Sýrlensku flóttamennirnir komnir til landsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. janúar 2017 10:53 Tuttugu og einn sýrlenskur flóttamaður kom til Íslands í gær Vísir/Stefán Tuttugu og einn sýrlenskur flóttamaður kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, munu búa í Hveragerði en fjórtán setjast að á Selfossi. Fólkið kom frá Líbanon þar sem það hafði búið í flóttamannabúðum í eitt ár. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Þorsetinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók á móti fjölskyldunum við komuna í Keflavík. Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir, nýráðinn verkefnisstjóri Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Árborgar segir að margir hafi sýnt því áhuga að sinna hlutverki fósturfjölskyldna. „Stuðningsfjölskyldurnar munu aðstoða flóttafólkið með ýmsum hætti í gagnkvæmu aðlögunarferli fyrsta árið. Margir innan samfélagsins hafa sýnt velvilja og áhuga að styðja fjölskyldurnar sem er mjög fallegt og kærkomið og hægt er að ræða bæði við sveitarfélögin og Rauðakrossinn til að koma óskum áleiðis. Rauðakrossinn heldur utan um allt sjálfboðaliðastarf og því upplagt að leita til þeirra ef áhugi er að leggja sitt af mörkum,“ segir Sólveig Björk.Við komuna í Keflavík í gær.Vísir/StefánÍ byrjun ársins 2016 komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær hafa verið í samskiptum við þær fjölskyldur sem settust að fyrir ári síðan í gegnum Facebook. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Sjá meira
Tuttugu og einn sýrlenskur flóttamaður kom til Íslands í gær. Sjö þeirra, hjón með fimm börn, munu búa í Hveragerði en fjórtán setjast að á Selfossi. Fólkið kom frá Líbanon þar sem það hafði búið í flóttamannabúðum í eitt ár. Nú hefst ferli þar sem fólkið nýtur aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins og fleiri við að aðlagast nýjum heimkynnum. Þorsetinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, tók á móti fjölskyldunum við komuna í Keflavík. Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir, nýráðinn verkefnisstjóri Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Árborgar segir að margir hafi sýnt því áhuga að sinna hlutverki fósturfjölskyldna. „Stuðningsfjölskyldurnar munu aðstoða flóttafólkið með ýmsum hætti í gagnkvæmu aðlögunarferli fyrsta árið. Margir innan samfélagsins hafa sýnt velvilja og áhuga að styðja fjölskyldurnar sem er mjög fallegt og kærkomið og hægt er að ræða bæði við sveitarfélögin og Rauðakrossinn til að koma óskum áleiðis. Rauðakrossinn heldur utan um allt sjálfboðaliðastarf og því upplagt að leita til þeirra ef áhugi er að leggja sitt af mörkum,“ segir Sólveig Björk.Við komuna í Keflavík í gær.Vísir/StefánÍ byrjun ársins 2016 komu sex sýrlenskar fjölskyldur hingað til lands eftir að hafa þurft að flýja heimili sín vegna stríðs í heimalandinu. Í maí síðastliðnum samþykkti ríkisstjórnin svo að taka á móti öðrum hópi sýrlenskra fjölskyldna frá flóttamannabúðum í Beirút í Líbanon. Fjölskyldurnar sem komu til landsins í gær hafa verið í samskiptum við þær fjölskyldur sem settust að fyrir ári síðan í gegnum Facebook. „Facebook bjargar. Þau eru búin að vera í samskiptum og eru farin að þekkja hvort annað svolítið. Það er svona ákveðið forskot. Sýrlendingarnir okkar sem komu á síðasta ári og fyrr á þessu ári eru tilbúin að tengjast þeim og tengja þau við heimamenn,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Sjá meira