Vilja svipta hulunni af íslenskri jaðartónlist Guðný Hrönn skrifar 10. apríl 2017 08:30 Kinnat Sóley og Sólveig Matthildur eru að gefa út tímaritið MYRKFÆLNI. Þær Kinnat Sóley Lydon og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir eru stofnendur nýs íslensks tímarits um íslenska jaðartónlist en þær eru sammála um að jaðartónlistarsenan á Íslandi fái ekki verðskuldaða athygli. Fyrsta tölublaðið er enn- þá í vinnslu en við erum núna að einbeita okkur að söfnuninni og kynningu á tímaritinu. Það skemmtilegasta er hvað fólk er jákvætt og tilbúið að vinna með okkur! Það erfiðasta er að ná að skipuleggja tímann sinn rétt, en við erum búnar að vera í fullri vinnu/skóla seinustu mánuði,“ segir grafíski hönnuðurinn Kinnat Sóley Lydon um tímaritið MYRKFÆLNI sem hún er að gefa út ásamt tónlistarkonunni Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Kinnat og Sólveig eru báðar búsettar í Berlín. Spurðar út í hvort það sé ekkert erfitt að fjalla um íslenska tónlistarsenu þegar þær eru búsettar erlendis svara þær neitandi. „Sólveig hefur verið að skipuleggja tónleika og hátíðir á Íslandi síðan við fluttum til Berlínar, ásamt því að ferðast til Íslands til að koma fram en hún er í hljómsveitinni Kælunni Miklu. Svo er mikið á netinu um nýjar útgáfur og viðburði þannig að maður kemst ekki hjá því að vita hvað er í gangi. Okkur finnst það vera mikill kostur að vera búsettar í Berlín með þetta verkefni, bæði auðveldar það okkur að fá íslenskar hljómsveitir til að koma út og spila, ásamt því að vera betur tengdar við jaðarsenurnar í Evrópu, það er ekkert mál að taka bara 20 evru flug á hátíðir. Svo er prentið líka ódýrt,“ segir Kinnat. En þó að prentið sé tiltölulega ódýrt í Berlín kostar útgáfan samt sitt. „Til þess að safna pening fyrir prent- og dreifingarkostnaði á fyrstu útgáfu ákváðum við að stofna söfnun á Karolinafund þar sem fólk getur styrkt okkur með kaupum á fyrsta tölublaði tímaritsins, ásamt því að kaupa auglýsingar í blaðinu,“ segir Kinnat og bendir fólki á að kynna sér söfnunina á Karolina Fund-síðunni sem þær hafa sett upp. Það krefst vissulega mikillar vinnu að gefa út tímarit en þær segja þá staðreynd að þær séu vinnualkar koma sér vel.„Það mætti segja að við séum stundum svokallaðar „workaholics“. En það er bæði mjög krefjandi og skemmtilegt að taka að sér svona verkefni. Það er auðvitað mikill kostnaður fólginn í því að gefa út tímarit en við höldum í „do it yourself“ hugsunarháttinn og fáum mikla hjálp frá öðrum. Við erum búnar að fá marga til að skrifa og ljósmynda fyrir tímaritið.“ Spurð út í innihald tímaritsins segir Kinnat: „Megin áherslan verður á umfjöllun um íslensku jaðarútgáfufyrirtækin í samstarfi við okkur. Í tímaritinu verða svo m.a. viðtöl við listamenn, sögur frá tónlistarmönnum á tónleikaferðalögum, umsagnir og almennar vangaveltur um tónlist. Með hverju tölublaði verður gerð safnplata með nýrri íslenskri jaðartónlist sem tengist efni tölublaðsins.“Dreifa tímaritinu um allan heim „Fyrsta tölublað MYRKFÆLNI kemur út í 1000 eintökum en af þeim verður 250 eintökum dreift til 50 borga um allan heim. Einnig verður tímaritið til sölu á Bandcamp-síðu MYRKFÆLNI og á tónleikum og tónlistarhátíðum víðs vegar um heiminn,“ segir Kinnat sem ætlar að gera sitt besta til að brúa bilið á milli jaðarsenunnar á Íslandi og jaðarsenunnar út í heimi. Kinnat hefur orðið vör við að fólk sé sammála þeim Sólveigu um að það sé skortur á umfjöllun um íslenska jaðartónlist. „Við erum búnar að fá ótrúlega jákvæð viðbrögð við verkefninu.“ Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira
Þær Kinnat Sóley Lydon og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir eru stofnendur nýs íslensks tímarits um íslenska jaðartónlist en þær eru sammála um að jaðartónlistarsenan á Íslandi fái ekki verðskuldaða athygli. Fyrsta tölublaðið er enn- þá í vinnslu en við erum núna að einbeita okkur að söfnuninni og kynningu á tímaritinu. Það skemmtilegasta er hvað fólk er jákvætt og tilbúið að vinna með okkur! Það erfiðasta er að ná að skipuleggja tímann sinn rétt, en við erum búnar að vera í fullri vinnu/skóla seinustu mánuði,“ segir grafíski hönnuðurinn Kinnat Sóley Lydon um tímaritið MYRKFÆLNI sem hún er að gefa út ásamt tónlistarkonunni Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Kinnat og Sólveig eru báðar búsettar í Berlín. Spurðar út í hvort það sé ekkert erfitt að fjalla um íslenska tónlistarsenu þegar þær eru búsettar erlendis svara þær neitandi. „Sólveig hefur verið að skipuleggja tónleika og hátíðir á Íslandi síðan við fluttum til Berlínar, ásamt því að ferðast til Íslands til að koma fram en hún er í hljómsveitinni Kælunni Miklu. Svo er mikið á netinu um nýjar útgáfur og viðburði þannig að maður kemst ekki hjá því að vita hvað er í gangi. Okkur finnst það vera mikill kostur að vera búsettar í Berlín með þetta verkefni, bæði auðveldar það okkur að fá íslenskar hljómsveitir til að koma út og spila, ásamt því að vera betur tengdar við jaðarsenurnar í Evrópu, það er ekkert mál að taka bara 20 evru flug á hátíðir. Svo er prentið líka ódýrt,“ segir Kinnat. En þó að prentið sé tiltölulega ódýrt í Berlín kostar útgáfan samt sitt. „Til þess að safna pening fyrir prent- og dreifingarkostnaði á fyrstu útgáfu ákváðum við að stofna söfnun á Karolinafund þar sem fólk getur styrkt okkur með kaupum á fyrsta tölublaði tímaritsins, ásamt því að kaupa auglýsingar í blaðinu,“ segir Kinnat og bendir fólki á að kynna sér söfnunina á Karolina Fund-síðunni sem þær hafa sett upp. Það krefst vissulega mikillar vinnu að gefa út tímarit en þær segja þá staðreynd að þær séu vinnualkar koma sér vel.„Það mætti segja að við séum stundum svokallaðar „workaholics“. En það er bæði mjög krefjandi og skemmtilegt að taka að sér svona verkefni. Það er auðvitað mikill kostnaður fólginn í því að gefa út tímarit en við höldum í „do it yourself“ hugsunarháttinn og fáum mikla hjálp frá öðrum. Við erum búnar að fá marga til að skrifa og ljósmynda fyrir tímaritið.“ Spurð út í innihald tímaritsins segir Kinnat: „Megin áherslan verður á umfjöllun um íslensku jaðarútgáfufyrirtækin í samstarfi við okkur. Í tímaritinu verða svo m.a. viðtöl við listamenn, sögur frá tónlistarmönnum á tónleikaferðalögum, umsagnir og almennar vangaveltur um tónlist. Með hverju tölublaði verður gerð safnplata með nýrri íslenskri jaðartónlist sem tengist efni tölublaðsins.“Dreifa tímaritinu um allan heim „Fyrsta tölublað MYRKFÆLNI kemur út í 1000 eintökum en af þeim verður 250 eintökum dreift til 50 borga um allan heim. Einnig verður tímaritið til sölu á Bandcamp-síðu MYRKFÆLNI og á tónleikum og tónlistarhátíðum víðs vegar um heiminn,“ segir Kinnat sem ætlar að gera sitt besta til að brúa bilið á milli jaðarsenunnar á Íslandi og jaðarsenunnar út í heimi. Kinnat hefur orðið vör við að fólk sé sammála þeim Sólveigu um að það sé skortur á umfjöllun um íslenska jaðartónlist. „Við erum búnar að fá ótrúlega jákvæð viðbrögð við verkefninu.“
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira