Innlent

Vilja sameinast Fjarðabyggð

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Breiðdalsvík.
Á Breiðdalsvík. Vísir/valli
Breiðdalshreppur hefur óskað eftir við Fjarðabyggð að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Sveitarstjórn hreppsins samþykkti þetta samhljóða.

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur tekið jákvætt í erindið og vísar meðal annars í fyrirliggjandi skýrslu Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri sem ber heitið Breiðdalshreppur – samfélagsgreining og sameiningarkostir. Verði af viðræðum milli sveitarfélaganna þarf að kjósa sérstaka samstarfsnefnd um málið.

Íbúar í Breiðdalshreppi eru 182 en um 4.700 manns búa í Fjarðabyggð.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×