Óskrifuð hefð fyrir þingmálakvóta á Alþingi: „Þótti áður kapphlaup að koma sínum málum fram“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 18:56 Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata. Vísir/Daníel/Eyþór Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, upplýsir um það á Facebook síðu sinni að á Alþingi sé óskrifuð hefð fyrir því að forseti þingsins úthluti hverjum þingflokki tilteknum „þingmálakvóta.“ Það þýðir að hver þingflokkur fær að velja þrjú þingmál í upphafi þings sem hann getur verið nokkuð viss um að fá í fyrstu umræðu og til nefndar. Utan þeirra þriggja mála mála sé ólíklegt að þingmannamál komist yfirhöfuð á dagskrá og því venjulega skynsamlegra að leggja áherslu á mál sem eiga einhverja von á að komast í gegn. Í færslunni segir Viktor að hann hafi ekki haft hugmynd um að verklagið væri með þessum hætti áður en hann settist á þing.Verið svona frá því ég man eftir mérSamkvæmt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, er þetta gert til þess að einfalda starfsemi Alþingis í upphafi kjörtímabils, en þessi óskráða hefð hefur verið í gildi frá því hún hóf þingstörf. Fjöldi mála sem þingflokkar fái á dagskrá fer þó eftir því hve mikið pláss sé á dagskránni. „Þetta hefur verið svona frá því ég man eftir mér, en þetta fer auðvitað eftir því hvað það er mikið pláss á dagskránni, núna var ríkisstjórn mynduð mjög seint, svo við höfum verið dugleg í þessu.“ „Það er náttúrulega þannig að það eru mestar líkur á að málin sem komast fyrst á dagskrá, fái góða umfjöllun í nefndum, þess vegna geri ég ráð fyrir því að þessi regla hafi verið búin til, svo að þingflokkarnir gætu komið þeim málum sem þeir leggja mesta áherslu á til nefndar og til umsagnar.“Ákveðið jafnræði fólgið í þessuBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri-grænna segir að þetta fyrirkomulag sé afar hentugt, og gerir ekki athugasemdir við það sem stjórnarandstöðuþingmaður. „Í upphafi þings er verið að leggja áherslu á eitthvað tiltekið og þingflokkar eru beðnir um það að leggja fram einhver þrjú mál sem þeir vilja koma fyrst að.“ „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það, það eru sjö þingflokkar og þetta er auðvitað bara hluti af því að koma öllum að en það er ákveðið jafnræði fólgið í því að allir þingflokkar komist að með sín mál.“ „Þetta hefur reynst ágætlega og ég hef ekkert yfir þessu að kvarta. Þetta er auðvitað bara í upphafi þings, gjarnan vegna þess að stjórnarmeirihlutinn er ekki kominn með nein mál.“Þótti kapphlaup að reyna að fá sem lægst númer á málinSteingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sem hve lengst hefur setið á Alþingi, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið sett á laggirnar til þess að hindra kapphlaup þingflokka um að koma sínum málum í gegn. „Þetta kom til sögunnar þegar menn fóru að lenda í árekstrum útaf því að það þótti kapphlaup að koma málunum fram og fá sem lægst númer á málin, en þessi númer ráða því hve fljótt mál koma fram, þó stjórnarfrumvörp séu oft sett fram fyrir.“ „Með því skipulagi getur það gerst að einhver einn þingflokkur nær að leggja fram fyrstu tíu málin og mönnum þætti það ekki eðlilegt, það er að segja að fyrstu tíu málin sem rædd yrðu á Alþingi væru öll frá einum þingflokki.“ Steingrímur segir að áður en að þetta skipulag hafi verið tekið upp, hafi niðurstaðan á röð þingmála verið tilviljanakenndari en hún er í dag. Menn hafi því komist að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag væri lýðræðislegra. Ekki sé lengra en tíu ár frá því að þessu hafi verið breytt. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, upplýsir um það á Facebook síðu sinni að á Alþingi sé óskrifuð hefð fyrir því að forseti þingsins úthluti hverjum þingflokki tilteknum „þingmálakvóta.“ Það þýðir að hver þingflokkur fær að velja þrjú þingmál í upphafi þings sem hann getur verið nokkuð viss um að fá í fyrstu umræðu og til nefndar. Utan þeirra þriggja mála mála sé ólíklegt að þingmannamál komist yfirhöfuð á dagskrá og því venjulega skynsamlegra að leggja áherslu á mál sem eiga einhverja von á að komast í gegn. Í færslunni segir Viktor að hann hafi ekki haft hugmynd um að verklagið væri með þessum hætti áður en hann settist á þing.Verið svona frá því ég man eftir mérSamkvæmt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, er þetta gert til þess að einfalda starfsemi Alþingis í upphafi kjörtímabils, en þessi óskráða hefð hefur verið í gildi frá því hún hóf þingstörf. Fjöldi mála sem þingflokkar fái á dagskrá fer þó eftir því hve mikið pláss sé á dagskránni. „Þetta hefur verið svona frá því ég man eftir mér, en þetta fer auðvitað eftir því hvað það er mikið pláss á dagskránni, núna var ríkisstjórn mynduð mjög seint, svo við höfum verið dugleg í þessu.“ „Það er náttúrulega þannig að það eru mestar líkur á að málin sem komast fyrst á dagskrá, fái góða umfjöllun í nefndum, þess vegna geri ég ráð fyrir því að þessi regla hafi verið búin til, svo að þingflokkarnir gætu komið þeim málum sem þeir leggja mesta áherslu á til nefndar og til umsagnar.“Ákveðið jafnræði fólgið í þessuBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri-grænna segir að þetta fyrirkomulag sé afar hentugt, og gerir ekki athugasemdir við það sem stjórnarandstöðuþingmaður. „Í upphafi þings er verið að leggja áherslu á eitthvað tiltekið og þingflokkar eru beðnir um það að leggja fram einhver þrjú mál sem þeir vilja koma fyrst að.“ „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það, það eru sjö þingflokkar og þetta er auðvitað bara hluti af því að koma öllum að en það er ákveðið jafnræði fólgið í því að allir þingflokkar komist að með sín mál.“ „Þetta hefur reynst ágætlega og ég hef ekkert yfir þessu að kvarta. Þetta er auðvitað bara í upphafi þings, gjarnan vegna þess að stjórnarmeirihlutinn er ekki kominn með nein mál.“Þótti kapphlaup að reyna að fá sem lægst númer á málinSteingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sem hve lengst hefur setið á Alþingi, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið sett á laggirnar til þess að hindra kapphlaup þingflokka um að koma sínum málum í gegn. „Þetta kom til sögunnar þegar menn fóru að lenda í árekstrum útaf því að það þótti kapphlaup að koma málunum fram og fá sem lægst númer á málin, en þessi númer ráða því hve fljótt mál koma fram, þó stjórnarfrumvörp séu oft sett fram fyrir.“ „Með því skipulagi getur það gerst að einhver einn þingflokkur nær að leggja fram fyrstu tíu málin og mönnum þætti það ekki eðlilegt, það er að segja að fyrstu tíu málin sem rædd yrðu á Alþingi væru öll frá einum þingflokki.“ Steingrímur segir að áður en að þetta skipulag hafi verið tekið upp, hafi niðurstaðan á röð þingmála verið tilviljanakenndari en hún er í dag. Menn hafi því komist að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag væri lýðræðislegra. Ekki sé lengra en tíu ár frá því að þessu hafi verið breytt.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira