GusGus orðin tveggja manna hljómsveit Guðný Hrönn skrifar 24. febrúar 2017 10:00 Daníel Ágúst og Birgir skipa GusGus núna. Vísir/Vilhelm Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í hljómsveitinni GusGus frá því að sveitin var stofnuð árið 1995. Núna eru meðlimirnir tveir, Birgir Þórarinsson og Daníel Ágúst Haraldsson. Með haustinu sendir GusGus frá sér nýja plötu sem er komin vel á veg. Þeir sem sáu GusGus spila á tónlistarhátíðinni Sónar um seinustu helgi fundu smjörþefinn af því sem koma skal á nýjustu plötu GusGus sem kemur út í september. „Það var mikilvægt fyrir okkur að spila á Sónar, bæði vegna þess að það er svo frábært að hafa svona alvöru elektrónískt festival á Íslandi og þar sem þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum í núverandi formi á Íslandi, ég og Daníel. Við höfum túrað í þessu formi erlendis og svona mun hljómsveitin GusGus birtast á næstu plötu,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira. Biggi segir áhorfendur hafa tekið vel í GusGus eins og sveitin lítur út núna. „Þetta var bara frábært kvöld, við vorum aðeins að prófa ný lög sem verða á næstu plötu. Þetta verður meira teknó og new wave. Á þessum tónleikum tókum við lög af öllum plötum GusGus en skildum slagarana okkar, Over og Arabian Horse, eftir heima,“ segir Birgir sem er orðinn spenntur að koma nýjustu plötunni frá sér. „Nú er vinnslan komin á það stig að maður er orðinn óþreyjufullur að fara að klára. Við erum búnir að vera með þessar hugmyndir á borðinu í eitt ár en fáum nú loks frið fram á vor til að klára þetta dæmi og koma því út.“ Birgir segir tónleikana á Sónar hafa verið vel sótta. „Salurinn var smekkfullur og það er gaman að sjá hvað yngra fólkið tekur okkur gömlu teknórefunum vel,“ segir hann og hlær. „Við opnuðum tónleikana á nýju lagi og fólk kom til okkar eftir tónleikana sem hafði misst vatnið yfir þessu lagi. Við vorum dáldið í teknógírnum á þessum tónleikum og það er kannski ekki fyrir alla en á Sónar var það alveg málið.“Aldrei verið eitthvað kúl Það er ansi breiður hópur sem fylgist með GusGus og tónlistin þeirra fellur í kramið hjá fólki öllum aldri. En hver er galdurinn? „Við höfum haft ákveðna sérstöðu hérna á Íslandi og höfum aldrei verið hluti af einhverri ákveðinni senu sem hefur verið í tísku. Við höfum aldrei verið eitthvað kúl en við höfum verið síbreytileg og þá er kannski alltaf eitthvað spennandi í gangi,“ segir hann og hlær. „Við höfum bara verið upp og ofan á radarnum hérna á Íslandi. Við virðumst þó alltaf hafa ágætlega stóran hóp sem fílar tónlistina okkar og sá hópur endurnýjar sig bara með nýrri kynslóð.“Svona leit GusGus út árið 2015.Mynd/Ari MaggSpurður út í nýja efnið sem GusGus er að senda frá sér í haust segir Birgir hljómsveitina alltaf hafa unnið með elektróníska tónlist á sínum eigin forsendum. „Við höfum ekkert endilega verið í samhengi við tíðarandann þó að við verðum auðvitað fyrir áhrifum frá því sem er að gerast ásamt öllu því sem á undan hefur gengið. Við erum í sífelldri leit að nýjum leiðum til að blanda saman rafrænni tilraunamennsku og hefðbundnu poppi.“Mannabreytingar í gegnum tíðina Eins og áður sagði samanstendur GusGus núna af Birgi og Daníel Ágústi en margt tónlistarfólk hefur komið og farið úr sveitinni í gegnum árin. Núna síðast hættu Högni Egilsson og Stephen Stephensen. „Já, Högni vildi bara snúa sér að öðru og Stebbi hætti fyrir nokkru síðan. Þannig að þetta er bara eins og þetta hefur alltaf verið með GusGus, það hafa verið töluverðar mannabreytingar í gegnum tíðina. Ég er sá eini sem hefur verið allan tímann frá upphafi. Daníel var meðal stofnenda hljómsveitarinnar en tók sér svo pásu frá 2000 til 2007. Hann var þó með lög á báðum plötunum sem komu út á því tímabili þótt hann væri ekki formlega í bandinu. Og nú erum við tveir eftir, kjarninn. Okkur þykir mjög vænt um hvor annan og ég hef ótrúlega gaman af því sem við erum að gera. Þannig að það er fín stemming á okkur,“ segir Birgir. Spurður út í hvernig hugmyndin á bak við GusGus kom segir Daníel Ágúst forvitni hafa verið kveikjuna. „Þetta kom þannig til að ég var búinn að vera að vinna í þessu hefðbundna sniði með hefðbundinni hljóðfæraskipan en var búinn að fá pínu leið á því, mér fannst það fullreynt í bili. Mig langaði að færa mig yfir í raftónlistina af því að tæknin var að þróast svo ört á þessum tíma og það var orðin einhvern svona raftónlistarsprengja. Mig langaði að kafa svolítið inn í þann heim og rannsaka aðeins þetta raftónlistarform. Það var bara einhver innri köllun að fara þá leið. Ég var ekkert endanlega búinn að fá leið á hinu hefðbundna formi, þetta var bara forvitni,“ segir Daníel Ágúst sem kveðst vera með breiðan tónlistarsmekk. „Tónlistarsmekkur minn er breiður en ég er nú ekki alæta.“ Það sem er svo fram undan hjá GusGus er meðal annars að klára nýju plötuna, undirbúa tónleikaferðalag og að troða upp á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld „Það kom upp hugmynd um að hafa svona Sónar-framhaldstónleika á Bryggjunni, þá ætlum við að skella í gömlu slagarana. Þetta verður annar stemmari heldur en á Sónar. Þetta verður ný nálgun á það hvernig við framkvæmum þennan tónlistargjörning sem tónleikarnir okkar eru, það er alltaf gaman að spila í minna rými,“ segir Birgir og hvetur fólk til að leggja leið sína á Bryggjuna í kvöld. Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Miklar mannabreytingar hafa átt sér stað í hljómsveitinni GusGus frá því að sveitin var stofnuð árið 1995. Núna eru meðlimirnir tveir, Birgir Þórarinsson og Daníel Ágúst Haraldsson. Með haustinu sendir GusGus frá sér nýja plötu sem er komin vel á veg. Þeir sem sáu GusGus spila á tónlistarhátíðinni Sónar um seinustu helgi fundu smjörþefinn af því sem koma skal á nýjustu plötu GusGus sem kemur út í september. „Það var mikilvægt fyrir okkur að spila á Sónar, bæði vegna þess að það er svo frábært að hafa svona alvöru elektrónískt festival á Íslandi og þar sem þetta var í fyrsta sinn sem við spiluðum í núverandi formi á Íslandi, ég og Daníel. Við höfum túrað í þessu formi erlendis og svona mun hljómsveitin GusGus birtast á næstu plötu,“ segir Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi veira. Biggi segir áhorfendur hafa tekið vel í GusGus eins og sveitin lítur út núna. „Þetta var bara frábært kvöld, við vorum aðeins að prófa ný lög sem verða á næstu plötu. Þetta verður meira teknó og new wave. Á þessum tónleikum tókum við lög af öllum plötum GusGus en skildum slagarana okkar, Over og Arabian Horse, eftir heima,“ segir Birgir sem er orðinn spenntur að koma nýjustu plötunni frá sér. „Nú er vinnslan komin á það stig að maður er orðinn óþreyjufullur að fara að klára. Við erum búnir að vera með þessar hugmyndir á borðinu í eitt ár en fáum nú loks frið fram á vor til að klára þetta dæmi og koma því út.“ Birgir segir tónleikana á Sónar hafa verið vel sótta. „Salurinn var smekkfullur og það er gaman að sjá hvað yngra fólkið tekur okkur gömlu teknórefunum vel,“ segir hann og hlær. „Við opnuðum tónleikana á nýju lagi og fólk kom til okkar eftir tónleikana sem hafði misst vatnið yfir þessu lagi. Við vorum dáldið í teknógírnum á þessum tónleikum og það er kannski ekki fyrir alla en á Sónar var það alveg málið.“Aldrei verið eitthvað kúl Það er ansi breiður hópur sem fylgist með GusGus og tónlistin þeirra fellur í kramið hjá fólki öllum aldri. En hver er galdurinn? „Við höfum haft ákveðna sérstöðu hérna á Íslandi og höfum aldrei verið hluti af einhverri ákveðinni senu sem hefur verið í tísku. Við höfum aldrei verið eitthvað kúl en við höfum verið síbreytileg og þá er kannski alltaf eitthvað spennandi í gangi,“ segir hann og hlær. „Við höfum bara verið upp og ofan á radarnum hérna á Íslandi. Við virðumst þó alltaf hafa ágætlega stóran hóp sem fílar tónlistina okkar og sá hópur endurnýjar sig bara með nýrri kynslóð.“Svona leit GusGus út árið 2015.Mynd/Ari MaggSpurður út í nýja efnið sem GusGus er að senda frá sér í haust segir Birgir hljómsveitina alltaf hafa unnið með elektróníska tónlist á sínum eigin forsendum. „Við höfum ekkert endilega verið í samhengi við tíðarandann þó að við verðum auðvitað fyrir áhrifum frá því sem er að gerast ásamt öllu því sem á undan hefur gengið. Við erum í sífelldri leit að nýjum leiðum til að blanda saman rafrænni tilraunamennsku og hefðbundnu poppi.“Mannabreytingar í gegnum tíðina Eins og áður sagði samanstendur GusGus núna af Birgi og Daníel Ágústi en margt tónlistarfólk hefur komið og farið úr sveitinni í gegnum árin. Núna síðast hættu Högni Egilsson og Stephen Stephensen. „Já, Högni vildi bara snúa sér að öðru og Stebbi hætti fyrir nokkru síðan. Þannig að þetta er bara eins og þetta hefur alltaf verið með GusGus, það hafa verið töluverðar mannabreytingar í gegnum tíðina. Ég er sá eini sem hefur verið allan tímann frá upphafi. Daníel var meðal stofnenda hljómsveitarinnar en tók sér svo pásu frá 2000 til 2007. Hann var þó með lög á báðum plötunum sem komu út á því tímabili þótt hann væri ekki formlega í bandinu. Og nú erum við tveir eftir, kjarninn. Okkur þykir mjög vænt um hvor annan og ég hef ótrúlega gaman af því sem við erum að gera. Þannig að það er fín stemming á okkur,“ segir Birgir. Spurður út í hvernig hugmyndin á bak við GusGus kom segir Daníel Ágúst forvitni hafa verið kveikjuna. „Þetta kom þannig til að ég var búinn að vera að vinna í þessu hefðbundna sniði með hefðbundinni hljóðfæraskipan en var búinn að fá pínu leið á því, mér fannst það fullreynt í bili. Mig langaði að færa mig yfir í raftónlistina af því að tæknin var að þróast svo ört á þessum tíma og það var orðin einhvern svona raftónlistarsprengja. Mig langaði að kafa svolítið inn í þann heim og rannsaka aðeins þetta raftónlistarform. Það var bara einhver innri köllun að fara þá leið. Ég var ekkert endanlega búinn að fá leið á hinu hefðbundna formi, þetta var bara forvitni,“ segir Daníel Ágúst sem kveðst vera með breiðan tónlistarsmekk. „Tónlistarsmekkur minn er breiður en ég er nú ekki alæta.“ Það sem er svo fram undan hjá GusGus er meðal annars að klára nýju plötuna, undirbúa tónleikaferðalag og að troða upp á Bryggjunni Brugghúsi í kvöld „Það kom upp hugmynd um að hafa svona Sónar-framhaldstónleika á Bryggjunni, þá ætlum við að skella í gömlu slagarana. Þetta verður annar stemmari heldur en á Sónar. Þetta verður ný nálgun á það hvernig við framkvæmum þennan tónlistargjörning sem tónleikarnir okkar eru, það er alltaf gaman að spila í minna rými,“ segir Birgir og hvetur fólk til að leggja leið sína á Bryggjuna í kvöld.
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira