Innlent

Enn fækkar í þjóðkirkjunni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink

Tæplega 2.500 einstaklingar gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra á meðan tæplega 700 manns gengu í hana. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár um trú- og lífsskoðunarfélagsaðild Íslendinga í fyrra.

Árið 2015 var slegið met í úrsögnum úr þjóðkirkjunni en þá sögðu tæplega 5.000 fleiri sig úr kirkjunni en gengu í þjóðkirkjuna. Í ár er fækkunin um það bil 1.700 Íslendingar.

Er svo komið núna að um 70 prósent Íslendinga eru skráð í þjóðkirkjuna sem fær um tvo milljarða á fjárlögum ársins í ár. Þrátt fyrir stöðuga fækkun aukast framlögin í ár um rúmar hundrað milljónir frá árinu í fyrra.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.