Augljóst að heiðursverðlaunin yrðu nefnd eftir Dorrit Moussaieff Guðný Hrönn skrifar 9. mars 2017 08:30 Kolfinna Von Arnardóttir segir íslenska hönnuði eiga Dorrit Moussaieff mikið að þakka. Vísir/Vilhelm Ný heiðursverðlaun RFF verða afhent á hátíðinni í ár og hafa þau verið nefnd eftir Dorrit Moussaieff. Ekki kom til greina að nefna verðlaunin eftir einhverjum öðrum en Dorrit að sögn Kolfinnu Vonar Arnardóttur, framkvæmdastjóra Reykjavík Fashion Festival. Við erum að blása nýju lífi í RFF með þessum heiðursverðlaunum,“ segir Kolfinna Von um ný heiðursverðlaun hátíðarinnar sem nefnd hafa verið eftir fyrrverandi forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff. „Okkur fannst mikilvægt að bæta einhverju við hátíðina, einhverju sem heiðrar afrek í íslenskri tísku. Og þess vegna bættum við þessum verðlaunagrip við,“ útskýrir Kolfinna. „Planið er að heiðra þær manneskjur sem hafa hvað mest sett mark sitt á íslenska tísku.“ Kolfinna segir íslenska fatahönnuði standa í mikilli þakkarskuld við Dorrit enda hefur hún kynnt íslenska hönnun af fullum krafti í gegnum tíðina. „Við vildum vísa í Dorrit með gripnum því okkur finnst hún hafa verið einn sterkasti fulltrúi og tengiliður Íslands við umheiminn í tískulega samhengi. Hún hefur sýnt íslenskum hönnuðum alveg rosalega mikinn áhuga og fyrir það viljum við þakka henni. Það var þess vegna sem við ákváðum að nefna verðlaunin eftir henni.“ Kolfinna segir ekki hafa komið til greina að nefna verðlaunin eftir einhverjum öðrum en Dorrit. „Nei, það var bara Dorrit, númer eitt, tvö og sautján,“ segir Kolfinna og hlær. Að sögn Kolfinnu voru verðlaunin og heildarhugmyndin í kringum þau unnin í nánu samstarfi við Dorrit. „Hún fékk að fylgjast með ferlinu og það var hún sem valdi hönnuð úr nokkrum tillögum til að smíða verðlaunagripinn. Og hún valdi Jóa og við vorum mjög glöð með það,“ segir Kolfinna. Þess má geta að verðlaunagripinn hannaði gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Jóhannes Ottósson. „Jói hjá NOX, sem er formlegur bakhjarl hátíðarinnar í ár, bjó til gripinn sem er með skemmtilega vísun í Ísland." Kolfinna segir Dorrit vera hæstánægða með að verðlaunin séu nefnd eftir sér. „Já, hún sér þetta sem jákvæðan hlut, að fá að vera partur af þessu.“Tom Florio er í þungavigt í tískubransanum og hann hefur sýnf RFF áhuga.NORDICPHOTOS/AFPFyrstu heiðursverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í opnunarhófi RFF 23. mars. „Svo munum við veita þessi verðlaun annað hvert ár en ekki árlega. Við viljum nefnilega að þessi verðlaun séu alveg algjörlega einstök. Það tekur tíma að vinna verðlaunagripinn og það tekur tíma að meta hverjir eiga að hljóta hann.“ Kolfinna segir undirbúning hátíðarinnar í ár hafa gengið eins og í sögu og margt fólk úr tískubransanum hefur sýnt hátíðinni áhuga. „Fólk kemur úr öllum áttum og hefur aðstoðað okkur. Við fengum meira að segja heimsókn frá Tom Florio, sem starfaði lengi hjá Vogue. Hann mætti bara upp á skrifstofu RFF, hann vildi bara heyra hvernig við erum að byggja þetta upp því honum finnst þetta áhugavert. Hann er stór í bransanum og það er rosalega dýrmætt að hann sýni hátíðinni áhuga. Að svona maður skuli koma niður í Skútuvog til okkar er rosalega skemmtilegt,“ segir Kolfinna og hlær. „Hann veitti okkur mikilvæga ráðgjöf líka.“ Hátíðin hefur verið haldin á hverju árið síðan árið 2009, að undanskildu árinu 2016 þegar eigendaskipti urðu á henni. „Það eru ekki mörg af tækifæri fyrir íslenska fatahönnuði til að koma sér á framfæri á alþjóðlegum markaði þannig að við fundum fyrir miklum meðbyr þegar við fórum aftur af stað með hátíðina. Við erum rosalega sátt við hvað fólk hefur hjálpað okkur við að framkvæma hlutina,“ segir Kolfinna. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Ný heiðursverðlaun RFF verða afhent á hátíðinni í ár og hafa þau verið nefnd eftir Dorrit Moussaieff. Ekki kom til greina að nefna verðlaunin eftir einhverjum öðrum en Dorrit að sögn Kolfinnu Vonar Arnardóttur, framkvæmdastjóra Reykjavík Fashion Festival. Við erum að blása nýju lífi í RFF með þessum heiðursverðlaunum,“ segir Kolfinna Von um ný heiðursverðlaun hátíðarinnar sem nefnd hafa verið eftir fyrrverandi forsetafrú Íslands, Dorrit Moussaieff. „Okkur fannst mikilvægt að bæta einhverju við hátíðina, einhverju sem heiðrar afrek í íslenskri tísku. Og þess vegna bættum við þessum verðlaunagrip við,“ útskýrir Kolfinna. „Planið er að heiðra þær manneskjur sem hafa hvað mest sett mark sitt á íslenska tísku.“ Kolfinna segir íslenska fatahönnuði standa í mikilli þakkarskuld við Dorrit enda hefur hún kynnt íslenska hönnun af fullum krafti í gegnum tíðina. „Við vildum vísa í Dorrit með gripnum því okkur finnst hún hafa verið einn sterkasti fulltrúi og tengiliður Íslands við umheiminn í tískulega samhengi. Hún hefur sýnt íslenskum hönnuðum alveg rosalega mikinn áhuga og fyrir það viljum við þakka henni. Það var þess vegna sem við ákváðum að nefna verðlaunin eftir henni.“ Kolfinna segir ekki hafa komið til greina að nefna verðlaunin eftir einhverjum öðrum en Dorrit. „Nei, það var bara Dorrit, númer eitt, tvö og sautján,“ segir Kolfinna og hlær. Að sögn Kolfinnu voru verðlaunin og heildarhugmyndin í kringum þau unnin í nánu samstarfi við Dorrit. „Hún fékk að fylgjast með ferlinu og það var hún sem valdi hönnuð úr nokkrum tillögum til að smíða verðlaunagripinn. Og hún valdi Jóa og við vorum mjög glöð með það,“ segir Kolfinna. Þess má geta að verðlaunagripinn hannaði gullsmiðurinn og skartgripahönnuðurinn Jóhannes Ottósson. „Jói hjá NOX, sem er formlegur bakhjarl hátíðarinnar í ár, bjó til gripinn sem er með skemmtilega vísun í Ísland." Kolfinna segir Dorrit vera hæstánægða með að verðlaunin séu nefnd eftir sér. „Já, hún sér þetta sem jákvæðan hlut, að fá að vera partur af þessu.“Tom Florio er í þungavigt í tískubransanum og hann hefur sýnf RFF áhuga.NORDICPHOTOS/AFPFyrstu heiðursverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í opnunarhófi RFF 23. mars. „Svo munum við veita þessi verðlaun annað hvert ár en ekki árlega. Við viljum nefnilega að þessi verðlaun séu alveg algjörlega einstök. Það tekur tíma að vinna verðlaunagripinn og það tekur tíma að meta hverjir eiga að hljóta hann.“ Kolfinna segir undirbúning hátíðarinnar í ár hafa gengið eins og í sögu og margt fólk úr tískubransanum hefur sýnt hátíðinni áhuga. „Fólk kemur úr öllum áttum og hefur aðstoðað okkur. Við fengum meira að segja heimsókn frá Tom Florio, sem starfaði lengi hjá Vogue. Hann mætti bara upp á skrifstofu RFF, hann vildi bara heyra hvernig við erum að byggja þetta upp því honum finnst þetta áhugavert. Hann er stór í bransanum og það er rosalega dýrmætt að hann sýni hátíðinni áhuga. Að svona maður skuli koma niður í Skútuvog til okkar er rosalega skemmtilegt,“ segir Kolfinna og hlær. „Hann veitti okkur mikilvæga ráðgjöf líka.“ Hátíðin hefur verið haldin á hverju árið síðan árið 2009, að undanskildu árinu 2016 þegar eigendaskipti urðu á henni. „Það eru ekki mörg af tækifæri fyrir íslenska fatahönnuði til að koma sér á framfæri á alþjóðlegum markaði þannig að við fundum fyrir miklum meðbyr þegar við fórum aftur af stað með hátíðina. Við erum rosalega sátt við hvað fólk hefur hjálpað okkur við að framkvæma hlutina,“ segir Kolfinna.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira