Survivor-stjarna hittir 30 íslenska aðdáendur Benedikt Bóas skrifar 16. mars 2017 07:00 Jeff Probst tilkynnir Gomes að ættbálkur hennar sendi hana heim frá Filippseyjum. NordicPhotos/Getty Abi-Maria Gomes, einn eftirminnilegasti keppandi úr bandarísku veruleikasjónvarpsseríunni Survivor er stödd hér á landi. Gomes ætlar að hitta rúmlega 30 íslenska aðdáendur þáttanna og horfa á einn þátt með þeim. „Getum við boðið Björk?“ sagði Gomes á Facebook og tengdi broskall við. Gomes keppti tvisvar í Survivor, sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sögunnar, ef ekki sá vinsælasti. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2000 en síðan þá hafa verið framleiddar 34 þáttaraðir og yfir 500 þættir verið gerðir. Jeff Probst hefur ávallt haldið um stjórntaumana en hann er einnig framleiðandi. Á hátindi raunveruleikaþáttaraða var Survivor sá stærsti og sá sem aðrir miðuðu sig við.Keppendur í Kambódíu gæða sér á góðmeti. Joe Anglim, Abi-Maria Gomes, Ciera Eastin, Tasha Fox og Spencer Bledsoe.NordicPhotos/GettyÍslenski hópurinn ætlar að hittast á Marina hótelinu og horfa á þáttinn og hafa um 30 manns boðað komu sína. Forsvarsmenn hópsins vildu lítið tjá sig um kvöldið og óttuðust að salurinn sem þátturinn verður sýndur í væri of lítill enda ekki á hverjum degi sem þátttakandi horfir á með þeim. Survivor-aðdáendur hér á landi halda úti virkri Facebook-síðu þar sem umræðurnar geta verið mjög líflegar um þáttinn og þátttakendur. Gomes flaug hingað til lands frá Los Angeles á miðvikudag og samkvæmt samfélagsmiðlum hefur hún meðal annars skoðað sig um á Gullna hringnum og stoppað í leynilauginni á Flúðum. Þá lét hún fylgjendur sína vita af því að hálka væri á vegum landsins og því keyrði hún mjög hægt um þjóðvegina enda aðstæður sem hún þekkir ekki vel. Gomes sló í gegn fyrst sem þátttakandi í Survivor-þáttunum sem teknir voru upp á Filippseyjum þar sem hún varð fljótt umdeild og urðu skapsveiflur hennar frægar. Ættbálkur hennar, Tandang, kaus hana burt eftir 36 daga þegar aðeins fimm keppendur voru eftir. Henni var aftur boðin þátttaka í þáttaröð Survivor sem var tekin upp í Kambódíu þar sem hún sló aftur í gegn meðal áhorfenda. Hún var þó kosin burt eftir 35 daga. Eftir Survivor-frægðina gerðist hún frumkvöðull og bjó til drykkinn XI Açai sem hún lýsti sem hátíð í flösku og vann drykkurinn gullverðlaun sem besti nýi drykkurinn á hátíð í Los Angeles. Hún var kosin umdeildasti keppandinn á verðlaunahátíð raunveruleikasjónvarps árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kvennskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Abi-Maria Gomes, einn eftirminnilegasti keppandi úr bandarísku veruleikasjónvarpsseríunni Survivor er stödd hér á landi. Gomes ætlar að hitta rúmlega 30 íslenska aðdáendur þáttanna og horfa á einn þátt með þeim. „Getum við boðið Björk?“ sagði Gomes á Facebook og tengdi broskall við. Gomes keppti tvisvar í Survivor, sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sögunnar, ef ekki sá vinsælasti. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2000 en síðan þá hafa verið framleiddar 34 þáttaraðir og yfir 500 þættir verið gerðir. Jeff Probst hefur ávallt haldið um stjórntaumana en hann er einnig framleiðandi. Á hátindi raunveruleikaþáttaraða var Survivor sá stærsti og sá sem aðrir miðuðu sig við.Keppendur í Kambódíu gæða sér á góðmeti. Joe Anglim, Abi-Maria Gomes, Ciera Eastin, Tasha Fox og Spencer Bledsoe.NordicPhotos/GettyÍslenski hópurinn ætlar að hittast á Marina hótelinu og horfa á þáttinn og hafa um 30 manns boðað komu sína. Forsvarsmenn hópsins vildu lítið tjá sig um kvöldið og óttuðust að salurinn sem þátturinn verður sýndur í væri of lítill enda ekki á hverjum degi sem þátttakandi horfir á með þeim. Survivor-aðdáendur hér á landi halda úti virkri Facebook-síðu þar sem umræðurnar geta verið mjög líflegar um þáttinn og þátttakendur. Gomes flaug hingað til lands frá Los Angeles á miðvikudag og samkvæmt samfélagsmiðlum hefur hún meðal annars skoðað sig um á Gullna hringnum og stoppað í leynilauginni á Flúðum. Þá lét hún fylgjendur sína vita af því að hálka væri á vegum landsins og því keyrði hún mjög hægt um þjóðvegina enda aðstæður sem hún þekkir ekki vel. Gomes sló í gegn fyrst sem þátttakandi í Survivor-þáttunum sem teknir voru upp á Filippseyjum þar sem hún varð fljótt umdeild og urðu skapsveiflur hennar frægar. Ættbálkur hennar, Tandang, kaus hana burt eftir 36 daga þegar aðeins fimm keppendur voru eftir. Henni var aftur boðin þátttaka í þáttaröð Survivor sem var tekin upp í Kambódíu þar sem hún sló aftur í gegn meðal áhorfenda. Hún var þó kosin burt eftir 35 daga. Eftir Survivor-frægðina gerðist hún frumkvöðull og bjó til drykkinn XI Açai sem hún lýsti sem hátíð í flösku og vann drykkurinn gullverðlaun sem besti nýi drykkurinn á hátíð í Los Angeles. Hún var kosin umdeildasti keppandinn á verðlaunahátíð raunveruleikasjónvarps árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kvennskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning