Háskólarektor minntist Birgis og Birnu við brautskráningu kandidata atli ísleifsson skrifar 18. febrúar 2017 16:07 Jón Atli Benediktsson í Háskólabíói fyrr í dag. háskóli íslands/Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, minntist Birgis Péturssonar og Birnu Brjánsdóttur við brautskráningu kandidata frá öllum deildum Háskóla Íslands í Háskólabíói fyrr í dag. Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455 – 329 konur og 126 karlar. Birgir fórst í snjóflóði í Esjunni fyrr á árinu en hann hafði þá þegar skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði og hugðist útskrifast í dag.Einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms Jón Atli sagði að þegar upp væri staðið væri einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms fólginn í því að öðlast tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og verða betri manneskjur. „En við háskólafólk hljótum líka að viðurkenna í auðmýkt að margir af erfiðustu lærdómum lífsins verða ekki numdir í skólum heldur í sjálfu umróti mannlífsins og í glímu við duttlunga náttúrunnar. Fyrir skömmu skók sá atburður okkar litla samfélag að ung stúlka í blóma lífsins, Birna Brjánsdóttir, var numin brott með voveiflegum hætti og svipt lífi. Hún var rænd framtíð sinni, tekin burt frá foreldrum, ættingjum og vinum. Enginn Íslendingur var ósnortinn af þessum hörmulega atburði. Og skömmu síðar lögðu þrír félagar úr Háskóla Íslands upp í fjallgöngu á Esjuna. Snjóflóð hreif þá með sér, tveir björguðust en einn ungur maður, Birgir Pétursson, fórst. Birgir hafði skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði áður en lagt var upp í fjallgönguna örlagaríku og hugðist standa hér uppi á sviði til að samfagna með okkur í dag. Fyrir hönd Háskóla Íslands votta ég aðstandendum Birgis og Birnu innilega samúð mína. Ágætu kandídatar. Þessir átakanlegu atburðir kenna okkur að vera minnug þess að ekkert er sjálfgefið. Lífið er óendanlega dýrmæt en líka brothætt gjöf. Andspænis hinstu rökum tilverunnar finnum við til samkenndar, kærleika og mikilvægi samstöðunnar. Við skulum vera minnug þess að styrkur samfélagsins ræðst af því hvernig við komum fram við þá sem standa veikastir og höllustum fæti,“ sagði Jón Atli og vísaði svo í texta bandaríska tónlistarmannsins Bob Dylan við lagið Forever Young sem hann sýndi hvernig við gætum verið ung að eilífu með því að huga að þeim gildum sem sameina okkur á þroskabrautinni. Ávarp Jóns Atla má lesa í heild sinni á vef Háskóla Íslands. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, minntist Birgis Péturssonar og Birnu Brjánsdóttur við brautskráningu kandidata frá öllum deildum Háskóla Íslands í Háskólabíói fyrr í dag. Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455 – 329 konur og 126 karlar. Birgir fórst í snjóflóði í Esjunni fyrr á árinu en hann hafði þá þegar skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði og hugðist útskrifast í dag.Einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms Jón Atli sagði að þegar upp væri staðið væri einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms fólginn í því að öðlast tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og verða betri manneskjur. „En við háskólafólk hljótum líka að viðurkenna í auðmýkt að margir af erfiðustu lærdómum lífsins verða ekki numdir í skólum heldur í sjálfu umróti mannlífsins og í glímu við duttlunga náttúrunnar. Fyrir skömmu skók sá atburður okkar litla samfélag að ung stúlka í blóma lífsins, Birna Brjánsdóttir, var numin brott með voveiflegum hætti og svipt lífi. Hún var rænd framtíð sinni, tekin burt frá foreldrum, ættingjum og vinum. Enginn Íslendingur var ósnortinn af þessum hörmulega atburði. Og skömmu síðar lögðu þrír félagar úr Háskóla Íslands upp í fjallgöngu á Esjuna. Snjóflóð hreif þá með sér, tveir björguðust en einn ungur maður, Birgir Pétursson, fórst. Birgir hafði skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði áður en lagt var upp í fjallgönguna örlagaríku og hugðist standa hér uppi á sviði til að samfagna með okkur í dag. Fyrir hönd Háskóla Íslands votta ég aðstandendum Birgis og Birnu innilega samúð mína. Ágætu kandídatar. Þessir átakanlegu atburðir kenna okkur að vera minnug þess að ekkert er sjálfgefið. Lífið er óendanlega dýrmæt en líka brothætt gjöf. Andspænis hinstu rökum tilverunnar finnum við til samkenndar, kærleika og mikilvægi samstöðunnar. Við skulum vera minnug þess að styrkur samfélagsins ræðst af því hvernig við komum fram við þá sem standa veikastir og höllustum fæti,“ sagði Jón Atli og vísaði svo í texta bandaríska tónlistarmannsins Bob Dylan við lagið Forever Young sem hann sýndi hvernig við gætum verið ung að eilífu með því að huga að þeim gildum sem sameina okkur á þroskabrautinni. Ávarp Jóns Atla má lesa í heild sinni á vef Háskóla Íslands.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira