Drengur á grunnskólaaldri stórslasaður eftir að dekk losnaði undan reiðhjóli Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 6. júní 2017 15:26 Myndin er ekki tekin af slysstað. Vísir/Anton Brink Sonur Katrínar Rafnsdóttur, sem búsett er í Mosfelllsbæ, varð fyrir því óláni að detta af hjólinu sínu og slasast mikið í andliti. Ástæðuna fyrir slysinu telur Katrín vera að einhver í hverfinu, jafnvel börn og unglingar, séu farin að taka upp á því að losa dekk af hjólum sem gerir það að verkum að slys geti orðið. Hún birti færslu inn á Facebookhópnum Íbúar í Mosfellssbæ - Umræðuvettvangur og biður foreldra að ræða við börn sín ef ske kynni að þau væru að stunda þetta. Hér má sjá færslu Katrínar.Vísir/Skjáskot„Ég frétti þetta bara í morgun. Ég hafði ekki hugmynd um þetta en maðurinn sem hjálpaði stráknum mínum í morgun sagði mér að þetta sé eitthvað í gangi hérna í Lágafellsskóla,“ segir Katrín og bendir á að krökkunum finnist þetta kannski vera fyndinn og sniðugur hrekkur. Dekkið á hjólinu er þá losað frá festingunni. Að sögn Katrínar er hjólið nýtt og útskýrir hún að drengnum hafi ekki grunað að dekkið væri laust frá.Mikið slasaður „Hann fer alltaf á hjólinu í skólann og gleymdi hjólinu þarna í einhvern einn dag. Svo er hann ekkert á hjólinu um helgina þar sem við vorum út úr bænum, “ segir Katrín. Slysið átti sér svo stað í morgun þegar drengurinn fór á hjólinu í skólann. Þegar hann fór yfir hraðahindrun þá gaf hjólið sig og dekkið datt undan. Að sögn Katrínar er drengurinn mikið slasaður. „Þetta er stórhættulegt. Börn átta sig ekki á því hvað þau eru að gera. Þetta er einhver hrekkur sem þeim finnst vera voða sniðugur. Þetta er dýrkeypt en ég er heppinn að hann var með hjálm af því að hann er mjög slasaður í andlitinu. Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hann hefði ekki verið með hjálminn, “ segir Katrín og segir að heilsan sé ekki góð. Andlitið hafi komið illa út úr slysinu.Höfðu ekkert heyrt „Við erum með öryggismyndavélar hérna úti og þess vegna er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að vita af því ef að eitthvað svona gerist hér á lóðinni þannig að við getum skoðað upptökur,“ segir Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Ekki sé þó hægt að staðfesta að nemendur í skólanum standi að baki hrekknum enda gæti það verið hver sem er. „Ég heyrði fyrst af þessu í morgun þegar ég hitti móður drengsins,“ segir Jóhanna og segir að þeim hafi ekki borist tilkynningar um þess konar hrekki til eyrna. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Sonur Katrínar Rafnsdóttur, sem búsett er í Mosfelllsbæ, varð fyrir því óláni að detta af hjólinu sínu og slasast mikið í andliti. Ástæðuna fyrir slysinu telur Katrín vera að einhver í hverfinu, jafnvel börn og unglingar, séu farin að taka upp á því að losa dekk af hjólum sem gerir það að verkum að slys geti orðið. Hún birti færslu inn á Facebookhópnum Íbúar í Mosfellssbæ - Umræðuvettvangur og biður foreldra að ræða við börn sín ef ske kynni að þau væru að stunda þetta. Hér má sjá færslu Katrínar.Vísir/Skjáskot„Ég frétti þetta bara í morgun. Ég hafði ekki hugmynd um þetta en maðurinn sem hjálpaði stráknum mínum í morgun sagði mér að þetta sé eitthvað í gangi hérna í Lágafellsskóla,“ segir Katrín og bendir á að krökkunum finnist þetta kannski vera fyndinn og sniðugur hrekkur. Dekkið á hjólinu er þá losað frá festingunni. Að sögn Katrínar er hjólið nýtt og útskýrir hún að drengnum hafi ekki grunað að dekkið væri laust frá.Mikið slasaður „Hann fer alltaf á hjólinu í skólann og gleymdi hjólinu þarna í einhvern einn dag. Svo er hann ekkert á hjólinu um helgina þar sem við vorum út úr bænum, “ segir Katrín. Slysið átti sér svo stað í morgun þegar drengurinn fór á hjólinu í skólann. Þegar hann fór yfir hraðahindrun þá gaf hjólið sig og dekkið datt undan. Að sögn Katrínar er drengurinn mikið slasaður. „Þetta er stórhættulegt. Börn átta sig ekki á því hvað þau eru að gera. Þetta er einhver hrekkur sem þeim finnst vera voða sniðugur. Þetta er dýrkeypt en ég er heppinn að hann var með hjálm af því að hann er mjög slasaður í andlitinu. Ég veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hann hefði ekki verið með hjálminn, “ segir Katrín og segir að heilsan sé ekki góð. Andlitið hafi komið illa út úr slysinu.Höfðu ekkert heyrt „Við erum með öryggismyndavélar hérna úti og þess vegna er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að vita af því ef að eitthvað svona gerist hér á lóðinni þannig að við getum skoðað upptökur,“ segir Jóhanna Magnúsdóttir, skólastjóri Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Ekki sé þó hægt að staðfesta að nemendur í skólanum standi að baki hrekknum enda gæti það verið hver sem er. „Ég heyrði fyrst af þessu í morgun þegar ég hitti móður drengsins,“ segir Jóhanna og segir að þeim hafi ekki borist tilkynningar um þess konar hrekki til eyrna.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira