Eingöngu fjórðungur kandidata karlmenn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 20:00 Á síðustu tuttugu árum hafa konur verið í meirihluta nemenda Háskóla Íslands. Og síðustu árin hafa tveir af hverjum þremur nemendum háskólans verið konur. Árið 2001 voru karlar 41 prósent brautskráðra við háskólann. Árið 2006 voru þeir 34 prósent og á síðasta ári voru þeir 31 prósent. Af þeim 455 kandidötum sem tóku við brautskráningarskirteini sínu við Háskóla Íslands í dag voru eingöngu 126 karlmenn eða tæplega 28 prósent kandidata. „Þetta er áhyggjuefni, að piltar séu ekki að koma í eins miklum mæli og við myndum vilja sjá þá inn í háskólann og það þarf snúa því við en það tekur tíma,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.vísir/pjeturJón Atli segir vandann ekki snúast um brottfall karlnemenda úr háskólanum. Piltar komi ekki í gegnum skólakerfið inn í háskólann og það þurfi að skoða í þjóðfélagslegu samhengi. „Svo má líta á þetta með launin. Hvers vegna koma piltar ekki inn í háskóla? Detta þeir út úr framhaldsskóla? Sjá þeir ekki gildi þess að mennta sig? Því að virði menntunarinnar kemur ekki fram í launaumslaginu? Þetta er eitt af því sem þarf að skoða - og það eru sérfræðingar nú þegar að skoða þetta," segir hann. Konur eru í meirihluta í öllum deildum skólans fyrir utan á verkfræði- og náttúruvísindasviði.En af hverju er æskilegt eða mikilvægt að kynjahlutfallið sé jafnt? „Það skiptir máli að þjóðfélagið sé þannig að það sé ekki misskipting kynja á vinnumarkaði. Að það sé ekki kynjahalli á vinnumarkaði í ákveðnum greinum. Að karlar og konur geti sinnt sömu greinum. Og það á sérstaklega við um bóklegar greinar eins og í háskóla," segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hafa konur verið í meirihluta nemenda Háskóla Íslands. Og síðustu árin hafa tveir af hverjum þremur nemendum háskólans verið konur. Árið 2001 voru karlar 41 prósent brautskráðra við háskólann. Árið 2006 voru þeir 34 prósent og á síðasta ári voru þeir 31 prósent. Af þeim 455 kandidötum sem tóku við brautskráningarskirteini sínu við Háskóla Íslands í dag voru eingöngu 126 karlmenn eða tæplega 28 prósent kandidata. „Þetta er áhyggjuefni, að piltar séu ekki að koma í eins miklum mæli og við myndum vilja sjá þá inn í háskólann og það þarf snúa því við en það tekur tíma,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.vísir/pjeturJón Atli segir vandann ekki snúast um brottfall karlnemenda úr háskólanum. Piltar komi ekki í gegnum skólakerfið inn í háskólann og það þurfi að skoða í þjóðfélagslegu samhengi. „Svo má líta á þetta með launin. Hvers vegna koma piltar ekki inn í háskóla? Detta þeir út úr framhaldsskóla? Sjá þeir ekki gildi þess að mennta sig? Því að virði menntunarinnar kemur ekki fram í launaumslaginu? Þetta er eitt af því sem þarf að skoða - og það eru sérfræðingar nú þegar að skoða þetta," segir hann. Konur eru í meirihluta í öllum deildum skólans fyrir utan á verkfræði- og náttúruvísindasviði.En af hverju er æskilegt eða mikilvægt að kynjahlutfallið sé jafnt? „Það skiptir máli að þjóðfélagið sé þannig að það sé ekki misskipting kynja á vinnumarkaði. Að það sé ekki kynjahalli á vinnumarkaði í ákveðnum greinum. Að karlar og konur geti sinnt sömu greinum. Og það á sérstaklega við um bóklegar greinar eins og í háskóla," segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira