Fékk krabbamein í háls eftir reykingar Elín Albertsdóttir skrifar 9. mars 2017 11:00 Ólafur Vilhjálmsson hefur náð sér eftir að hann fékk krabbamein í háls árið 2006. Hann er þakklátur læknunum og finnst frábært að geta verið í fullri vinnu. MYND/ANTON BRINK Ólafur Vilhjálmsson rafvirki segist þakka fyrir að vera á lífi í dag. Hann greindist með krabbamein í hálsi árið 2006. Ólafur vill kenna reykingum um sjúkdóminn en hann hafði reykt tvo pakka á dag frá unga aldri. Hann hvetur fólk til að drepa í rettunni eða byrja aldrei. Ólafur segir að það hafi verið mikið áfall að greinast með sjúkdóminn, ekki síst vegna þess að einn vinnufélagi hans hafði fengið krabbamein í háls og látist í kjölfarið. „Manni bregður mikið við svona fréttir. Ég fékk að heyra það í síma frá lækninum mínum að ég væri með krabbamein og þyrfti að koma í frekari meðferð,“ segir Ólafur. „Ég eiginlega brotnaði niður við þessar fréttir,“ segir hann. Hann leitaði til læknis eftir að hafa verið með óþægindi í hálsinum í að minnsta kosti sex mánuði. „Ég kíkti upp í mig og sá að ég var með einhvern hnút í hálsinum,“ segir hann. „Ég pantaði tíma hjá lækni og hann tók sýni. Síðan hringdi hann og tilkynnti mér að þetta væri krabbamein. Þetta var í ársbyrjun 2006 og ég fór strax í uppskurð og síðan í geislameðferð sem lauk í maí sama ár. Ég var frá vinnu í níu mánuði en hóf síðan störf að nýju. Að vísu fékk ég gigt upp úr krabbameininu en ég fór að finna til í liðum þegar ég var í meðferðinni,“ segir Ólafur. „Sömuleiðis greindist ég með sykursýki og þarf að sprauta mig daglega,“ bætir hann við. Þetta er ekki allt. Ólafur hefur bæði farið í hjartaþræðingu og upplifað blóðtappa í höfði frá því hann greindist með krabbameinið. Það hefur því gengið á ýmsu í lífi hans. Hann hafði alltaf verið hraustur áður. Ólafur var stórreykingamaður. Hann var fjórtán ára þegar hann byrjaði að reykja. Ég reykti alltaf mjög mikið. Árið 1977 hætti ég reykingum í átta ár en fór þá að fikta aftur, því miður. Ég reykti tvo pakka á dag allt þangað til ég greindist með krabbameinið. Þá hætti ég sem betur fer, annars væri ég líklega dauður. Það eina góða við að greinast var að ég hætti að reykja,“ segir Ólafur. „Þeir tóku bæði æxlið og eitla í kringum það. Ég á þessum læknum mikið að þakka, bæði Þórarni Sveinssyni krabbameinslækni og Hannesi Hjartarsyni skurðlækni. Ég á þeim líf mitt að launa og er þeim þakklátur. Að vísu er ég með hálf ónýta munnvatnskirtla síðan og sömuleiðis hefur bragðskynið breyst. En ég er á fótunum og get unnið og það er fyrir öllu,“ segir Ólafur bjartsýnn. Starfsþrekið er þó ekki það sama og áður. „Ég fer tvisvar á ári í lækniseftirlit til öryggis. Það er stór skellur að veikjast og erfið lífsreynsla. Mér finnst erfitt að sjá á eftir vinum mínum sem hafa farið úr þessum sjúkdómi. Svo bið ég fólk að hætta reykingum, þær eru stórhættulegar, helst að byrja aldrei,“ segir Ólafur. Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið. Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Ólafur Vilhjálmsson rafvirki segist þakka fyrir að vera á lífi í dag. Hann greindist með krabbamein í hálsi árið 2006. Ólafur vill kenna reykingum um sjúkdóminn en hann hafði reykt tvo pakka á dag frá unga aldri. Hann hvetur fólk til að drepa í rettunni eða byrja aldrei. Ólafur segir að það hafi verið mikið áfall að greinast með sjúkdóminn, ekki síst vegna þess að einn vinnufélagi hans hafði fengið krabbamein í háls og látist í kjölfarið. „Manni bregður mikið við svona fréttir. Ég fékk að heyra það í síma frá lækninum mínum að ég væri með krabbamein og þyrfti að koma í frekari meðferð,“ segir Ólafur. „Ég eiginlega brotnaði niður við þessar fréttir,“ segir hann. Hann leitaði til læknis eftir að hafa verið með óþægindi í hálsinum í að minnsta kosti sex mánuði. „Ég kíkti upp í mig og sá að ég var með einhvern hnút í hálsinum,“ segir hann. „Ég pantaði tíma hjá lækni og hann tók sýni. Síðan hringdi hann og tilkynnti mér að þetta væri krabbamein. Þetta var í ársbyrjun 2006 og ég fór strax í uppskurð og síðan í geislameðferð sem lauk í maí sama ár. Ég var frá vinnu í níu mánuði en hóf síðan störf að nýju. Að vísu fékk ég gigt upp úr krabbameininu en ég fór að finna til í liðum þegar ég var í meðferðinni,“ segir Ólafur. „Sömuleiðis greindist ég með sykursýki og þarf að sprauta mig daglega,“ bætir hann við. Þetta er ekki allt. Ólafur hefur bæði farið í hjartaþræðingu og upplifað blóðtappa í höfði frá því hann greindist með krabbameinið. Það hefur því gengið á ýmsu í lífi hans. Hann hafði alltaf verið hraustur áður. Ólafur var stórreykingamaður. Hann var fjórtán ára þegar hann byrjaði að reykja. Ég reykti alltaf mjög mikið. Árið 1977 hætti ég reykingum í átta ár en fór þá að fikta aftur, því miður. Ég reykti tvo pakka á dag allt þangað til ég greindist með krabbameinið. Þá hætti ég sem betur fer, annars væri ég líklega dauður. Það eina góða við að greinast var að ég hætti að reykja,“ segir Ólafur. „Þeir tóku bæði æxlið og eitla í kringum það. Ég á þessum læknum mikið að þakka, bæði Þórarni Sveinssyni krabbameinslækni og Hannesi Hjartarsyni skurðlækni. Ég á þeim líf mitt að launa og er þeim þakklátur. Að vísu er ég með hálf ónýta munnvatnskirtla síðan og sömuleiðis hefur bragðskynið breyst. En ég er á fótunum og get unnið og það er fyrir öllu,“ segir Ólafur bjartsýnn. Starfsþrekið er þó ekki það sama og áður. „Ég fer tvisvar á ári í lækniseftirlit til öryggis. Það er stór skellur að veikjast og erfið lífsreynsla. Mér finnst erfitt að sjá á eftir vinum mínum sem hafa farið úr þessum sjúkdómi. Svo bið ég fólk að hætta reykingum, þær eru stórhættulegar, helst að byrja aldrei,“ segir Ólafur. Viðtalið birtist fyrst í fylgiriti Fréttablaðsins um Mottumars, sem unnið var í samstarfi við Krabbameinsfélagið.
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning