Háskólarektor minntist Birgis og Birnu við brautskráningu kandidata atli ísleifsson skrifar 18. febrúar 2017 16:07 Jón Atli Benediktsson í Háskólabíói fyrr í dag. háskóli íslands/Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, minntist Birgis Péturssonar og Birnu Brjánsdóttur við brautskráningu kandidata frá öllum deildum Háskóla Íslands í Háskólabíói fyrr í dag. Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455 – 329 konur og 126 karlar. Birgir fórst í snjóflóði í Esjunni fyrr á árinu en hann hafði þá þegar skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði og hugðist útskrifast í dag.Einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms Jón Atli sagði að þegar upp væri staðið væri einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms fólginn í því að öðlast tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og verða betri manneskjur. „En við háskólafólk hljótum líka að viðurkenna í auðmýkt að margir af erfiðustu lærdómum lífsins verða ekki numdir í skólum heldur í sjálfu umróti mannlífsins og í glímu við duttlunga náttúrunnar. Fyrir skömmu skók sá atburður okkar litla samfélag að ung stúlka í blóma lífsins, Birna Brjánsdóttir, var numin brott með voveiflegum hætti og svipt lífi. Hún var rænd framtíð sinni, tekin burt frá foreldrum, ættingjum og vinum. Enginn Íslendingur var ósnortinn af þessum hörmulega atburði. Og skömmu síðar lögðu þrír félagar úr Háskóla Íslands upp í fjallgöngu á Esjuna. Snjóflóð hreif þá með sér, tveir björguðust en einn ungur maður, Birgir Pétursson, fórst. Birgir hafði skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði áður en lagt var upp í fjallgönguna örlagaríku og hugðist standa hér uppi á sviði til að samfagna með okkur í dag. Fyrir hönd Háskóla Íslands votta ég aðstandendum Birgis og Birnu innilega samúð mína. Ágætu kandídatar. Þessir átakanlegu atburðir kenna okkur að vera minnug þess að ekkert er sjálfgefið. Lífið er óendanlega dýrmæt en líka brothætt gjöf. Andspænis hinstu rökum tilverunnar finnum við til samkenndar, kærleika og mikilvægi samstöðunnar. Við skulum vera minnug þess að styrkur samfélagsins ræðst af því hvernig við komum fram við þá sem standa veikastir og höllustum fæti,“ sagði Jón Atli og vísaði svo í texta bandaríska tónlistarmannsins Bob Dylan við lagið Forever Young sem hann sýndi hvernig við gætum verið ung að eilífu með því að huga að þeim gildum sem sameina okkur á þroskabrautinni. Ávarp Jóns Atla má lesa í heild sinni á vef Háskóla Íslands. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, minntist Birgis Péturssonar og Birnu Brjánsdóttur við brautskráningu kandidata frá öllum deildum Háskóla Íslands í Háskólabíói fyrr í dag. Samanlagður fjöldi brautskráðra var 455 – 329 konur og 126 karlar. Birgir fórst í snjóflóði í Esjunni fyrr á árinu en hann hafði þá þegar skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði og hugðist útskrifast í dag.Einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms Jón Atli sagði að þegar upp væri staðið væri einn mikilvægasti ávinningur háskólanáms fólginn í því að öðlast tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og verða betri manneskjur. „En við háskólafólk hljótum líka að viðurkenna í auðmýkt að margir af erfiðustu lærdómum lífsins verða ekki numdir í skólum heldur í sjálfu umróti mannlífsins og í glímu við duttlunga náttúrunnar. Fyrir skömmu skók sá atburður okkar litla samfélag að ung stúlka í blóma lífsins, Birna Brjánsdóttir, var numin brott með voveiflegum hætti og svipt lífi. Hún var rænd framtíð sinni, tekin burt frá foreldrum, ættingjum og vinum. Enginn Íslendingur var ósnortinn af þessum hörmulega atburði. Og skömmu síðar lögðu þrír félagar úr Háskóla Íslands upp í fjallgöngu á Esjuna. Snjóflóð hreif þá með sér, tveir björguðust en einn ungur maður, Birgir Pétursson, fórst. Birgir hafði skilað meistararitgerð sinni í byggingarverkfræði áður en lagt var upp í fjallgönguna örlagaríku og hugðist standa hér uppi á sviði til að samfagna með okkur í dag. Fyrir hönd Háskóla Íslands votta ég aðstandendum Birgis og Birnu innilega samúð mína. Ágætu kandídatar. Þessir átakanlegu atburðir kenna okkur að vera minnug þess að ekkert er sjálfgefið. Lífið er óendanlega dýrmæt en líka brothætt gjöf. Andspænis hinstu rökum tilverunnar finnum við til samkenndar, kærleika og mikilvægi samstöðunnar. Við skulum vera minnug þess að styrkur samfélagsins ræðst af því hvernig við komum fram við þá sem standa veikastir og höllustum fæti,“ sagði Jón Atli og vísaði svo í texta bandaríska tónlistarmannsins Bob Dylan við lagið Forever Young sem hann sýndi hvernig við gætum verið ung að eilífu með því að huga að þeim gildum sem sameina okkur á þroskabrautinni. Ávarp Jóns Atla má lesa í heild sinni á vef Háskóla Íslands.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira