Það er farið að hitna aðeins í kolunum í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 209.
Stjörnur kvöldsins eru í niðurskurði í þessari viku og er mikið lagt á sig. Khabib Nurmagomedov hleypur í gufubaðsjakka og fer svo í honum í gufuna. Það er ótrúlegt að sjá svitann sem lekur af honum.
Á fjölmiðladeginum var svo stuð er þeir horfðu í augu hvors annars. Sérstaklega var gaman að sjá veltivigtarmeistarann Tyron Woodley gera grín að því með Dana White, forseta UFC, hvað þeir væru miklar dramadrottningar en þeir hafa tekist á síðustu mánuði.
Í lok þáttarins fáum við svo að sjá Georges St-Pierre sem er að fara að snúa aftur í búrið gegn Michael Bisping. Þeir verða með blaðamannafund í Las Vegas í dag.
Þáttinn má sjá hér að ofan.
Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport aðfararnótt sunnudags.
