Fékk krabbamein í háls eftir reykingar Elín Albertsdóttir skrifar 9. mars 2017 11:00 Ólafur Vilhjálmsson hefur náð sér eftir að hann fékk krabbamein í háls árið 2006. Hann er þakklátur læknunum og finnst frábært að geta verið í fullri vinnu. MYND/ANTON BRINK Ólafur Vilhjálmsson rafvirki segist þakka fyrir að vera á lífi í dag. Hann greindist með krabbamein í hálsi árið 2006. Ólafur vill kenna reykingum um sjúkdóminn en hann hafði reykt tvo pakka á dag frá unga aldri. Hann hvetur fólk til að drepa í rettunni eða byrja aldrei. Ólafur segir að það hafi verið mikið áfall að greinast með sjúkdóminn, ekki síst vegna þess að einn vinnufélagi hans hafði fengið krabbamein í háls og látist í kjölfarið. „Manni bregður mikið við svona fréttir. Ég fékk að heyra það í síma frá lækninum mínum að ég væri með krabbamein og þyrfti að koma í frekari meðferð,“ segir Ólafur. „Ég eiginlega brotnaði niður við þessar fréttir,“ segir hann. Hann leitaði til læknis eftir að hafa verið með óþægindi í hálsinum í að minnsta kosti sex mánuði. „Ég kíkti upp í mig og sá að ég var með einhvern hnút í hálsinum,“ segir hann. „Ég pantaði tíma hjá lækni og hann tók sýni. Síðan hringdi hann og tilkynnti mér að þetta væri krabbamein. Þetta var í ársbyrjun 2006 og ég fór strax í uppskurð og síðan í geislameðferð sem lauk í maí sama ár. Ég var frá vinnu í níu mánuði en hóf síðan störf að nýju. Að vísu fékk ég gigt upp úr krabbameininu en ég fór að finna til í liðum þegar ég var í meðferðinni,“ segir Ólafur. „Sömuleiðis greindist ég með sykursýki og þarf að sprauta mig daglega,“ bætir hann við. Þetta er ekki allt. Ólafur hefur bæði farið í hjartaþræðingu og upplifað blóðtappa í höfði frá því hann greindist með krabbameinið. Það hefur því gengið á ýmsu í lífi hans. Hann hafði alltaf verið hraustur áður. Ólafur var stórreykingamaður. Hann var fjórtán ára þegar hann byrjaði að reykja. Ég reykti alltaf mjög mikið. Árið 1977 hætti ég reykingum í átta ár en fór þá að fikta aftur, því miður. Ég reykti tvo pakka á dag allt þangað til ég greindist með krabbameinið. Þá hætti ég sem betur fer, annars væri ég líklega dauður. Það eina góða við að greinast var að ég hætti að reykja,“ segir Ólafur. „Þeir tóku bæði æxlið og eitla í kringum það. Ég á þessum læknum mikið að þakka, bæði Þórarni Sveinssyni krabbameinslækni og Hannesi Hjartarsyni skurðlækni. Ég á þeim líf mitt að launa og er þeim þakklátur. Að vísu er ég með hálf ónýta munnvatnskirtla síðan og sömuleiðis hefur bragðskynið breyst. En ég er á fótunum og get unnið og það er fyrir öllu,“ segir Ólafur bjartsýnn. Starfsþrekið er þó ekki það sama og áður. „Ég fer tvisvar á ári í lækniseftirlit til öryggis. Það er stór skellur að veikjast og erfið lífsreynsla. Mér finnst erfitt að sjá á eftir vinum mínum sem hafa farið úr þessum sjúkdómi. Svo bið ég fólk að hætta reykingum, þær eru stórhættulegar, helst að byrja aldrei,“ segir Ólafur. Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ólafur Vilhjálmsson rafvirki segist þakka fyrir að vera á lífi í dag. Hann greindist með krabbamein í hálsi árið 2006. Ólafur vill kenna reykingum um sjúkdóminn en hann hafði reykt tvo pakka á dag frá unga aldri. Hann hvetur fólk til að drepa í rettunni eða byrja aldrei. Ólafur segir að það hafi verið mikið áfall að greinast með sjúkdóminn, ekki síst vegna þess að einn vinnufélagi hans hafði fengið krabbamein í háls og látist í kjölfarið. „Manni bregður mikið við svona fréttir. Ég fékk að heyra það í síma frá lækninum mínum að ég væri með krabbamein og þyrfti að koma í frekari meðferð,“ segir Ólafur. „Ég eiginlega brotnaði niður við þessar fréttir,“ segir hann. Hann leitaði til læknis eftir að hafa verið með óþægindi í hálsinum í að minnsta kosti sex mánuði. „Ég kíkti upp í mig og sá að ég var með einhvern hnút í hálsinum,“ segir hann. „Ég pantaði tíma hjá lækni og hann tók sýni. Síðan hringdi hann og tilkynnti mér að þetta væri krabbamein. Þetta var í ársbyrjun 2006 og ég fór strax í uppskurð og síðan í geislameðferð sem lauk í maí sama ár. Ég var frá vinnu í níu mánuði en hóf síðan störf að nýju. Að vísu fékk ég gigt upp úr krabbameininu en ég fór að finna til í liðum þegar ég var í meðferðinni,“ segir Ólafur. „Sömuleiðis greindist ég með sykursýki og þarf að sprauta mig daglega,“ bætir hann við. Þetta er ekki allt. Ólafur hefur bæði farið í hjartaþræðingu og upplifað blóðtappa í höfði frá því hann greindist með krabbameinið. Það hefur því gengið á ýmsu í lífi hans. Hann hafði alltaf verið hraustur áður. Ólafur var stórreykingamaður. Hann var fjórtán ára þegar hann byrjaði að reykja. Ég reykti alltaf mjög mikið. Árið 1977 hætti ég reykingum í átta ár en fór þá að fikta aftur, því miður. Ég reykti tvo pakka á dag allt þangað til ég greindist með krabbameinið. Þá hætti ég sem betur fer, annars væri ég líklega dauður. Það eina góða við að greinast var að ég hætti að reykja,“ segir Ólafur. „Þeir tóku bæði æxlið og eitla í kringum það. Ég á þessum læknum mikið að þakka, bæði Þórarni Sveinssyni krabbameinslækni og Hannesi Hjartarsyni skurðlækni. Ég á þeim líf mitt að launa og er þeim þakklátur. Að vísu er ég með hálf ónýta munnvatnskirtla síðan og sömuleiðis hefur bragðskynið breyst. En ég er á fótunum og get unnið og það er fyrir öllu,“ segir Ólafur bjartsýnn. Starfsþrekið er þó ekki það sama og áður. „Ég fer tvisvar á ári í lækniseftirlit til öryggis. Það er stór skellur að veikjast og erfið lífsreynsla. Mér finnst erfitt að sjá á eftir vinum mínum sem hafa farið úr þessum sjúkdómi. Svo bið ég fólk að hætta reykingum, þær eru stórhættulegar, helst að byrja aldrei,“ segir Ólafur. Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira