Skertur opnunartími auki hættuna á fleiri sjálfsvígum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Bráðamóttaka geðsviðs LSH er ekki opin á kvöldin heldur er þjónustan veitt í Fossvogi. vísir/eyþór Geðlæknirinn Grétar Sigurbergsson segir það mjög annarlegt að bráðamóttakan á geðsviði Landspítala skuli ekki vera opin allan sólarhringinn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru geðdeildirnar með opna bráðaþjónustu frá 12 til 19 á virkum dögum og 12 til 17 um helgar. „Þetta gerðum við eftir að við höfðum skoðað hvenær flestar komur eru og við sáum að 90-95 prósent af þunganum eru á þessum tíma,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, í blaðinu. Utan þess opnunartíma geti fólk leitað á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Það er náttúrlega bara slysadeildin. Ég hef nú aldeilis reynslu af því. Þetta er fleiri klukkutíma bið á biðstofu,“ segir Grétar. Hann hefur áhyggjur af því að þessi skerti opnunartími verði til þess að fólk sé veikara þegar það kemur og sjálfsvígshætta aukist. „Þetta er nú eiginlega bara hálfglæpsamlegt gagnvart fólki,“ segir hann.Grétar Sigurbergsson geðlæknirMaría bendir hins vegar á að vanur starfsmaður, sérfræðingur eða mjög reyndur hjúkrunarfræðingur, meti bráðleikann þegar sjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi. Ef viðkomandi segist vera í sjálfsvígshugleiðingum þá fái hann strax forgang. „En það er alveg rétt að biðin getur verið löng og best væri ef hún væri engin. Þar skiptir máli að við þurfum að vera duglegri við að leiðbeina fólki sem þarf aðstoð þannig að það leiti til bráðamóttökunnar þegar það á við og leiti til heilsugæslunnar eða annað þegar það á við,“ segir María. Þannig að það komi ekki upp sú staða að fólk sé að leita á bráðamóttökuna þegar það þarf að endurnýja lyfseðil eða annað, heldur leiti þá á heilsugæsluna. Grétar segir að bráðaþjónusta allan sólarhringinn hafi hafist á geðdeild Borgarspítalans árið 1984 og þá hafi verið sérfræðingur í geðlækningum á vakt allan sólarhringinn á geðdeildinni. „Þetta gekk mjög vel og svo tók Landspítalinn þetta upp því að þeim fannst náttúrlega óhugsandi að vera að vísa sjúklingum til okkar. Þannig að þeir neyddust til að setja upp bráðaþjónustu og hún var ágæt hjá þeim. Þetta var mjög góður kafli í íslenskri geðlækningasögu, þegar þessi sjálfsagða þjónusta var á báðum stöðum,“ segir hann. Eftir að Landspítali á Hringbraut og Borgarspítalinn voru sameinaðir hafi farið að fjara undan, enda engin samkeppni verið. Hann telur að þjónusta við geðsjúka hafi snarversnað eftir sameiningu spítalanna. „Mjög mikið, það bara gerðist strax. Það er algjört virðingarleysi fyrir geðsjúkum. Þeir fá alltaf annars flokks þjónustu. Og að bjóða upp á það að fólk í sjálfsmorðshugleiðingum fái ekki þjónustu er alveg óhugsandi,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Geðlæknirinn Grétar Sigurbergsson segir það mjög annarlegt að bráðamóttakan á geðsviði Landspítala skuli ekki vera opin allan sólarhringinn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudaginn eru geðdeildirnar með opna bráðaþjónustu frá 12 til 19 á virkum dögum og 12 til 17 um helgar. „Þetta gerðum við eftir að við höfðum skoðað hvenær flestar komur eru og við sáum að 90-95 prósent af þunganum eru á þessum tíma,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, í blaðinu. Utan þess opnunartíma geti fólk leitað á bráðamóttökuna í Fossvogi. „Það er náttúrlega bara slysadeildin. Ég hef nú aldeilis reynslu af því. Þetta er fleiri klukkutíma bið á biðstofu,“ segir Grétar. Hann hefur áhyggjur af því að þessi skerti opnunartími verði til þess að fólk sé veikara þegar það kemur og sjálfsvígshætta aukist. „Þetta er nú eiginlega bara hálfglæpsamlegt gagnvart fólki,“ segir hann.Grétar Sigurbergsson geðlæknirMaría bendir hins vegar á að vanur starfsmaður, sérfræðingur eða mjög reyndur hjúkrunarfræðingur, meti bráðleikann þegar sjúklingur kemur á bráðamóttökuna í Fossvogi. Ef viðkomandi segist vera í sjálfsvígshugleiðingum þá fái hann strax forgang. „En það er alveg rétt að biðin getur verið löng og best væri ef hún væri engin. Þar skiptir máli að við þurfum að vera duglegri við að leiðbeina fólki sem þarf aðstoð þannig að það leiti til bráðamóttökunnar þegar það á við og leiti til heilsugæslunnar eða annað þegar það á við,“ segir María. Þannig að það komi ekki upp sú staða að fólk sé að leita á bráðamóttökuna þegar það þarf að endurnýja lyfseðil eða annað, heldur leiti þá á heilsugæsluna. Grétar segir að bráðaþjónusta allan sólarhringinn hafi hafist á geðdeild Borgarspítalans árið 1984 og þá hafi verið sérfræðingur í geðlækningum á vakt allan sólarhringinn á geðdeildinni. „Þetta gekk mjög vel og svo tók Landspítalinn þetta upp því að þeim fannst náttúrlega óhugsandi að vera að vísa sjúklingum til okkar. Þannig að þeir neyddust til að setja upp bráðaþjónustu og hún var ágæt hjá þeim. Þetta var mjög góður kafli í íslenskri geðlækningasögu, þegar þessi sjálfsagða þjónusta var á báðum stöðum,“ segir hann. Eftir að Landspítali á Hringbraut og Borgarspítalinn voru sameinaðir hafi farið að fjara undan, enda engin samkeppni verið. Hann telur að þjónusta við geðsjúka hafi snarversnað eftir sameiningu spítalanna. „Mjög mikið, það bara gerðist strax. Það er algjört virðingarleysi fyrir geðsjúkum. Þeir fá alltaf annars flokks þjónustu. Og að bjóða upp á það að fólk í sjálfsmorðshugleiðingum fái ekki þjónustu er alveg óhugsandi,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira