Innlent

Enn fækkar í þjóðkirkjunni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. vísir/anton brink
Tæplega 2.500 einstaklingar gengu úr þjóðkirkjunni í fyrra á meðan tæplega 700 manns gengu í hana. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár um trú- og lífsskoðunarfélagsaðild Íslendinga í fyrra.

Árið 2015 var slegið met í úrsögnum úr þjóðkirkjunni en þá sögðu tæplega 5.000 fleiri sig úr kirkjunni en gengu í þjóðkirkjuna. Í ár er fækkunin um það bil 1.700 Íslendingar.

Er svo komið núna að um 70 prósent Íslendinga eru skráð í þjóðkirkjuna sem fær um tvo milljarða á fjárlögum ársins í ár. Þrátt fyrir stöðuga fækkun aukast framlögin í ár um rúmar hundrað milljónir frá árinu í fyrra.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.