Segir engum frá áfangastaðnum Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 20. janúar 2017 11:00 Canal Grande í Feneyjum. Þar var Nanna á ferð um síðastliðin jól. Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri hjá Forlaginu og matreiðslubókahöfundur, hefur ferðast töluvert síðustu fimmtán árin eða svo, ýmist ein eða með barnabörnum sínum sem hún segir vera skemmtilega ferðafélaga. Undanförnum þrennum jólum hefur Nanna varið ein í útlöndum. „Ég hef aldrei verið neitt sérstakt jólabarn og það eru nokkur ár síðan ég hætti að jólaskreyta eða vera með tré. Mér finnst satt að segja allt of mikið gert úr jólunum. En mér hefur þó oftast liðið vel um jólin, það er ekki málið. Mig langaði bara til að prófa að sleppa þeim, athuga hvernig það væri,“ útskýrir Nanna.Nanna hefur ferðast töluvert undanfarin ár. Þessi mynd af henni var tekin í ferðalagi með dóttursyni hennar við Schönbrunnhöll í Vín.Segir engum frá Nanna hefur haft þann skemmtilega hátt á að halda áfangastaðnum í þessum jólaferðum leyndum, gefið fólki einhverjar smávísbendingar um hvert förinni er heitið, birt myndir á Facebook þegar hún er komin á staðinn og svo hefur fólk spreytt sig á að giska á hvar hún er stödd. „Þetta er nú bara til gamans gert. Þegar ég fór fyrst út var ég búin að grínast með að ég ætlaði ekkert að segja neinum hvert ég væri að fara en svo missti ég það út úr mér við einhvern og þá þýddi ekkert að reyna að halda því leyndu. En ég hef staðið við það í hin skiptin,“ segir hún og brosir. Fyrsta jólaferð Nönnu var til eyjunnar Madeira sem hana hafði lengi langað til að heimsækja. „Ég leigði þar hundrað fermetra stórfína íbúð á frábærum stað í Funchal, sat úti á svölum og horfði ýmist á Atlantshafið eða upp til fjalla, rölti um Funchal, horfði á brimið, fór með svifbrautinni upp á fjallið í hádeginu á aðfangadag, fékk mér fiskisúpu og horfði á stórkostlegt útsýnið. Í fyrra ákvað ég að fara til Möltu. Malta er á vissan hátt miðpunktur Miðjarðarhafsins og hefur verið undir yfirráðum svo gott sem allra stórvelda sem þar hafa einhvern tíma risið og þau hafa öll haft áhrif á eyjuna, menningu hennar, tungumál, matargerð og fleira og þessu langaði mig að kynnast betur.“Í skoðunarferð um Madeira sá Nanna hve ótrúlega Madeirabúum hefur tekist að nýta land sitt, snarbrattar fjallshlíðar og þrönga dali.Friðsæl jól Á Möltu varði Nanna jólunum í höfuðborginni Valletta þar sem hún gat horft á skemmtiferðaskipin sigla framhjá glugganum sínum. „Valletta er fallegur smábær og ég held ég hafi gengið hverja einustu götu þar og skoðaði kirkjur og söfn og frábær listaverk. Og á jóladagsmorgun gekk ég hringinn í kringum bæinn og sá varla nokkurn á ferli nema gamlan mann sem sat á bryggjusporði og veiddi ofan í tvo ketti. Núna um jólin var ég svo í Trieste á Ítalíu sem er notaleg borg og ég kunni afskaplega vel við mig þar. Átti afar friðsæl jól í lúxus-risíbúð í gömlu glæsihúsi. Og jólamaturinn minn var þrenna af villisvína-, kengúru- og sebrakjöti á einhverju hipsteraveitingahúsi,“ segir Nanna og brosir. Hún var heldur lengur í þeirri ferð en hún hafði áður verið, var þrjá daga í Trieste en fór svo til Padúa í tvo daga. Ferðin endaði svo á þremur dögum í Feneyjum. „Mér fannst skemmtilegt að sameina heimsókn til þessara þriggja norðurítölsku borga, það er ekki langt á milli þeirra en þær eru alveg ótrúlega ólíkar og það gerði ferðina enn áhugaverðari en ella.“Á jóladagsmorgni á Möltu gekk Nanna hringinn í kringum Valletta og sá varla nokkurn á ferli nema gamlan mann sem sat á bryggjusporði og veiddi ofan í tvo ketti.Notalegt að vera ein Nanna komst að því að henni finnst notalegt að vera ein í útlöndum yfir jólin. „Þegar ég fór fyrst var ég alveg búin undir að verða yfirkomin af heimþrá á aðfangadagskvöld og að tárin rynnu niður kinnarnar á mér. En það var alls ekki. Þessi þrjú aðfangadagskvöld hef ég farið út að borða frekar snemma kvölds, rölt svo heim í gegnum miðbæinn og drukkið í mig jólastemminguna – það hefur alltaf verið fólk á ferli en allt mjög friðsælt – og þegar heim í íbúðina kemur hef ég sest niður með glas af góðu víni og ostbita og hlustað á Jussi Björling syngja O helga natt. Það eru mín jól, þau standa í svona fimm mínútur. Og svo spjalla ég aðeins við börn og barnabörn.“ Þegar Nanna er spurð að því hvort hún sé byrjuð að plana næstu ferð stendur aðeins á svörum. „Já og nei. Ég er með ákveðinn stað í huga, kannski fyrir næstu jól en ég er líka að reyna að gera upp við mig hvort ég fer til útlanda á sextugsafmælinu mínu núna í mars og ef ég geri það verður sá staður líklega fyrir valinu. Og nei, ég segi ekki hvaða staður það er.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Nanna Rögnvaldardóttir, ritstjóri hjá Forlaginu og matreiðslubókahöfundur, hefur ferðast töluvert síðustu fimmtán árin eða svo, ýmist ein eða með barnabörnum sínum sem hún segir vera skemmtilega ferðafélaga. Undanförnum þrennum jólum hefur Nanna varið ein í útlöndum. „Ég hef aldrei verið neitt sérstakt jólabarn og það eru nokkur ár síðan ég hætti að jólaskreyta eða vera með tré. Mér finnst satt að segja allt of mikið gert úr jólunum. En mér hefur þó oftast liðið vel um jólin, það er ekki málið. Mig langaði bara til að prófa að sleppa þeim, athuga hvernig það væri,“ útskýrir Nanna.Nanna hefur ferðast töluvert undanfarin ár. Þessi mynd af henni var tekin í ferðalagi með dóttursyni hennar við Schönbrunnhöll í Vín.Segir engum frá Nanna hefur haft þann skemmtilega hátt á að halda áfangastaðnum í þessum jólaferðum leyndum, gefið fólki einhverjar smávísbendingar um hvert förinni er heitið, birt myndir á Facebook þegar hún er komin á staðinn og svo hefur fólk spreytt sig á að giska á hvar hún er stödd. „Þetta er nú bara til gamans gert. Þegar ég fór fyrst út var ég búin að grínast með að ég ætlaði ekkert að segja neinum hvert ég væri að fara en svo missti ég það út úr mér við einhvern og þá þýddi ekkert að reyna að halda því leyndu. En ég hef staðið við það í hin skiptin,“ segir hún og brosir. Fyrsta jólaferð Nönnu var til eyjunnar Madeira sem hana hafði lengi langað til að heimsækja. „Ég leigði þar hundrað fermetra stórfína íbúð á frábærum stað í Funchal, sat úti á svölum og horfði ýmist á Atlantshafið eða upp til fjalla, rölti um Funchal, horfði á brimið, fór með svifbrautinni upp á fjallið í hádeginu á aðfangadag, fékk mér fiskisúpu og horfði á stórkostlegt útsýnið. Í fyrra ákvað ég að fara til Möltu. Malta er á vissan hátt miðpunktur Miðjarðarhafsins og hefur verið undir yfirráðum svo gott sem allra stórvelda sem þar hafa einhvern tíma risið og þau hafa öll haft áhrif á eyjuna, menningu hennar, tungumál, matargerð og fleira og þessu langaði mig að kynnast betur.“Í skoðunarferð um Madeira sá Nanna hve ótrúlega Madeirabúum hefur tekist að nýta land sitt, snarbrattar fjallshlíðar og þrönga dali.Friðsæl jól Á Möltu varði Nanna jólunum í höfuðborginni Valletta þar sem hún gat horft á skemmtiferðaskipin sigla framhjá glugganum sínum. „Valletta er fallegur smábær og ég held ég hafi gengið hverja einustu götu þar og skoðaði kirkjur og söfn og frábær listaverk. Og á jóladagsmorgun gekk ég hringinn í kringum bæinn og sá varla nokkurn á ferli nema gamlan mann sem sat á bryggjusporði og veiddi ofan í tvo ketti. Núna um jólin var ég svo í Trieste á Ítalíu sem er notaleg borg og ég kunni afskaplega vel við mig þar. Átti afar friðsæl jól í lúxus-risíbúð í gömlu glæsihúsi. Og jólamaturinn minn var þrenna af villisvína-, kengúru- og sebrakjöti á einhverju hipsteraveitingahúsi,“ segir Nanna og brosir. Hún var heldur lengur í þeirri ferð en hún hafði áður verið, var þrjá daga í Trieste en fór svo til Padúa í tvo daga. Ferðin endaði svo á þremur dögum í Feneyjum. „Mér fannst skemmtilegt að sameina heimsókn til þessara þriggja norðurítölsku borga, það er ekki langt á milli þeirra en þær eru alveg ótrúlega ólíkar og það gerði ferðina enn áhugaverðari en ella.“Á jóladagsmorgni á Möltu gekk Nanna hringinn í kringum Valletta og sá varla nokkurn á ferli nema gamlan mann sem sat á bryggjusporði og veiddi ofan í tvo ketti.Notalegt að vera ein Nanna komst að því að henni finnst notalegt að vera ein í útlöndum yfir jólin. „Þegar ég fór fyrst var ég alveg búin undir að verða yfirkomin af heimþrá á aðfangadagskvöld og að tárin rynnu niður kinnarnar á mér. En það var alls ekki. Þessi þrjú aðfangadagskvöld hef ég farið út að borða frekar snemma kvölds, rölt svo heim í gegnum miðbæinn og drukkið í mig jólastemminguna – það hefur alltaf verið fólk á ferli en allt mjög friðsælt – og þegar heim í íbúðina kemur hef ég sest niður með glas af góðu víni og ostbita og hlustað á Jussi Björling syngja O helga natt. Það eru mín jól, þau standa í svona fimm mínútur. Og svo spjalla ég aðeins við börn og barnabörn.“ Þegar Nanna er spurð að því hvort hún sé byrjuð að plana næstu ferð stendur aðeins á svörum. „Já og nei. Ég er með ákveðinn stað í huga, kannski fyrir næstu jól en ég er líka að reyna að gera upp við mig hvort ég fer til útlanda á sextugsafmælinu mínu núna í mars og ef ég geri það verður sá staður líklega fyrir valinu. Og nei, ég segi ekki hvaða staður það er.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira