17 ára hælisleitandi í gæsluvarðahaldi: „Barnaverndarstofa lítur málið alvarlegum augum“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. janúar 2017 19:00 17 ára hælisleitandi var í tæplega vikulöngu gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum - án vitundar Barnaverndarstofu. Sáttmáli sameinuðu þjóðanna girðir fyrir að börn séu í fangelsi með fullorðnum. Barnaverndastofa lítur málið mjög alvarlegum augum. Á síðustu þremur vikum hafa fimm fylgdarlaus börn komið til landsins og er umræddur drengur einn þeirra. Hann var settur í gæsluvarðhald og var á Litla Hrauni í um eina viku. Drengurinn er frá Miðausturlöndum og kom til landsins á fölsuðum skilríkjum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist hann vera 17 ára gamall. „Það virðist sem svo að einstaklingur sem kemur til landisns á milli jóla og nýárs og gefur upp að hann sé yngri en 18 ára, hafi ekki fengið þjónustu frá barnaverndinni og hún ekki upplýst um að hann sé kominn til landins. Viðkomandi svo úrskurðaður í gæsluvarðhald og hann settur á Litla Hraun. Þegar einstaklingur gefur það upp að hann sé yngri en 18 ára þá á sá einstaklingur að njóta þess vafa og vera meðhöndlaður sem barn, þar til annað kemur í ljós,“ segir Heiða Björg Pálsdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu. Heiða útskýrir að samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé óheimilt að setja börn í fangelsi með fullorðnum einstaklingum. Þegar svo ber undir hafi börn verið vistuð í úrræði á vegum Barnaverndarstofu. Þá tóku ný lög um útlendinga gildi um áramótin en samkvæmt þeim er Barnaverndarstofu falið að sjá um hagsmunagæslu barna sem koma án forsjáraðila til landsins.„Barnaverndarstofa lítur þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Heiða Björg. Í dag dvelur drengurinn í móttökumiðstöð á vegum Útlendingastofnunar og hefur Barnaverndarstofa eftirlit með honum. „Við höfum verið að afla upplýsinga frá þeim yfirvöldum sem koma að máli barnsins og erum áfram að gera það. Við höfum ekki fengið allar skýringar ennþá. Við þurfum að komast til botns í þessu máli. Ef það kemur í ljós að svona mistök hafi virkilega verið gerð eins og það lítur út fyrir að vera þá þurfum við að setjast niður með þeim stjórnvöldum sem hlut eiga að máli til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur,“ segir Heiða Björg. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
17 ára hælisleitandi var í tæplega vikulöngu gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum - án vitundar Barnaverndarstofu. Sáttmáli sameinuðu þjóðanna girðir fyrir að börn séu í fangelsi með fullorðnum. Barnaverndastofa lítur málið mjög alvarlegum augum. Á síðustu þremur vikum hafa fimm fylgdarlaus börn komið til landsins og er umræddur drengur einn þeirra. Hann var settur í gæsluvarðhald og var á Litla Hrauni í um eina viku. Drengurinn er frá Miðausturlöndum og kom til landsins á fölsuðum skilríkjum. Við yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist hann vera 17 ára gamall. „Það virðist sem svo að einstaklingur sem kemur til landisns á milli jóla og nýárs og gefur upp að hann sé yngri en 18 ára, hafi ekki fengið þjónustu frá barnaverndinni og hún ekki upplýst um að hann sé kominn til landins. Viðkomandi svo úrskurðaður í gæsluvarðhald og hann settur á Litla Hraun. Þegar einstaklingur gefur það upp að hann sé yngri en 18 ára þá á sá einstaklingur að njóta þess vafa og vera meðhöndlaður sem barn, þar til annað kemur í ljós,“ segir Heiða Björg Pálsdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu. Heiða útskýrir að samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sé óheimilt að setja börn í fangelsi með fullorðnum einstaklingum. Þegar svo ber undir hafi börn verið vistuð í úrræði á vegum Barnaverndarstofu. Þá tóku ný lög um útlendinga gildi um áramótin en samkvæmt þeim er Barnaverndarstofu falið að sjá um hagsmunagæslu barna sem koma án forsjáraðila til landsins.„Barnaverndarstofa lítur þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Heiða Björg. Í dag dvelur drengurinn í móttökumiðstöð á vegum Útlendingastofnunar og hefur Barnaverndarstofa eftirlit með honum. „Við höfum verið að afla upplýsinga frá þeim yfirvöldum sem koma að máli barnsins og erum áfram að gera það. Við höfum ekki fengið allar skýringar ennþá. Við þurfum að komast til botns í þessu máli. Ef það kemur í ljós að svona mistök hafi virkilega verið gerð eins og það lítur út fyrir að vera þá þurfum við að setjast niður með þeim stjórnvöldum sem hlut eiga að máli til að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur,“ segir Heiða Björg.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira