Erlent

Þrír létust í snjóflóðum í Ölpunum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þrír létust í snjóflóðum í Ölpunum síðustu daga.
Þrír létust í snjóflóðum í Ölpunum síðustu daga.
Mannskæð snjóflóð voru í svissnesku Ölpunum yfir jólin þar sem þrír létust, einn skíðamaður og tveir fjallgöngumenn.

Samkvæmt frétt Reuters hefur lögregla staðfest að ferðamaður sem leit hófst að á laugardag fannst látinn á sunnudag. Maðurinn var 31 árs Frakki. Hann var að klífa fjallið Glattwang einn síns liðs þegar snjóflóð féll á hann. Hann var í ferð með kærustu sinni í Ölpunum. Að sögn lögreglu hreif snjóflóðið manninn með sér meira en kílómetra leið yfir grýtt svæði.

Annað snjóflóð féll á þrjá fjallgöngumenn á laugardag. 29 ára kona frá Sviss lést vegna meiðsla sinna en hinir tveir úr hópnum voru lítið slasaðir.

Einnig lést skíðamaður í snjóflóði á Valais-svæðinu í gær en hann var 39 ára gamall. Vinir hans fundu hann fljótt í snjónum og viðbragðsaðilar úrskurðuðu hann svo látinn á vettvangi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.