Óskrifuð hefð fyrir þingmálakvóta á Alþingi: „Þótti áður kapphlaup að koma sínum málum fram“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 18:56 Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata. Vísir/Daníel/Eyþór Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, upplýsir um það á Facebook síðu sinni að á Alþingi sé óskrifuð hefð fyrir því að forseti þingsins úthluti hverjum þingflokki tilteknum „þingmálakvóta.“ Það þýðir að hver þingflokkur fær að velja þrjú þingmál í upphafi þings sem hann getur verið nokkuð viss um að fá í fyrstu umræðu og til nefndar. Utan þeirra þriggja mála mála sé ólíklegt að þingmannamál komist yfirhöfuð á dagskrá og því venjulega skynsamlegra að leggja áherslu á mál sem eiga einhverja von á að komast í gegn. Í færslunni segir Viktor að hann hafi ekki haft hugmynd um að verklagið væri með þessum hætti áður en hann settist á þing.Verið svona frá því ég man eftir mérSamkvæmt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, er þetta gert til þess að einfalda starfsemi Alþingis í upphafi kjörtímabils, en þessi óskráða hefð hefur verið í gildi frá því hún hóf þingstörf. Fjöldi mála sem þingflokkar fái á dagskrá fer þó eftir því hve mikið pláss sé á dagskránni. „Þetta hefur verið svona frá því ég man eftir mér, en þetta fer auðvitað eftir því hvað það er mikið pláss á dagskránni, núna var ríkisstjórn mynduð mjög seint, svo við höfum verið dugleg í þessu.“ „Það er náttúrulega þannig að það eru mestar líkur á að málin sem komast fyrst á dagskrá, fái góða umfjöllun í nefndum, þess vegna geri ég ráð fyrir því að þessi regla hafi verið búin til, svo að þingflokkarnir gætu komið þeim málum sem þeir leggja mesta áherslu á til nefndar og til umsagnar.“Ákveðið jafnræði fólgið í þessuBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri-grænna segir að þetta fyrirkomulag sé afar hentugt, og gerir ekki athugasemdir við það sem stjórnarandstöðuþingmaður. „Í upphafi þings er verið að leggja áherslu á eitthvað tiltekið og þingflokkar eru beðnir um það að leggja fram einhver þrjú mál sem þeir vilja koma fyrst að.“ „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það, það eru sjö þingflokkar og þetta er auðvitað bara hluti af því að koma öllum að en það er ákveðið jafnræði fólgið í því að allir þingflokkar komist að með sín mál.“ „Þetta hefur reynst ágætlega og ég hef ekkert yfir þessu að kvarta. Þetta er auðvitað bara í upphafi þings, gjarnan vegna þess að stjórnarmeirihlutinn er ekki kominn með nein mál.“Þótti kapphlaup að reyna að fá sem lægst númer á málinSteingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sem hve lengst hefur setið á Alþingi, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið sett á laggirnar til þess að hindra kapphlaup þingflokka um að koma sínum málum í gegn. „Þetta kom til sögunnar þegar menn fóru að lenda í árekstrum útaf því að það þótti kapphlaup að koma málunum fram og fá sem lægst númer á málin, en þessi númer ráða því hve fljótt mál koma fram, þó stjórnarfrumvörp séu oft sett fram fyrir.“ „Með því skipulagi getur það gerst að einhver einn þingflokkur nær að leggja fram fyrstu tíu málin og mönnum þætti það ekki eðlilegt, það er að segja að fyrstu tíu málin sem rædd yrðu á Alþingi væru öll frá einum þingflokki.“ Steingrímur segir að áður en að þetta skipulag hafi verið tekið upp, hafi niðurstaðan á röð þingmála verið tilviljanakenndari en hún er í dag. Menn hafi því komist að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag væri lýðræðislegra. Ekki sé lengra en tíu ár frá því að þessu hafi verið breytt. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, upplýsir um það á Facebook síðu sinni að á Alþingi sé óskrifuð hefð fyrir því að forseti þingsins úthluti hverjum þingflokki tilteknum „þingmálakvóta.“ Það þýðir að hver þingflokkur fær að velja þrjú þingmál í upphafi þings sem hann getur verið nokkuð viss um að fá í fyrstu umræðu og til nefndar. Utan þeirra þriggja mála mála sé ólíklegt að þingmannamál komist yfirhöfuð á dagskrá og því venjulega skynsamlegra að leggja áherslu á mál sem eiga einhverja von á að komast í gegn. Í færslunni segir Viktor að hann hafi ekki haft hugmynd um að verklagið væri með þessum hætti áður en hann settist á þing.Verið svona frá því ég man eftir mérSamkvæmt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, er þetta gert til þess að einfalda starfsemi Alþingis í upphafi kjörtímabils, en þessi óskráða hefð hefur verið í gildi frá því hún hóf þingstörf. Fjöldi mála sem þingflokkar fái á dagskrá fer þó eftir því hve mikið pláss sé á dagskránni. „Þetta hefur verið svona frá því ég man eftir mér, en þetta fer auðvitað eftir því hvað það er mikið pláss á dagskránni, núna var ríkisstjórn mynduð mjög seint, svo við höfum verið dugleg í þessu.“ „Það er náttúrulega þannig að það eru mestar líkur á að málin sem komast fyrst á dagskrá, fái góða umfjöllun í nefndum, þess vegna geri ég ráð fyrir því að þessi regla hafi verið búin til, svo að þingflokkarnir gætu komið þeim málum sem þeir leggja mesta áherslu á til nefndar og til umsagnar.“Ákveðið jafnræði fólgið í þessuBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri-grænna segir að þetta fyrirkomulag sé afar hentugt, og gerir ekki athugasemdir við það sem stjórnarandstöðuþingmaður. „Í upphafi þings er verið að leggja áherslu á eitthvað tiltekið og þingflokkar eru beðnir um það að leggja fram einhver þrjú mál sem þeir vilja koma fyrst að.“ „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það, það eru sjö þingflokkar og þetta er auðvitað bara hluti af því að koma öllum að en það er ákveðið jafnræði fólgið í því að allir þingflokkar komist að með sín mál.“ „Þetta hefur reynst ágætlega og ég hef ekkert yfir þessu að kvarta. Þetta er auðvitað bara í upphafi þings, gjarnan vegna þess að stjórnarmeirihlutinn er ekki kominn með nein mál.“Þótti kapphlaup að reyna að fá sem lægst númer á málinSteingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sem hve lengst hefur setið á Alþingi, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið sett á laggirnar til þess að hindra kapphlaup þingflokka um að koma sínum málum í gegn. „Þetta kom til sögunnar þegar menn fóru að lenda í árekstrum útaf því að það þótti kapphlaup að koma málunum fram og fá sem lægst númer á málin, en þessi númer ráða því hve fljótt mál koma fram, þó stjórnarfrumvörp séu oft sett fram fyrir.“ „Með því skipulagi getur það gerst að einhver einn þingflokkur nær að leggja fram fyrstu tíu málin og mönnum þætti það ekki eðlilegt, það er að segja að fyrstu tíu málin sem rædd yrðu á Alþingi væru öll frá einum þingflokki.“ Steingrímur segir að áður en að þetta skipulag hafi verið tekið upp, hafi niðurstaðan á röð þingmála verið tilviljanakenndari en hún er í dag. Menn hafi því komist að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag væri lýðræðislegra. Ekki sé lengra en tíu ár frá því að þessu hafi verið breytt.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira