Í Zik Zak er að finna ríkulegt úrval af hversdags- og spari kvenfatnaði í öllum stærðum. Sömuleiðis úlpur sem hafa notið mikilla vinsælda. Þar fást líka skór, skart og fylgihlutir og stendur til að auka úrvalið af skarti til muna.

„Við höfum mikla reynslu af því að vinna með íslenskum konum og erum farnar að lesa þær ansi vel. Við ákváðum því að bæta við eigin línu til að geta lagað úrvalið enn frekar að þeirra þörfum.“
Nýjasta Zik Zak línan er komin í hús og ríkir mikil ánægja með hana. „Það sem einkennir hana helst eru góð snið, góðar stærðir og frábært verð. Línan kemur í stærðum 36 til 56 og ættu því allar konur að finna flík við hæfi. Með því að hanna línuna sjálf getum við líka haldið verðinu niðri en það er okkur mikið hjartans mál.“

Berglind segir mikið kapp lagt á góða þjónustu. „Við fáum til okkar mikinn fjölda kvenna á öllum aldri sem sumar eru óöruggar með sig og reynum að leiðbeina þeim eftir bestu getu með hentug snið og stærðir. Verslunin er þekkt fyrir mjög mikið og fjölbreytt úrval og viðskiptavinir þurfa góða aðstoð við að finna það sem hentar best. Við tölum frá hjartanu og eigum auðvelt með að mæta ólíkum þörfum. Við erum líka svolítið gamaldags að því leyti að við erum ekki í símanum eða tölvunni þegar viðskiptavinurinn kemur inn og megum alltaf vera að því að taka á móti honum,“ segir Berglind.

Berglind segir Zik Zak vera með marga fastakúnna. „Þær konur sem hafa ekki kost á að koma í verslunina sökum veikinda eða fötlunar senda svo gjarnan eiginmenn eða aðra ættingja með úrklippur af fötum úr auglýsingum sem við finnum til. Þeir koma svo aftur og aftur og það er voða gaman.“
Zik Zak er með 17.000 fylgjendur á facebook. „Þar er dásamlegt samfélag útaf fyrir sig og við erum mjög duglegar að setja inn myndir af nýjum vörum, tilboðum og öðru sem er að gerast," segir Sigríður og bendir á að á þriðjudaginn verði dregið í happdrættinu og tilkynnt um vinningsahafana á facebook. Hún bendir líka á það að á laugardag verður hægt að hringja inn á Bylgjunna og getur einn heppinn hlustandi nælt sér í 100.000 króna gjafabréf í beinni.
Þær Berglind og Sigríður hvetja alla til að líta við í afmælið og nýta sér allt að sextíu prósent afmælisafslátt. „Við tökum vel á móti öllum og bjóðum þeim sem vilja upp á kók og Prins Polo.“
