Frá Sollu stirðu í ballettkennslu hjá DWC Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 14. janúar 2017 08:30 Melkorka Davíðsdóttir Pitt er yfirkennari ballettdeildar Dansstúdíó World class. Vísir/Stefán „Það hefur lengið verið draumur hjá Dansstúdío World Class að stofna ballet deild. Hugsunin er tvíþætt, að bjóða upp á vandað og sérhæft dansnám fyrir litlu dansarana og síðan að styrkja dansara í yngri og eldri deildum skólans enn frekar í tækni,“ segir Melkorka Davíðsdóttir Pitt yfirkennari balletdeildarinnar spurð út í nýjustu deild Dansstúdío World Class. Deildin er fyrir börn á aldrinum 3-6 ára og fara tímarnir fram í World Class í Smáralind. „Við kynnum börnunum , á nýjan hátt fyrir ballettinum með ævintýralegu sniði. Við höfum útbúið nýtt og aðgengilegt prógram sem er byggt upp á þremur aðal þáttum : upphitun í spunaformi, ævintýraþema og hnitmiðuðum æfingum,“ segir hún. Melkorka býr að töluverði reynslu þegar kemur að dansi en hún hóf dansnám hjá Listdansskóla Íslands 9 ára gömul og nýtur þess að búa til skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir börnin. „Þegar unnið er með börnum þarf að hugsa hlutina sérstaklega vel svo markmiðum tímanna sé náð. Því höfum við lagt mikla vinnu í að hanna fyrirkomulag svo kennslan nái til barnanna. Það er svo mikilvægt að vita hvernig þú kveikir áhuga hjá þeim og heldur þeim við efnið,“ útskýrir Melkorka. Aðspurð hvort ballett sé góður grunnur segir Melkorka svo vera. „Grunnur í ballett er eitthvað sem þú býrð að að eilífu og kemur sér vel í einu og öllu. Hvort sem þú vilt færa þig yfir í önnur dansform eða aðra íþrótt. Annað sem er jákvætt við ballettinn er aginn og yndislega tónlistin. Svo skemmir ekki fyrir að eftir ballett þjálfun færðu mjög góða líkamsstöðu“. Danstímar eru byggðir upp á jákvæðni og gleði. Áhersla er lögð á að námið sé faglegt, uppbyggjandi og styrkjandi.Ballettdeild DWC er fyrir börn frá þriggja ára til sex ára. Mynd/Garðar.„Við munum kenna þeim æfingar í gegnum þema tengd þekkt ævintýrum. Einnig munum við að fara í gegnum helstu ballettverkin, kynna nemendur fyrir sögunni og fallegu tónlistinni sem er í hverju verki,“ segir Melkorka. Melkorka hefur mikla reynslu á að vinna með börnum. Auk dansnámsins hefur Melkorka tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, meðal annars Oliver Twizt, Galdrakallinum í OZ, Fyrirheitna landinu og nú síðast sem Solla Stirða í uppsetningu Þjóðleikhússins á Latabæ. „Það er yndislegt að vinna með börnum. Ég hef lengi farið með hlutverk Sollu Stirðu fyrir Latabæ og hef öðlast mikinn skilning á því hvernig best er að byggja upp prógram fyrir börn. Einnig tók ég þátt í fjölmörgum sýningum þegar ég var yngri bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og þá fékk ég heldur betur að kynnast því hvernig þú nærð áhorfendum með þér í ferðalag. Ég er sjálf mikið barn í mér, með mikið hugmyndaflug svo ég átti ekki erfitt með að byggja upp prógram með ævintýralegu sniði,“ segir Melkorka spennt. Ennþá er möguleiki að skrá nemendur og hægt er að finna frekari upplýsingar inn á heimasíðu skólans www.dwc.is„Ég hvet alla til að skrá sig sem fyrst því við erum eins og er bara með tvo hópa á laugardögum í Smáralindinni. Í dag verður prufutími svo það eru allir velkomnir að skella sér á töfrateppi Aladins og taka þátt í þessu ævintýri með okkur, svo er ekki verra að foreldri stendur til boða að æfa frítt á meðan á kennslu barnana stendur, hvort sem það er að fara í ræktina eða stökkva í Spa í Smáralindinni,“ segir Melkorka að lokum. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
„Það hefur lengið verið draumur hjá Dansstúdío World Class að stofna ballet deild. Hugsunin er tvíþætt, að bjóða upp á vandað og sérhæft dansnám fyrir litlu dansarana og síðan að styrkja dansara í yngri og eldri deildum skólans enn frekar í tækni,“ segir Melkorka Davíðsdóttir Pitt yfirkennari balletdeildarinnar spurð út í nýjustu deild Dansstúdío World Class. Deildin er fyrir börn á aldrinum 3-6 ára og fara tímarnir fram í World Class í Smáralind. „Við kynnum börnunum , á nýjan hátt fyrir ballettinum með ævintýralegu sniði. Við höfum útbúið nýtt og aðgengilegt prógram sem er byggt upp á þremur aðal þáttum : upphitun í spunaformi, ævintýraþema og hnitmiðuðum æfingum,“ segir hún. Melkorka býr að töluverði reynslu þegar kemur að dansi en hún hóf dansnám hjá Listdansskóla Íslands 9 ára gömul og nýtur þess að búa til skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir börnin. „Þegar unnið er með börnum þarf að hugsa hlutina sérstaklega vel svo markmiðum tímanna sé náð. Því höfum við lagt mikla vinnu í að hanna fyrirkomulag svo kennslan nái til barnanna. Það er svo mikilvægt að vita hvernig þú kveikir áhuga hjá þeim og heldur þeim við efnið,“ útskýrir Melkorka. Aðspurð hvort ballett sé góður grunnur segir Melkorka svo vera. „Grunnur í ballett er eitthvað sem þú býrð að að eilífu og kemur sér vel í einu og öllu. Hvort sem þú vilt færa þig yfir í önnur dansform eða aðra íþrótt. Annað sem er jákvætt við ballettinn er aginn og yndislega tónlistin. Svo skemmir ekki fyrir að eftir ballett þjálfun færðu mjög góða líkamsstöðu“. Danstímar eru byggðir upp á jákvæðni og gleði. Áhersla er lögð á að námið sé faglegt, uppbyggjandi og styrkjandi.Ballettdeild DWC er fyrir börn frá þriggja ára til sex ára. Mynd/Garðar.„Við munum kenna þeim æfingar í gegnum þema tengd þekkt ævintýrum. Einnig munum við að fara í gegnum helstu ballettverkin, kynna nemendur fyrir sögunni og fallegu tónlistinni sem er í hverju verki,“ segir Melkorka. Melkorka hefur mikla reynslu á að vinna með börnum. Auk dansnámsins hefur Melkorka tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, meðal annars Oliver Twizt, Galdrakallinum í OZ, Fyrirheitna landinu og nú síðast sem Solla Stirða í uppsetningu Þjóðleikhússins á Latabæ. „Það er yndislegt að vinna með börnum. Ég hef lengi farið með hlutverk Sollu Stirðu fyrir Latabæ og hef öðlast mikinn skilning á því hvernig best er að byggja upp prógram fyrir börn. Einnig tók ég þátt í fjölmörgum sýningum þegar ég var yngri bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og þá fékk ég heldur betur að kynnast því hvernig þú nærð áhorfendum með þér í ferðalag. Ég er sjálf mikið barn í mér, með mikið hugmyndaflug svo ég átti ekki erfitt með að byggja upp prógram með ævintýralegu sniði,“ segir Melkorka spennt. Ennþá er möguleiki að skrá nemendur og hægt er að finna frekari upplýsingar inn á heimasíðu skólans www.dwc.is„Ég hvet alla til að skrá sig sem fyrst því við erum eins og er bara með tvo hópa á laugardögum í Smáralindinni. Í dag verður prufutími svo það eru allir velkomnir að skella sér á töfrateppi Aladins og taka þátt í þessu ævintýri með okkur, svo er ekki verra að foreldri stendur til boða að æfa frítt á meðan á kennslu barnana stendur, hvort sem það er að fara í ræktina eða stökkva í Spa í Smáralindinni,“ segir Melkorka að lokum.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira