Fara yfir það besta og versta úr heimsreisunni: Fallhlífarstökkið ótrúlega, „Thai people, no problem“ og þreytan Stefán Árni Pálsson skrifar 24. febrúar 2017 12:30 Skemmtilegt hjá þeim félögunum. „Ég flýg frá Reykjavík til Amsterdam og þar leigi ég bílaleigubíl sem ég keyri niður til Maastricht í Hollandi og sæki hann Svein, þar sem hann býr þar í námi,“ segir Snorri Björnsson sem ferðaðist hringinn í kringum heiminn á átta dögum með vini sínum Sveini Breka Hróbjartssyni. „Þaðan fljúgum við upp til Belgíu, förum frá Belgíu yfir til Kýpur, lendum á flugvellinum og förum beint í köfun. Síðan fljúgum við frá Kýpur yfir til Kairó í Egyptalandi og þaðan til Indlands, Indland yfir til Kuala Lumpur, Kuala Lumpur til Tælands, Tæland til Ástralíu, Ástralía til Hawai, Hawai til San Diego, keyrum niður til Mexíkó og keyrum upp til Los Angeles og hér erum við í hljóðveri FM957,“ segir Snorri en þeir félagar mættu í Brennsluna ásamt eigendum Tripical. „Þetta var alveg stórkostlegt. Við fórum í byrjuðum frekar rólega, fengum 1-2 daga á hótelherbergi og sváfum. Við fötuðum síðan ekki þegar við tékkuðum okkur út í Egyptalandi að þetta væri í síðasta skipti sem við værum að tékka okkur út úr hótelherbergi,“ segir Sveinn. Grátandi í Icelandair auglýsingu Margir kannast kannski við Svein Breka sem grátandi ungan mann í Icelandair auglýsingu en þeir fóru í þessa heimsreisu í boði ferðaskrifstofunnar Tripical. „Eftir það var bara sofið í flugvél og síðan beint á stað aftur.“ „Í Indlandi þegar við vörum búnir að taka tvö flug. Fyrra flugið var tveir tíma og seinna var fjórir tímar. Í tveggja tíma fluginu dottaði ég smá. Maður sefur kannski í svona korter, tuttugu mínútur og þegar þú vaknar, ertu bara ferskur. Ég vaknaði og hugsaði bara, vá geggjað, ég er alveg góður. Síðan förum við í millilendinguna og förum aftur strax upp í vél í fjögurra tíma flugið,“ segir Snorri en í því flugi náði hann ekkert að sofna. „Þarna er ég nánast búinn að vaka í sólahring og við eigum eftir heilan dag í Indlandi, í mest busy borg í heimi. Þetta er samt allt svo klikkað og þú ert ekkert endilega að pæla í þreytu. Fjandans besta mómentið, besta sekúnda ferðarinnar. Það er þegar við lendur á Hawai. Við tökum bílaleigubíl og þurfum að keyra alla eyjuna yfir á hinn flugvöllinn. Við erum semsagt að fara í fallhlífarstökk,“ segir hann en þeir vinirnir voru alltof seinir og mættu á staðinn með litlum fyrrivara. Þegar á staðinn var komið fengu þeir sjö blaðsíðna möppu í hendurnar og áttu að skrifa undir öll blöð og afsala sér öllum réttindum.Kvitta undir og afsala sér öllu „Á meðan við erum að kvitta undir er bara eitthvað kennslumyndband á skjánum. Við erum bara að reyna lesa og hlusta á þetta á sama tíma.“ Því næst var bara farið upp og stressið magnaðist. „Við erum allt í einu komnir ógeðslega hátt upp og sjáum bara magnað útsýni. Algjörlega klikkað, Hawai í besta veðri í heimi. Þegar við erum þarna upp spyr Sveinn; hversu hátt er þetta? Og maðurinn svarar; „5000 fet“ og þá áttum við eftir að fara upp um 10.000 fet. Það er hæsta leyfilega fallhlífarstökk án þess að stökkva með súrefniskút. Fyrst kom að Sveini og hann hendir sér bara út. Síðan kemur að manni og þessi eina sekúnda þegar maður er að stökkva er eitthvað það ótrúlegasta sem hægt er að upplifa.“ Snorri segir að maturinn í Indlandi hafi verið sá besti sem hann hafi smakkað í langan tíma, en þeir hafi alltaf verið hræddir við það að fá matareitrun. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
„Ég flýg frá Reykjavík til Amsterdam og þar leigi ég bílaleigubíl sem ég keyri niður til Maastricht í Hollandi og sæki hann Svein, þar sem hann býr þar í námi,“ segir Snorri Björnsson sem ferðaðist hringinn í kringum heiminn á átta dögum með vini sínum Sveini Breka Hróbjartssyni. „Þaðan fljúgum við upp til Belgíu, förum frá Belgíu yfir til Kýpur, lendum á flugvellinum og förum beint í köfun. Síðan fljúgum við frá Kýpur yfir til Kairó í Egyptalandi og þaðan til Indlands, Indland yfir til Kuala Lumpur, Kuala Lumpur til Tælands, Tæland til Ástralíu, Ástralía til Hawai, Hawai til San Diego, keyrum niður til Mexíkó og keyrum upp til Los Angeles og hér erum við í hljóðveri FM957,“ segir Snorri en þeir félagar mættu í Brennsluna ásamt eigendum Tripical. „Þetta var alveg stórkostlegt. Við fórum í byrjuðum frekar rólega, fengum 1-2 daga á hótelherbergi og sváfum. Við fötuðum síðan ekki þegar við tékkuðum okkur út í Egyptalandi að þetta væri í síðasta skipti sem við værum að tékka okkur út úr hótelherbergi,“ segir Sveinn. Grátandi í Icelandair auglýsingu Margir kannast kannski við Svein Breka sem grátandi ungan mann í Icelandair auglýsingu en þeir fóru í þessa heimsreisu í boði ferðaskrifstofunnar Tripical. „Eftir það var bara sofið í flugvél og síðan beint á stað aftur.“ „Í Indlandi þegar við vörum búnir að taka tvö flug. Fyrra flugið var tveir tíma og seinna var fjórir tímar. Í tveggja tíma fluginu dottaði ég smá. Maður sefur kannski í svona korter, tuttugu mínútur og þegar þú vaknar, ertu bara ferskur. Ég vaknaði og hugsaði bara, vá geggjað, ég er alveg góður. Síðan förum við í millilendinguna og förum aftur strax upp í vél í fjögurra tíma flugið,“ segir Snorri en í því flugi náði hann ekkert að sofna. „Þarna er ég nánast búinn að vaka í sólahring og við eigum eftir heilan dag í Indlandi, í mest busy borg í heimi. Þetta er samt allt svo klikkað og þú ert ekkert endilega að pæla í þreytu. Fjandans besta mómentið, besta sekúnda ferðarinnar. Það er þegar við lendur á Hawai. Við tökum bílaleigubíl og þurfum að keyra alla eyjuna yfir á hinn flugvöllinn. Við erum semsagt að fara í fallhlífarstökk,“ segir hann en þeir vinirnir voru alltof seinir og mættu á staðinn með litlum fyrrivara. Þegar á staðinn var komið fengu þeir sjö blaðsíðna möppu í hendurnar og áttu að skrifa undir öll blöð og afsala sér öllum réttindum.Kvitta undir og afsala sér öllu „Á meðan við erum að kvitta undir er bara eitthvað kennslumyndband á skjánum. Við erum bara að reyna lesa og hlusta á þetta á sama tíma.“ Því næst var bara farið upp og stressið magnaðist. „Við erum allt í einu komnir ógeðslega hátt upp og sjáum bara magnað útsýni. Algjörlega klikkað, Hawai í besta veðri í heimi. Þegar við erum þarna upp spyr Sveinn; hversu hátt er þetta? Og maðurinn svarar; „5000 fet“ og þá áttum við eftir að fara upp um 10.000 fet. Það er hæsta leyfilega fallhlífarstökk án þess að stökkva með súrefniskút. Fyrst kom að Sveini og hann hendir sér bara út. Síðan kemur að manni og þessi eina sekúnda þegar maður er að stökkva er eitthvað það ótrúlegasta sem hægt er að upplifa.“ Snorri segir að maturinn í Indlandi hafi verið sá besti sem hann hafi smakkað í langan tíma, en þeir hafi alltaf verið hræddir við það að fá matareitrun.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira