Óskrifuð hefð fyrir þingmálakvóta á Alþingi: „Þótti áður kapphlaup að koma sínum málum fram“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 18:56 Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata. Vísir/Daníel/Eyþór Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, upplýsir um það á Facebook síðu sinni að á Alþingi sé óskrifuð hefð fyrir því að forseti þingsins úthluti hverjum þingflokki tilteknum „þingmálakvóta.“ Það þýðir að hver þingflokkur fær að velja þrjú þingmál í upphafi þings sem hann getur verið nokkuð viss um að fá í fyrstu umræðu og til nefndar. Utan þeirra þriggja mála mála sé ólíklegt að þingmannamál komist yfirhöfuð á dagskrá og því venjulega skynsamlegra að leggja áherslu á mál sem eiga einhverja von á að komast í gegn. Í færslunni segir Viktor að hann hafi ekki haft hugmynd um að verklagið væri með þessum hætti áður en hann settist á þing.Verið svona frá því ég man eftir mérSamkvæmt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, er þetta gert til þess að einfalda starfsemi Alþingis í upphafi kjörtímabils, en þessi óskráða hefð hefur verið í gildi frá því hún hóf þingstörf. Fjöldi mála sem þingflokkar fái á dagskrá fer þó eftir því hve mikið pláss sé á dagskránni. „Þetta hefur verið svona frá því ég man eftir mér, en þetta fer auðvitað eftir því hvað það er mikið pláss á dagskránni, núna var ríkisstjórn mynduð mjög seint, svo við höfum verið dugleg í þessu.“ „Það er náttúrulega þannig að það eru mestar líkur á að málin sem komast fyrst á dagskrá, fái góða umfjöllun í nefndum, þess vegna geri ég ráð fyrir því að þessi regla hafi verið búin til, svo að þingflokkarnir gætu komið þeim málum sem þeir leggja mesta áherslu á til nefndar og til umsagnar.“Ákveðið jafnræði fólgið í þessuBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri-grænna segir að þetta fyrirkomulag sé afar hentugt, og gerir ekki athugasemdir við það sem stjórnarandstöðuþingmaður. „Í upphafi þings er verið að leggja áherslu á eitthvað tiltekið og þingflokkar eru beðnir um það að leggja fram einhver þrjú mál sem þeir vilja koma fyrst að.“ „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það, það eru sjö þingflokkar og þetta er auðvitað bara hluti af því að koma öllum að en það er ákveðið jafnræði fólgið í því að allir þingflokkar komist að með sín mál.“ „Þetta hefur reynst ágætlega og ég hef ekkert yfir þessu að kvarta. Þetta er auðvitað bara í upphafi þings, gjarnan vegna þess að stjórnarmeirihlutinn er ekki kominn með nein mál.“Þótti kapphlaup að reyna að fá sem lægst númer á málinSteingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sem hve lengst hefur setið á Alþingi, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið sett á laggirnar til þess að hindra kapphlaup þingflokka um að koma sínum málum í gegn. „Þetta kom til sögunnar þegar menn fóru að lenda í árekstrum útaf því að það þótti kapphlaup að koma málunum fram og fá sem lægst númer á málin, en þessi númer ráða því hve fljótt mál koma fram, þó stjórnarfrumvörp séu oft sett fram fyrir.“ „Með því skipulagi getur það gerst að einhver einn þingflokkur nær að leggja fram fyrstu tíu málin og mönnum þætti það ekki eðlilegt, það er að segja að fyrstu tíu málin sem rædd yrðu á Alþingi væru öll frá einum þingflokki.“ Steingrímur segir að áður en að þetta skipulag hafi verið tekið upp, hafi niðurstaðan á röð þingmála verið tilviljanakenndari en hún er í dag. Menn hafi því komist að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag væri lýðræðislegra. Ekki sé lengra en tíu ár frá því að þessu hafi verið breytt. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, upplýsir um það á Facebook síðu sinni að á Alþingi sé óskrifuð hefð fyrir því að forseti þingsins úthluti hverjum þingflokki tilteknum „þingmálakvóta.“ Það þýðir að hver þingflokkur fær að velja þrjú þingmál í upphafi þings sem hann getur verið nokkuð viss um að fá í fyrstu umræðu og til nefndar. Utan þeirra þriggja mála mála sé ólíklegt að þingmannamál komist yfirhöfuð á dagskrá og því venjulega skynsamlegra að leggja áherslu á mál sem eiga einhverja von á að komast í gegn. Í færslunni segir Viktor að hann hafi ekki haft hugmynd um að verklagið væri með þessum hætti áður en hann settist á þing.Verið svona frá því ég man eftir mérSamkvæmt Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, er þetta gert til þess að einfalda starfsemi Alþingis í upphafi kjörtímabils, en þessi óskráða hefð hefur verið í gildi frá því hún hóf þingstörf. Fjöldi mála sem þingflokkar fái á dagskrá fer þó eftir því hve mikið pláss sé á dagskránni. „Þetta hefur verið svona frá því ég man eftir mér, en þetta fer auðvitað eftir því hvað það er mikið pláss á dagskránni, núna var ríkisstjórn mynduð mjög seint, svo við höfum verið dugleg í þessu.“ „Það er náttúrulega þannig að það eru mestar líkur á að málin sem komast fyrst á dagskrá, fái góða umfjöllun í nefndum, þess vegna geri ég ráð fyrir því að þessi regla hafi verið búin til, svo að þingflokkarnir gætu komið þeim málum sem þeir leggja mesta áherslu á til nefndar og til umsagnar.“Ákveðið jafnræði fólgið í þessuBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaþingflokksformaður Vinstri-grænna segir að þetta fyrirkomulag sé afar hentugt, og gerir ekki athugasemdir við það sem stjórnarandstöðuþingmaður. „Í upphafi þings er verið að leggja áherslu á eitthvað tiltekið og þingflokkar eru beðnir um það að leggja fram einhver þrjú mál sem þeir vilja koma fyrst að.“ „Mér finnst ekkert óeðlilegt við það, það eru sjö þingflokkar og þetta er auðvitað bara hluti af því að koma öllum að en það er ákveðið jafnræði fólgið í því að allir þingflokkar komist að með sín mál.“ „Þetta hefur reynst ágætlega og ég hef ekkert yfir þessu að kvarta. Þetta er auðvitað bara í upphafi þings, gjarnan vegna þess að stjórnarmeirihlutinn er ekki kominn með nein mál.“Þótti kapphlaup að reyna að fá sem lægst númer á málinSteingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, sem hve lengst hefur setið á Alþingi, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið sett á laggirnar til þess að hindra kapphlaup þingflokka um að koma sínum málum í gegn. „Þetta kom til sögunnar þegar menn fóru að lenda í árekstrum útaf því að það þótti kapphlaup að koma málunum fram og fá sem lægst númer á málin, en þessi númer ráða því hve fljótt mál koma fram, þó stjórnarfrumvörp séu oft sett fram fyrir.“ „Með því skipulagi getur það gerst að einhver einn þingflokkur nær að leggja fram fyrstu tíu málin og mönnum þætti það ekki eðlilegt, það er að segja að fyrstu tíu málin sem rædd yrðu á Alþingi væru öll frá einum þingflokki.“ Steingrímur segir að áður en að þetta skipulag hafi verið tekið upp, hafi niðurstaðan á röð þingmála verið tilviljanakenndari en hún er í dag. Menn hafi því komist að þeirri niðurstöðu að þetta skipulag væri lýðræðislegra. Ekki sé lengra en tíu ár frá því að þessu hafi verið breytt.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira