Survivor-stjarna hittir 30 íslenska aðdáendur Benedikt Bóas skrifar 16. mars 2017 07:00 Jeff Probst tilkynnir Gomes að ættbálkur hennar sendi hana heim frá Filippseyjum. NordicPhotos/Getty Abi-Maria Gomes, einn eftirminnilegasti keppandi úr bandarísku veruleikasjónvarpsseríunni Survivor er stödd hér á landi. Gomes ætlar að hitta rúmlega 30 íslenska aðdáendur þáttanna og horfa á einn þátt með þeim. „Getum við boðið Björk?“ sagði Gomes á Facebook og tengdi broskall við. Gomes keppti tvisvar í Survivor, sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sögunnar, ef ekki sá vinsælasti. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2000 en síðan þá hafa verið framleiddar 34 þáttaraðir og yfir 500 þættir verið gerðir. Jeff Probst hefur ávallt haldið um stjórntaumana en hann er einnig framleiðandi. Á hátindi raunveruleikaþáttaraða var Survivor sá stærsti og sá sem aðrir miðuðu sig við.Keppendur í Kambódíu gæða sér á góðmeti. Joe Anglim, Abi-Maria Gomes, Ciera Eastin, Tasha Fox og Spencer Bledsoe.NordicPhotos/GettyÍslenski hópurinn ætlar að hittast á Marina hótelinu og horfa á þáttinn og hafa um 30 manns boðað komu sína. Forsvarsmenn hópsins vildu lítið tjá sig um kvöldið og óttuðust að salurinn sem þátturinn verður sýndur í væri of lítill enda ekki á hverjum degi sem þátttakandi horfir á með þeim. Survivor-aðdáendur hér á landi halda úti virkri Facebook-síðu þar sem umræðurnar geta verið mjög líflegar um þáttinn og þátttakendur. Gomes flaug hingað til lands frá Los Angeles á miðvikudag og samkvæmt samfélagsmiðlum hefur hún meðal annars skoðað sig um á Gullna hringnum og stoppað í leynilauginni á Flúðum. Þá lét hún fylgjendur sína vita af því að hálka væri á vegum landsins og því keyrði hún mjög hægt um þjóðvegina enda aðstæður sem hún þekkir ekki vel. Gomes sló í gegn fyrst sem þátttakandi í Survivor-þáttunum sem teknir voru upp á Filippseyjum þar sem hún varð fljótt umdeild og urðu skapsveiflur hennar frægar. Ættbálkur hennar, Tandang, kaus hana burt eftir 36 daga þegar aðeins fimm keppendur voru eftir. Henni var aftur boðin þátttaka í þáttaröð Survivor sem var tekin upp í Kambódíu þar sem hún sló aftur í gegn meðal áhorfenda. Hún var þó kosin burt eftir 35 daga. Eftir Survivor-frægðina gerðist hún frumkvöðull og bjó til drykkinn XI Açai sem hún lýsti sem hátíð í flösku og vann drykkurinn gullverðlaun sem besti nýi drykkurinn á hátíð í Los Angeles. Hún var kosin umdeildasti keppandinn á verðlaunahátíð raunveruleikasjónvarps árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Abi-Maria Gomes, einn eftirminnilegasti keppandi úr bandarísku veruleikasjónvarpsseríunni Survivor er stödd hér á landi. Gomes ætlar að hitta rúmlega 30 íslenska aðdáendur þáttanna og horfa á einn þátt með þeim. „Getum við boðið Björk?“ sagði Gomes á Facebook og tengdi broskall við. Gomes keppti tvisvar í Survivor, sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sögunnar, ef ekki sá vinsælasti. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2000 en síðan þá hafa verið framleiddar 34 þáttaraðir og yfir 500 þættir verið gerðir. Jeff Probst hefur ávallt haldið um stjórntaumana en hann er einnig framleiðandi. Á hátindi raunveruleikaþáttaraða var Survivor sá stærsti og sá sem aðrir miðuðu sig við.Keppendur í Kambódíu gæða sér á góðmeti. Joe Anglim, Abi-Maria Gomes, Ciera Eastin, Tasha Fox og Spencer Bledsoe.NordicPhotos/GettyÍslenski hópurinn ætlar að hittast á Marina hótelinu og horfa á þáttinn og hafa um 30 manns boðað komu sína. Forsvarsmenn hópsins vildu lítið tjá sig um kvöldið og óttuðust að salurinn sem þátturinn verður sýndur í væri of lítill enda ekki á hverjum degi sem þátttakandi horfir á með þeim. Survivor-aðdáendur hér á landi halda úti virkri Facebook-síðu þar sem umræðurnar geta verið mjög líflegar um þáttinn og þátttakendur. Gomes flaug hingað til lands frá Los Angeles á miðvikudag og samkvæmt samfélagsmiðlum hefur hún meðal annars skoðað sig um á Gullna hringnum og stoppað í leynilauginni á Flúðum. Þá lét hún fylgjendur sína vita af því að hálka væri á vegum landsins og því keyrði hún mjög hægt um þjóðvegina enda aðstæður sem hún þekkir ekki vel. Gomes sló í gegn fyrst sem þátttakandi í Survivor-þáttunum sem teknir voru upp á Filippseyjum þar sem hún varð fljótt umdeild og urðu skapsveiflur hennar frægar. Ættbálkur hennar, Tandang, kaus hana burt eftir 36 daga þegar aðeins fimm keppendur voru eftir. Henni var aftur boðin þátttaka í þáttaröð Survivor sem var tekin upp í Kambódíu þar sem hún sló aftur í gegn meðal áhorfenda. Hún var þó kosin burt eftir 35 daga. Eftir Survivor-frægðina gerðist hún frumkvöðull og bjó til drykkinn XI Açai sem hún lýsti sem hátíð í flösku og vann drykkurinn gullverðlaun sem besti nýi drykkurinn á hátíð í Los Angeles. Hún var kosin umdeildasti keppandinn á verðlaunahátíð raunveruleikasjónvarps árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira