Vilja varanlega lausn á húsnæðisvanda Listaháskólans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 14:09 Húsnæði LHÍ á Sölvhólsgötu. Vísir/Anton Sex þingmenn Pírata og tveir þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli mennta- og menningarmálaráðherra að kveða á um framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands. Þannig vilja þau leysa til frambúðar þann húsnæðisvanda sem skólinn hefur búið við um langt skeið.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mikill kostnaður felist í því að hafa deildir skólans dreifðar og að algjör óvissa ríki um framtíð skólans meðan húsnæðisástand hans er eins og það er. „Miklar áhyggjur eru af myglusvepp í húsakynnum hans, en skólinn leigir bæði frá ríkinu og einkaaðilum og ver miklu fjármagni í aðstöðu sem hentar stofnuninni ekki. Tónlist er til dæmis kennd í húsi með lélegri kyndingu sem skortir hljóðeinangrun, leiklist er kennd án viðunandi leikrýmis, myndlistarkennslan er í gömlu sláturhúsi og svo mætti lengi telja.“ Þá vekur einnig athygli að lítið sem ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla í húsnæði skólans. Þrátt fyrir allt þetta borga nemendur Listaháskólans hærri skólagjöld en flestir aðrir háskólanemendur á Íslandi. „Við bætist að í mörgum byggingum er ekkert aðgengi fyrir fatlaða, aukinn kostnaður hlýst af því að dreifa starfseminni og plássleysi og óvissa veldur því að ekki er hægt að gera góðar langtímaáætlanir. Óvíst er hvort skólinn fái nægt fjármagn til að halda áfram að leigja húsnæði en miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði á sama tíma og skorið hefur verið niður hjá skólanum. Við bætist að nemendur greiða mun hærri skólagjöld en aðrir háskólanemendur á Íslandi þrátt fyrir gífurlegan mun á þeirri aðstöðu sem þeir þurfa að búa við.“ Nemendur skólans vöktu athygli á húsnæðisvanda skólans í síðustu viku með samfélagsmiðlaátakinu #LHÍmyglan og birtu fjölmargar myndir og myndbönd af ástandinu. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, nemi við leiklistardeild skólans, sagði til að mynda að hún og flest bekkjarsystkini sín hefðu fundið fyrir einkennum vegna myglusvepps í skólanum.Ég & flest bekkjarsystkini mín hafa fundið fyrir einhverskonar einkennum v. myglusvepps í skólanum. Þetta er hræðileg staðreynd. #LHÍmygla— Þórdís Björk (@tordisbjork) February 17, 2017 ég er að borga 490 þúsund á ári fyrir námið mitt - er til of mikils mælst að fá að vera í viðunandi umhverfi? #LHÍmygla pic.twitter.com/jBXZVUVNNj— Berglind Halla E (@berglindhallae) February 17, 2017 It aint safe on the block. #LHÍmygla pic.twitter.com/A8e6WU9LNb— Helgi Grímur (@HelgiDragon) February 17, 2017 #LHÍmygla er bara toppurinn á ísjakanum. Hér má sjá hvað bíður fólks í hjólastól sem langar að fara í háskólanám í tón- eða sviðslist pic.twitter.com/QX3XZdSx06— Friðrik Margrétar (@FridrikMG) February 17, 2017 Fyrir utan alla mygluna í skólanum þá er aðgengi skólans fyrir hreyfihamlaða nákvæmlega ekki neitt. Ekki allir geta sótt skólann #lhímygla— Fever Dream (@vigdisosk) February 17, 2017 Tíminn í morgun var í Hráa Sal. Sá salur er sagður einna tæpastur í LHÍ hvað varðar myglu. Status: Komin uppí rúm með mígreni #LHÍmygla— Sigurlaug Sara (@SigurlaugSara) February 17, 2017 Í þrjú ár á Sölvhólsgötu andandi myglusvepp, alltaf veik líkamlega & andlega, fór eina önn í starfsnám og varð aldrei veik. #LHÍmygla— Nína Hjálmarsdóttir (@ninahjalmars) February 17, 2017 Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Sex þingmenn Pírata og tveir þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi feli mennta- og menningarmálaráðherra að kveða á um framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands. Þannig vilja þau leysa til frambúðar þann húsnæðisvanda sem skólinn hefur búið við um langt skeið.Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að mikill kostnaður felist í því að hafa deildir skólans dreifðar og að algjör óvissa ríki um framtíð skólans meðan húsnæðisástand hans er eins og það er. „Miklar áhyggjur eru af myglusvepp í húsakynnum hans, en skólinn leigir bæði frá ríkinu og einkaaðilum og ver miklu fjármagni í aðstöðu sem hentar stofnuninni ekki. Tónlist er til dæmis kennd í húsi með lélegri kyndingu sem skortir hljóðeinangrun, leiklist er kennd án viðunandi leikrýmis, myndlistarkennslan er í gömlu sláturhúsi og svo mætti lengi telja.“ Þá vekur einnig athygli að lítið sem ekkert aðgengi er fyrir hjólastóla í húsnæði skólans. Þrátt fyrir allt þetta borga nemendur Listaháskólans hærri skólagjöld en flestir aðrir háskólanemendur á Íslandi. „Við bætist að í mörgum byggingum er ekkert aðgengi fyrir fatlaða, aukinn kostnaður hlýst af því að dreifa starfseminni og plássleysi og óvissa veldur því að ekki er hægt að gera góðar langtímaáætlanir. Óvíst er hvort skólinn fái nægt fjármagn til að halda áfram að leigja húsnæði en miklar hækkanir hafa verið á húsnæðismarkaði á sama tíma og skorið hefur verið niður hjá skólanum. Við bætist að nemendur greiða mun hærri skólagjöld en aðrir háskólanemendur á Íslandi þrátt fyrir gífurlegan mun á þeirri aðstöðu sem þeir þurfa að búa við.“ Nemendur skólans vöktu athygli á húsnæðisvanda skólans í síðustu viku með samfélagsmiðlaátakinu #LHÍmyglan og birtu fjölmargar myndir og myndbönd af ástandinu. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, nemi við leiklistardeild skólans, sagði til að mynda að hún og flest bekkjarsystkini sín hefðu fundið fyrir einkennum vegna myglusvepps í skólanum.Ég & flest bekkjarsystkini mín hafa fundið fyrir einhverskonar einkennum v. myglusvepps í skólanum. Þetta er hræðileg staðreynd. #LHÍmygla— Þórdís Björk (@tordisbjork) February 17, 2017 ég er að borga 490 þúsund á ári fyrir námið mitt - er til of mikils mælst að fá að vera í viðunandi umhverfi? #LHÍmygla pic.twitter.com/jBXZVUVNNj— Berglind Halla E (@berglindhallae) February 17, 2017 It aint safe on the block. #LHÍmygla pic.twitter.com/A8e6WU9LNb— Helgi Grímur (@HelgiDragon) February 17, 2017 #LHÍmygla er bara toppurinn á ísjakanum. Hér má sjá hvað bíður fólks í hjólastól sem langar að fara í háskólanám í tón- eða sviðslist pic.twitter.com/QX3XZdSx06— Friðrik Margrétar (@FridrikMG) February 17, 2017 Fyrir utan alla mygluna í skólanum þá er aðgengi skólans fyrir hreyfihamlaða nákvæmlega ekki neitt. Ekki allir geta sótt skólann #lhímygla— Fever Dream (@vigdisosk) February 17, 2017 Tíminn í morgun var í Hráa Sal. Sá salur er sagður einna tæpastur í LHÍ hvað varðar myglu. Status: Komin uppí rúm með mígreni #LHÍmygla— Sigurlaug Sara (@SigurlaugSara) February 17, 2017 Í þrjú ár á Sölvhólsgötu andandi myglusvepp, alltaf veik líkamlega & andlega, fór eina önn í starfsnám og varð aldrei veik. #LHÍmygla— Nína Hjálmarsdóttir (@ninahjalmars) February 17, 2017
Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00