Erlent

Fyrrverandi forseti Perú náðaður

Kjartan Kjartansson skrifar
Fujimori hefur átt við heilsubrest að stríða síðustu árin. Hann er nú 79 ára gamall.
Fujimori hefur átt við heilsubrest að stríða síðustu árin. Hann er nú 79 ára gamall. Vísir/AFP
Pedro Pablo Kuczynski, forseti Perú, hefur náðað Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta, af heilsufarsástæðum. Fujimori hefur afplánað tuttugu og fimm ára fangelsisdóm vegna mannréttindabrota og spillingar.

Ákvörðun Kuczynski um að náða Fujimori kemur aðeins nokkrum dögum eftir að stuðningsmenn Fujimori vörðu hann fyrir ákæru vegna spillingar í þinginu. Stjórnarandstæðingar í Perú saka forsetann um að hafa lofað stuðningsmönnum Fujimori að náða hann í skiptum fyrir stuðning þeirra. Því neitar forsetinn, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Fujimori var forseti Perú frá 1990 til 2000. Hann er afar umdeildur á meðal landa sinna. Sumir hafa miklar mætur á honum vegna þess að hann kvað niður uppreisn maóistahreyfingarinnar Skínandi stígs. Aðrir telja hann spilltan einræðisherra.

Árið 1992 leysti Fujimori upp þingið og dómstólana og tók sér alræðisvald í Perú með stuðningi hersins. Valdatökuna réttlætti hann með því að þingi og dómstólar hefðu staðið í vegi fyrir baráttu hans gegn uppreisnarmönnunum.

Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa heimilað dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga árið 2009. Tveimur árum fyrr hafði Fujimori verið dæmdur í fangelsi fyrir mútur og misnotkun valds.

Fujimori er nú 79 ára gamall. Hann var nýlega færðurá sjúkrahús með lágan blóðþrýsting og hjartsláttarflökt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×