Vilja draga drusluskömmun og hlutgervingu á samfélagsmiðlum fram í dagsljósið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2017 22:47 Sólborg Guðbrandsdóttir, er ein af stofnendum síðunnar. Vísir/Facebook/Getty Sólborg Guðbrandsdóttir og Styrmir Barkarson stofnuðu nú á dögunum Instagram síðu undir nafninu „Fávitar,“ þar sem tilgangurinn er að varpa ljósi á ósæmileg skeyti ókunnugra karlmanna til kvenna á samfélagsmiðlum. Á Instagram síðunni má sjá skjáskot af niðrandi athugasemdum sem Sólborg og ýmsar aðrar ungar konur hafa fengið frá ókunnugum karlmönnum í gegnum samfélagsmiðla. Þar verða þær fyrir drusluskömmun og hlutgervingu. Síðan hefur nú verið til í tvo daga en þeim hefur þegar borist fjöldi mynda þar sem konur hafa tekið skjáskot af orðsendingum ókunnugra karlmanna. Regla nr. 1. Ekki kalla konur klámstjörnur. Það er lítillækkandi og hlutgerir þær. A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 1:18pm PST Hugmyndina að síðunni átti Styrmir en samsvarandi síða hefur verið til í Svíþjóð undir heitinu „Assholes online,“ þar sem sænskar stelpur varpa ljósi á hegðun karlmanna í þeirra garð á samfélagsmiðlum. „Við erum alveg búin að fá mikla athygli á stuttum tíma, en Styrmir vinur minn hafði samband við mig, en hann býr í Svíþjóð og benti mér á að þar hefðisvipuð síða verið búin til, þar sem sýnt er hvernig stelpur verða fyrir drusluskömmun og eru hlutgerðar,“ segir Sólborg í samtali við Vísi. Sólborg segir að samskipti af þessu tagi séu gífurlega algeng á samfélagsmiðlum í dag og hafi nánast allar vinkonur Sólborgar lent í slíkum samskipum. Styrmir og Sólborg vilja með síðunni draga slíka hegðun út í dagsljósið. „Markmiðið er að vekja athygli á samskiptum sem eru því miður viðloðandi við samfélagið í dag. Ég held að flestar vinkonur mínar hafi lent í því að fá óumbeðna typpamynd senda frá einhverjum bláókunnugum karlmanni út í bæ.“ „Það eru auðvitað bara tveir dagar síðan við stofnuðum síðuna en við höfum fengið slatta af skjáskotum síðan þá og margar stelpur komið til mín og sagt mér að þær hafi lent í þessu.“ Í stað þess að stelpur þurfi að haga sér á ákveðna vegu til að fá ekki á sig ,,stimpil' skaltu hætta að ,,stimpla'! A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 2:12pm PST Sólborg segir að það sé mikilvægt að ekki sé litið á slíka hegðun og samskipti af þessu tagi á netinu sem eðlilega. Hún segir að alltof margar konur séu vanar slíkum samskiptum. „Ég held að fólk sé bara búið að sætta sig við að þetta sé bara svona. Eins og með typpamyndirnar, að fólk sé að ætlast til þess að maður sendi þeim einhverjar kynfæramyndir við fyrstu kynni, stelpur eru farnar að taka þessu bara sem gefnu.“ „Við eigum ekkert að sætta okkur við þetta, ég held það sé bara kominn tími til þess að við sleppum því, því þetta eru rosalega óeðlileg samskipti.“ „Þegar maður í einhverjum svona kynferðislegum skilaboðum sem maður var ekkert að biðja um, þá er maður svo fljótur að eyða þessu og koma sér bara út úr þessum aðstæðum strax.“ Hvernig væri að byrja á því að bjóða góðan daginn? A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 4:07pm PST Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira
Sólborg Guðbrandsdóttir og Styrmir Barkarson stofnuðu nú á dögunum Instagram síðu undir nafninu „Fávitar,“ þar sem tilgangurinn er að varpa ljósi á ósæmileg skeyti ókunnugra karlmanna til kvenna á samfélagsmiðlum. Á Instagram síðunni má sjá skjáskot af niðrandi athugasemdum sem Sólborg og ýmsar aðrar ungar konur hafa fengið frá ókunnugum karlmönnum í gegnum samfélagsmiðla. Þar verða þær fyrir drusluskömmun og hlutgervingu. Síðan hefur nú verið til í tvo daga en þeim hefur þegar borist fjöldi mynda þar sem konur hafa tekið skjáskot af orðsendingum ókunnugra karlmanna. Regla nr. 1. Ekki kalla konur klámstjörnur. Það er lítillækkandi og hlutgerir þær. A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 1:18pm PST Hugmyndina að síðunni átti Styrmir en samsvarandi síða hefur verið til í Svíþjóð undir heitinu „Assholes online,“ þar sem sænskar stelpur varpa ljósi á hegðun karlmanna í þeirra garð á samfélagsmiðlum. „Við erum alveg búin að fá mikla athygli á stuttum tíma, en Styrmir vinur minn hafði samband við mig, en hann býr í Svíþjóð og benti mér á að þar hefðisvipuð síða verið búin til, þar sem sýnt er hvernig stelpur verða fyrir drusluskömmun og eru hlutgerðar,“ segir Sólborg í samtali við Vísi. Sólborg segir að samskipti af þessu tagi séu gífurlega algeng á samfélagsmiðlum í dag og hafi nánast allar vinkonur Sólborgar lent í slíkum samskipum. Styrmir og Sólborg vilja með síðunni draga slíka hegðun út í dagsljósið. „Markmiðið er að vekja athygli á samskiptum sem eru því miður viðloðandi við samfélagið í dag. Ég held að flestar vinkonur mínar hafi lent í því að fá óumbeðna typpamynd senda frá einhverjum bláókunnugum karlmanni út í bæ.“ „Það eru auðvitað bara tveir dagar síðan við stofnuðum síðuna en við höfum fengið slatta af skjáskotum síðan þá og margar stelpur komið til mín og sagt mér að þær hafi lent í þessu.“ Í stað þess að stelpur þurfi að haga sér á ákveðna vegu til að fá ekki á sig ,,stimpil' skaltu hætta að ,,stimpla'! A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 2:12pm PST Sólborg segir að það sé mikilvægt að ekki sé litið á slíka hegðun og samskipti af þessu tagi á netinu sem eðlilega. Hún segir að alltof margar konur séu vanar slíkum samskiptum. „Ég held að fólk sé bara búið að sætta sig við að þetta sé bara svona. Eins og með typpamyndirnar, að fólk sé að ætlast til þess að maður sendi þeim einhverjar kynfæramyndir við fyrstu kynni, stelpur eru farnar að taka þessu bara sem gefnu.“ „Við eigum ekkert að sætta okkur við þetta, ég held það sé bara kominn tími til þess að við sleppum því, því þetta eru rosalega óeðlileg samskipti.“ „Þegar maður í einhverjum svona kynferðislegum skilaboðum sem maður var ekkert að biðja um, þá er maður svo fljótur að eyða þessu og koma sér bara út úr þessum aðstæðum strax.“ Hvernig væri að byrja á því að bjóða góðan daginn? A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 4:07pm PST
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira