem hún lýsti sem hátíð í flösku og vann drykkurinn gullverðlaun sem besti nýi drykkurinn á hátíð í Los Angeles. Hún var kosin umdeildasti keppandinn á verðlaunahátíð raunveruleikasjónvarps árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Melanie Watson er látin Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein