Segir engum frá áfangastaðnum Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 20. janúar 2017 11:00 Canal Grande í Feneyjum. Þar var Nanna á ferð um síðastliðin jól. Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri hjá Forlaginu og matreiðslubókahöfundur, hefur ferðast töluvert síðustu fimmtán árin eða svo, ýmist ein eða með barnabörnum sínum sem hún segir vera skemmtilega ferðafélaga. Undanförnum þrennum jólum hefur Nanna varið ein í útlöndum. „Ég hef aldrei verið neitt sérstakt jólabarn og það eru nokkur ár síðan ég hætti að jólaskreyta eða vera með tré. Mér finnst satt að segja allt of mikið gert úr jólunum. En mér hefur þó oftast liðið vel um jólin, það er ekki málið. Mig langaði bara til að prófa að sleppa þeim, athuga hvernig það væri,“ útskýrir Nanna.Nanna hefur ferðast töluvert undanfarin ár. Þessi mynd af henni var tekin í ferðalagi með dóttursyni hennar við Schönbrunnhöll í Vín.Segir engum frá Nanna hefur haft þann skemmtilega hátt á að halda áfangastaðnum í þessum jólaferðum leyndum, gefið fólki einhverjar smávísbendingar um hvert förinni er heitið, birt myndir á Facebook þegar hún er komin á staðinn og svo hefur fólk spreytt sig á að giska á hvar hún er stödd. „Þetta er nú bara til gamans gert. Þegar ég fór fyrst út var ég búin að grínast með að ég ætlaði ekkert að segja neinum hvert ég væri að fara en svo missti ég það út úr mér við einhvern og þá þýddi ekkert að reyna að halda því leyndu. En ég hef staðið við það í hin skiptin,“ segir hún og brosir. Fyrsta jólaferð Nönnu var til eyjunnar Madeira sem hana hafði lengi langað til að heimsækja. „Ég leigði þar hundrað fermetra stórfína íbúð á frábærum stað í Funchal, sat úti á svölum og horfði ýmist á Atlantshafið eða upp til fjalla, rölti um Funchal, horfði á brimið, fór með svifbrautinni upp á fjallið í hádeginu á aðfangadag, fékk mér fiskisúpu og horfði á stórkostlegt útsýnið. Í fyrra ákvað ég að fara til Möltu. Malta er á vissan hátt miðpunktur Miðjarðarhafsins og hefur verið undir yfirráðum svo gott sem allra stórvelda sem þar hafa einhvern tíma risið og þau hafa öll haft áhrif á eyjuna, menningu hennar, tungumál, matargerð og fleira og þessu langaði mig að kynnast betur.“Í skoðunarferð um Madeira sá Nanna hve ótrúlega Madeirabúum hefur tekist að nýta land sitt, snarbrattar fjallshlíðar og þrönga dali.Friðsæl jól Á Möltu varði Nanna jólunum í höfuðborginni Valletta þar sem hún gat horft á skemmtiferðaskipin sigla framhjá glugganum sínum. „Valletta er fallegur smábær og ég held ég hafi gengið hverja einustu götu þar og skoðaði kirkjur og söfn og frábær listaverk. Og á jóladagsmorgun gekk ég hringinn í kringum bæinn og sá varla nokkurn á ferli nema gamlan mann sem sat á bryggjusporði og veiddi ofan í tvo ketti. Núna um jólin var ég svo í Trieste á Ítalíu sem er notaleg borg og ég kunni afskaplega vel við mig þar. Átti afar friðsæl jól í lúxus-risíbúð í gömlu glæsihúsi. Og jólamaturinn minn var þrenna af villisvína-, kengúru- og sebrakjöti á einhverju hipsteraveitingahúsi,“ segir Nanna og brosir. Hún var heldur lengur í þeirri ferð en hún hafði áður verið, var þrjá daga í Trieste en fór svo til Padúa í tvo daga. Ferðin endaði svo á þremur dögum í Feneyjum. „Mér fannst skemmtilegt að sameina heimsókn til þessara þriggja norðurítölsku borga, það er ekki langt á milli þeirra en þær eru alveg ótrúlega ólíkar og það gerði ferðina enn áhugaverðari en ella.“Á jóladagsmorgni á Möltu gekk Nanna hringinn í kringum Valletta og sá varla nokkurn á ferli nema gamlan mann sem sat á bryggjusporði og veiddi ofan í tvo ketti.Notalegt að vera ein Nanna komst að því að henni finnst notalegt að vera ein í útlöndum yfir jólin. „Þegar ég fór fyrst var ég alveg búin undir að verða yfirkomin af heimþrá á aðfangadagskvöld og að tárin rynnu niður kinnarnar á mér. En það var alls ekki. Þessi þrjú aðfangadagskvöld hef ég farið út að borða frekar snemma kvölds, rölt svo heim í gegnum miðbæinn og drukkið í mig jólastemminguna – það hefur alltaf verið fólk á ferli en allt mjög friðsælt – og þegar heim í íbúðina kemur hef ég sest niður með glas af góðu víni og ostbita og hlustað á Jussi Björling syngja O helga natt. Það eru mín jól, þau standa í svona fimm mínútur. Og svo spjalla ég aðeins við börn og barnabörn.“ Þegar Nanna er spurð að því hvort hún sé byrjuð að plana næstu ferð stendur aðeins á svörum. „Já og nei. Ég er með ákveðinn stað í huga, kannski fyrir næstu jól en ég er líka að reyna að gera upp við mig hvort ég fer til útlanda á sextugsafmælinu mínu núna í mars og ef ég geri það verður sá staður líklega fyrir valinu. Og nei, ég segi ekki hvaða staður það er.“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri hjá Forlaginu og matreiðslubókahöfundur, hefur ferðast töluvert síðustu fimmtán árin eða svo, ýmist ein eða með barnabörnum sínum sem hún segir vera skemmtilega ferðafélaga. Undanförnum þrennum jólum hefur Nanna varið ein í útlöndum. „Ég hef aldrei verið neitt sérstakt jólabarn og það eru nokkur ár síðan ég hætti að jólaskreyta eða vera með tré. Mér finnst satt að segja allt of mikið gert úr jólunum. En mér hefur þó oftast liðið vel um jólin, það er ekki málið. Mig langaði bara til að prófa að sleppa þeim, athuga hvernig það væri,“ útskýrir Nanna.Nanna hefur ferðast töluvert undanfarin ár. Þessi mynd af henni var tekin í ferðalagi með dóttursyni hennar við Schönbrunnhöll í Vín.Segir engum frá Nanna hefur haft þann skemmtilega hátt á að halda áfangastaðnum í þessum jólaferðum leyndum, gefið fólki einhverjar smávísbendingar um hvert förinni er heitið, birt myndir á Facebook þegar hún er komin á staðinn og svo hefur fólk spreytt sig á að giska á hvar hún er stödd. „Þetta er nú bara til gamans gert. Þegar ég fór fyrst út var ég búin að grínast með að ég ætlaði ekkert að segja neinum hvert ég væri að fara en svo missti ég það út úr mér við einhvern og þá þýddi ekkert að reyna að halda því leyndu. En ég hef staðið við það í hin skiptin,“ segir hún og brosir. Fyrsta jólaferð Nönnu var til eyjunnar Madeira sem hana hafði lengi langað til að heimsækja. „Ég leigði þar hundrað fermetra stórfína íbúð á frábærum stað í Funchal, sat úti á svölum og horfði ýmist á Atlantshafið eða upp til fjalla, rölti um Funchal, horfði á brimið, fór með svifbrautinni upp á fjallið í hádeginu á aðfangadag, fékk mér fiskisúpu og horfði á stórkostlegt útsýnið. Í fyrra ákvað ég að fara til Möltu. Malta er á vissan hátt miðpunktur Miðjarðarhafsins og hefur verið undir yfirráðum svo gott sem allra stórvelda sem þar hafa einhvern tíma risið og þau hafa öll haft áhrif á eyjuna, menningu hennar, tungumál, matargerð og fleira og þessu langaði mig að kynnast betur.“Í skoðunarferð um Madeira sá Nanna hve ótrúlega Madeirabúum hefur tekist að nýta land sitt, snarbrattar fjallshlíðar og þrönga dali.Friðsæl jól Á Möltu varði Nanna jólunum í höfuðborginni Valletta þar sem hún gat horft á skemmtiferðaskipin sigla framhjá glugganum sínum. „Valletta er fallegur smábær og ég held ég hafi gengið hverja einustu götu þar og skoðaði kirkjur og söfn og frábær listaverk. Og á jóladagsmorgun gekk ég hringinn í kringum bæinn og sá varla nokkurn á ferli nema gamlan mann sem sat á bryggjusporði og veiddi ofan í tvo ketti. Núna um jólin var ég svo í Trieste á Ítalíu sem er notaleg borg og ég kunni afskaplega vel við mig þar. Átti afar friðsæl jól í lúxus-risíbúð í gömlu glæsihúsi. Og jólamaturinn minn var þrenna af villisvína-, kengúru- og sebrakjöti á einhverju hipsteraveitingahúsi,“ segir Nanna og brosir. Hún var heldur lengur í þeirri ferð en hún hafði áður verið, var þrjá daga í Trieste en fór svo til Padúa í tvo daga. Ferðin endaði svo á þremur dögum í Feneyjum. „Mér fannst skemmtilegt að sameina heimsókn til þessara þriggja norðurítölsku borga, það er ekki langt á milli þeirra en þær eru alveg ótrúlega ólíkar og það gerði ferðina enn áhugaverðari en ella.“Á jóladagsmorgni á Möltu gekk Nanna hringinn í kringum Valletta og sá varla nokkurn á ferli nema gamlan mann sem sat á bryggjusporði og veiddi ofan í tvo ketti.Notalegt að vera ein Nanna komst að því að henni finnst notalegt að vera ein í útlöndum yfir jólin. „Þegar ég fór fyrst var ég alveg búin undir að verða yfirkomin af heimþrá á aðfangadagskvöld og að tárin rynnu niður kinnarnar á mér. En það var alls ekki. Þessi þrjú aðfangadagskvöld hef ég farið út að borða frekar snemma kvölds, rölt svo heim í gegnum miðbæinn og drukkið í mig jólastemminguna – það hefur alltaf verið fólk á ferli en allt mjög friðsælt – og þegar heim í íbúðina kemur hef ég sest niður með glas af góðu víni og ostbita og hlustað á Jussi Björling syngja O helga natt. Það eru mín jól, þau standa í svona fimm mínútur. Og svo spjalla ég aðeins við börn og barnabörn.“ Þegar Nanna er spurð að því hvort hún sé byrjuð að plana næstu ferð stendur aðeins á svörum. „Já og nei. Ég er með ákveðinn stað í huga, kannski fyrir næstu jól en ég er líka að reyna að gera upp við mig hvort ég fer til útlanda á sextugsafmælinu mínu núna í mars og ef ég geri það verður sá staður líklega fyrir valinu. Og nei, ég segi ekki hvaða staður það er.“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fengu konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira