Frá Sollu stirðu í ballettkennslu hjá DWC Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 14. janúar 2017 08:30 Melkorka Davíðsdóttir Pitt er yfirkennari ballettdeildar Dansstúdíó World class. Vísir/Stefán „Það hefur lengið verið draumur hjá Dansstúdío World Class að stofna ballet deild. Hugsunin er tvíþætt, að bjóða upp á vandað og sérhæft dansnám fyrir litlu dansarana og síðan að styrkja dansara í yngri og eldri deildum skólans enn frekar í tækni,“ segir Melkorka Davíðsdóttir Pitt yfirkennari balletdeildarinnar spurð út í nýjustu deild Dansstúdío World Class. Deildin er fyrir börn á aldrinum 3-6 ára og fara tímarnir fram í World Class í Smáralind. „Við kynnum börnunum , á nýjan hátt fyrir ballettinum með ævintýralegu sniði. Við höfum útbúið nýtt og aðgengilegt prógram sem er byggt upp á þremur aðal þáttum : upphitun í spunaformi, ævintýraþema og hnitmiðuðum æfingum,“ segir hún. Melkorka býr að töluverði reynslu þegar kemur að dansi en hún hóf dansnám hjá Listdansskóla Íslands 9 ára gömul og nýtur þess að búa til skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir börnin. „Þegar unnið er með börnum þarf að hugsa hlutina sérstaklega vel svo markmiðum tímanna sé náð. Því höfum við lagt mikla vinnu í að hanna fyrirkomulag svo kennslan nái til barnanna. Það er svo mikilvægt að vita hvernig þú kveikir áhuga hjá þeim og heldur þeim við efnið,“ útskýrir Melkorka. Aðspurð hvort ballett sé góður grunnur segir Melkorka svo vera. „Grunnur í ballett er eitthvað sem þú býrð að að eilífu og kemur sér vel í einu og öllu. Hvort sem þú vilt færa þig yfir í önnur dansform eða aðra íþrótt. Annað sem er jákvætt við ballettinn er aginn og yndislega tónlistin. Svo skemmir ekki fyrir að eftir ballett þjálfun færðu mjög góða líkamsstöðu“. Danstímar eru byggðir upp á jákvæðni og gleði. Áhersla er lögð á að námið sé faglegt, uppbyggjandi og styrkjandi.Ballettdeild DWC er fyrir börn frá þriggja ára til sex ára. Mynd/Garðar.„Við munum kenna þeim æfingar í gegnum þema tengd þekkt ævintýrum. Einnig munum við að fara í gegnum helstu ballettverkin, kynna nemendur fyrir sögunni og fallegu tónlistinni sem er í hverju verki,“ segir Melkorka. Melkorka hefur mikla reynslu á að vinna með börnum. Auk dansnámsins hefur Melkorka tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, meðal annars Oliver Twizt, Galdrakallinum í OZ, Fyrirheitna landinu og nú síðast sem Solla Stirða í uppsetningu Þjóðleikhússins á Latabæ. „Það er yndislegt að vinna með börnum. Ég hef lengi farið með hlutverk Sollu Stirðu fyrir Latabæ og hef öðlast mikinn skilning á því hvernig best er að byggja upp prógram fyrir börn. Einnig tók ég þátt í fjölmörgum sýningum þegar ég var yngri bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og þá fékk ég heldur betur að kynnast því hvernig þú nærð áhorfendum með þér í ferðalag. Ég er sjálf mikið barn í mér, með mikið hugmyndaflug svo ég átti ekki erfitt með að byggja upp prógram með ævintýralegu sniði,“ segir Melkorka spennt. Ennþá er möguleiki að skrá nemendur og hægt er að finna frekari upplýsingar inn á heimasíðu skólans www.dwc.is„Ég hvet alla til að skrá sig sem fyrst því við erum eins og er bara með tvo hópa á laugardögum í Smáralindinni. Í dag verður prufutími svo það eru allir velkomnir að skella sér á töfrateppi Aladins og taka þátt í þessu ævintýri með okkur, svo er ekki verra að foreldri stendur til boða að æfa frítt á meðan á kennslu barnana stendur, hvort sem það er að fara í ræktina eða stökkva í Spa í Smáralindinni,“ segir Melkorka að lokum. Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
„Það hefur lengið verið draumur hjá Dansstúdío World Class að stofna ballet deild. Hugsunin er tvíþætt, að bjóða upp á vandað og sérhæft dansnám fyrir litlu dansarana og síðan að styrkja dansara í yngri og eldri deildum skólans enn frekar í tækni,“ segir Melkorka Davíðsdóttir Pitt yfirkennari balletdeildarinnar spurð út í nýjustu deild Dansstúdío World Class. Deildin er fyrir börn á aldrinum 3-6 ára og fara tímarnir fram í World Class í Smáralind. „Við kynnum börnunum , á nýjan hátt fyrir ballettinum með ævintýralegu sniði. Við höfum útbúið nýtt og aðgengilegt prógram sem er byggt upp á þremur aðal þáttum : upphitun í spunaformi, ævintýraþema og hnitmiðuðum æfingum,“ segir hún. Melkorka býr að töluverði reynslu þegar kemur að dansi en hún hóf dansnám hjá Listdansskóla Íslands 9 ára gömul og nýtur þess að búa til skemmtileg og krefjandi verkefni fyrir börnin. „Þegar unnið er með börnum þarf að hugsa hlutina sérstaklega vel svo markmiðum tímanna sé náð. Því höfum við lagt mikla vinnu í að hanna fyrirkomulag svo kennslan nái til barnanna. Það er svo mikilvægt að vita hvernig þú kveikir áhuga hjá þeim og heldur þeim við efnið,“ útskýrir Melkorka. Aðspurð hvort ballett sé góður grunnur segir Melkorka svo vera. „Grunnur í ballett er eitthvað sem þú býrð að að eilífu og kemur sér vel í einu og öllu. Hvort sem þú vilt færa þig yfir í önnur dansform eða aðra íþrótt. Annað sem er jákvætt við ballettinn er aginn og yndislega tónlistin. Svo skemmir ekki fyrir að eftir ballett þjálfun færðu mjög góða líkamsstöðu“. Danstímar eru byggðir upp á jákvæðni og gleði. Áhersla er lögð á að námið sé faglegt, uppbyggjandi og styrkjandi.Ballettdeild DWC er fyrir börn frá þriggja ára til sex ára. Mynd/Garðar.„Við munum kenna þeim æfingar í gegnum þema tengd þekkt ævintýrum. Einnig munum við að fara í gegnum helstu ballettverkin, kynna nemendur fyrir sögunni og fallegu tónlistinni sem er í hverju verki,“ segir Melkorka. Melkorka hefur mikla reynslu á að vinna með börnum. Auk dansnámsins hefur Melkorka tekið þátt í fjölmörgum sýningum bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, meðal annars Oliver Twizt, Galdrakallinum í OZ, Fyrirheitna landinu og nú síðast sem Solla Stirða í uppsetningu Þjóðleikhússins á Latabæ. „Það er yndislegt að vinna með börnum. Ég hef lengi farið með hlutverk Sollu Stirðu fyrir Latabæ og hef öðlast mikinn skilning á því hvernig best er að byggja upp prógram fyrir börn. Einnig tók ég þátt í fjölmörgum sýningum þegar ég var yngri bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og þá fékk ég heldur betur að kynnast því hvernig þú nærð áhorfendum með þér í ferðalag. Ég er sjálf mikið barn í mér, með mikið hugmyndaflug svo ég átti ekki erfitt með að byggja upp prógram með ævintýralegu sniði,“ segir Melkorka spennt. Ennþá er möguleiki að skrá nemendur og hægt er að finna frekari upplýsingar inn á heimasíðu skólans www.dwc.is„Ég hvet alla til að skrá sig sem fyrst því við erum eins og er bara með tvo hópa á laugardögum í Smáralindinni. Í dag verður prufutími svo það eru allir velkomnir að skella sér á töfrateppi Aladins og taka þátt í þessu ævintýri með okkur, svo er ekki verra að foreldri stendur til boða að æfa frítt á meðan á kennslu barnana stendur, hvort sem það er að fara í ræktina eða stökkva í Spa í Smáralindinni,“ segir Melkorka að lokum.
Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira