Fékk krabbamein í háls eftir reykingar Elín Albertsdóttir skrifar 9. mars 2017 11:00 Ólafur Vilhjálmsson hefur náð sér eftir að hann fékk krabbamein í háls árið 2006. Hann er þakklátur læknunum og finnst frábært að geta verið í fullri vinnu. MYND/ANTON BRINK Ólafur Vilhjálmsson rafvirki segist þakka fyrir að vera á lífi í dag. Hann greindist með krabbamein í hálsi árið 2006. Ólafur vill kenna reykingum um sjúkdóminn en hann hafði reykt tvo pakka á dag frá unga aldri. Hann hvetur fólk til að drepa í rettunni eða byrja aldrei. Ólafur segir að það hafi verið mikið áfall að greinast með sjúkdóminn, ekki síst vegna þess að einn vinnufélagi hans hafði fengið krabbamein í háls og látist í kjölfarið. „Manni bregður mikið við svona fréttir. Ég fékk að heyra það í síma frá lækninum mínum að ég væri með krabbamein og þyrfti að koma í frekari meðferð,“ segir Ólafur. „Ég eiginlega brotnaði niður við þessar fréttir,“ segir hann. Hann leitaði til læknis eftir að hafa verið með óþægindi í hálsinum í að minnsta kosti sex mánuði. „Ég kíkti upp í mig og sá að ég var með einhvern hnút í hálsinum,“ segir hann. „Ég pantaði tíma hjá lækni og hann tók sýni. Síðan hringdi hann og tilkynnti mér að þetta væri krabbamein. Þetta var í ársbyrjun 2006 og ég fór strax í uppskurð og síðan í geislameðferð sem lauk í maí sama ár. Ég var frá vinnu í níu mánuði en hóf síðan störf að nýju. Að vísu fékk ég gigt upp úr krabbameininu en ég fór að finna til í liðum þegar ég var í meðferðinni,“ segir Ólafur. „Sömuleiðis greindist ég með sykursýki og þarf að sprauta mig daglega,“ bætir hann við. Þetta er ekki allt. Ólafur hefur bæði farið í hjartaþræðingu og upplifað blóðtappa í höfði frá því hann greindist með krabbameinið. Það hefur því gengið á ýmsu í lífi hans. Hann hafði alltaf verið hraustur áður. Ólafur var stórreykingamaður. Hann var fjórtán ára þegar hann byrjaði að reykja. Ég reykti alltaf mjög mikið. Árið 1977 hætti ég reykingum í átta ár en fór þá að fikta aftur, því miður. Ég reykti tvo pakka á dag allt þangað til ég greindist með krabbameinið. Þá hætti ég sem betur fer, annars væri ég líklega dauður. Það eina góða við að greinast var að ég hætti að reykja,“ segir Ólafur. „Þeir tóku bæði æxlið og eitla í kringum það. Ég á þessum læknum mikið að þakka, bæði Þórarni Sveinssyni krabbameinslækni og Hannesi Hjartarsyni skurðlækni. Ég á þeim líf mitt að launa og er þeim þakklátur. Að vísu er ég með hálf ónýta munnvatnskirtla síðan og sömuleiðis hefur bragðskynið breyst. En ég er á fótunum og get unnið og það er fyrir öllu,“ segir Ólafur bjartsýnn. Starfsþrekið er þó ekki það sama og áður. „Ég fer tvisvar á ári í lækniseftirlit til öryggis. Það er stór skellur að veikjast og erfið lífsreynsla. Mér finnst erfitt að sjá á eftir vinum mínum sem hafa farið úr þessum sjúkdómi. Svo bið ég fólk að hætta reykingum, þær eru stórhættulegar, helst að byrja aldrei,“ segir Ólafur. Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Ólafur Vilhjálmsson rafvirki segist þakka fyrir að vera á lífi í dag. Hann greindist með krabbamein í hálsi árið 2006. Ólafur vill kenna reykingum um sjúkdóminn en hann hafði reykt tvo pakka á dag frá unga aldri. Hann hvetur fólk til að drepa í rettunni eða byrja aldrei. Ólafur segir að það hafi verið mikið áfall að greinast með sjúkdóminn, ekki síst vegna þess að einn vinnufélagi hans hafði fengið krabbamein í háls og látist í kjölfarið. „Manni bregður mikið við svona fréttir. Ég fékk að heyra það í síma frá lækninum mínum að ég væri með krabbamein og þyrfti að koma í frekari meðferð,“ segir Ólafur. „Ég eiginlega brotnaði niður við þessar fréttir,“ segir hann. Hann leitaði til læknis eftir að hafa verið með óþægindi í hálsinum í að minnsta kosti sex mánuði. „Ég kíkti upp í mig og sá að ég var með einhvern hnút í hálsinum,“ segir hann. „Ég pantaði tíma hjá lækni og hann tók sýni. Síðan hringdi hann og tilkynnti mér að þetta væri krabbamein. Þetta var í ársbyrjun 2006 og ég fór strax í uppskurð og síðan í geislameðferð sem lauk í maí sama ár. Ég var frá vinnu í níu mánuði en hóf síðan störf að nýju. Að vísu fékk ég gigt upp úr krabbameininu en ég fór að finna til í liðum þegar ég var í meðferðinni,“ segir Ólafur. „Sömuleiðis greindist ég með sykursýki og þarf að sprauta mig daglega,“ bætir hann við. Þetta er ekki allt. Ólafur hefur bæði farið í hjartaþræðingu og upplifað blóðtappa í höfði frá því hann greindist með krabbameinið. Það hefur því gengið á ýmsu í lífi hans. Hann hafði alltaf verið hraustur áður. Ólafur var stórreykingamaður. Hann var fjórtán ára þegar hann byrjaði að reykja. Ég reykti alltaf mjög mikið. Árið 1977 hætti ég reykingum í átta ár en fór þá að fikta aftur, því miður. Ég reykti tvo pakka á dag allt þangað til ég greindist með krabbameinið. Þá hætti ég sem betur fer, annars væri ég líklega dauður. Það eina góða við að greinast var að ég hætti að reykja,“ segir Ólafur. „Þeir tóku bæði æxlið og eitla í kringum það. Ég á þessum læknum mikið að þakka, bæði Þórarni Sveinssyni krabbameinslækni og Hannesi Hjartarsyni skurðlækni. Ég á þeim líf mitt að launa og er þeim þakklátur. Að vísu er ég með hálf ónýta munnvatnskirtla síðan og sömuleiðis hefur bragðskynið breyst. En ég er á fótunum og get unnið og það er fyrir öllu,“ segir Ólafur bjartsýnn. Starfsþrekið er þó ekki það sama og áður. „Ég fer tvisvar á ári í lækniseftirlit til öryggis. Það er stór skellur að veikjast og erfið lífsreynsla. Mér finnst erfitt að sjá á eftir vinum mínum sem hafa farið úr þessum sjúkdómi. Svo bið ég fólk að hætta reykingum, þær eru stórhættulegar, helst að byrja aldrei,“ segir Ólafur. Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira