Sjáið Britney taka Elvis Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2017 20:30 Eitt er víst: Britney kann að syngja. Vísir / Skjáskot af Instagram Söngkonan Britney Spears fagnaði 36 ára afmæli sínu á laugardaginn, 2. desember. Hún ákvað að halda uppá afmælið sitt með því að taka sína útgáfu af Can’t Help Falling in Love sem Elvis Presley gerði frægt. Hún birti myndband af söngnum á Instagram-reikningi sínum. „Færsla Madonnu gaf mér innblástur í gær. Hún hefur rétt fyrir sér… þögn = dauði! Ég gat ekki hætt að hugsa um þessi orð því þau eru svo sönn,“ skrifaði Britney við myndbandið og vísaði í myndband sem söngkonan Madonna birti á Instagram á alþjóðlega AIDS deginum föstudaginn 1. desember. Birti Madonna myndband af sér að syngja lag sem Britney sló í gegn með, Toxic.Sjáið myndband Madonnu hér fyrir neðan: A post shared by Madonna (@madonna) on Dec 1, 2017 at 1:45pm PST„Mig hefur alltaf langað til að syngja svona… syngja í fallegum, litlum, svörtum kjól, tekin upp í einföldu, 360 gráðu skoti í einni töku! Ég hugsaði: Ætti ég ekki að gera þetta fyrst ég á afmæli?! Þannig að, búmm. Þegar klukkan sló tólf, gerði ég það!!!“ hélt Britney áfram og þakkaði síðan fyrir allar kveðjurnar „Takk fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar og fyrir að leyfa mér að gera það sem ég elska. Ég kann meira að meta það en þið eigið nokkurn tímann eftir að vita!!!“ Í myndbandinu fær falleg rödd Britney að njóta sín og nær hún eflaust að þagga niður í einhverjum gagnrýnendum sem telja hana mæma allt á tónleikum. Hún tjáði sig um þessa gagnrýni í viðtali í júní „Fullt af fólki heldur að ég syngi ekki á tónleikum. Af því að ég dansa svo mikið… þá er ég með smá á bandi en það er blanda af röddinni minni og upptöku. Þetta gerir mig reiða því ég er að leggja mig alla fram og að syngja á sama tíma og ég fæ aldrei hrós fyrir það.“Sjáið Britney taka Elvis Presley hér fyrir neðan: A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on Dec 2, 2017 at 6:08pm PST Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Söngkonan Britney Spears fagnaði 36 ára afmæli sínu á laugardaginn, 2. desember. Hún ákvað að halda uppá afmælið sitt með því að taka sína útgáfu af Can’t Help Falling in Love sem Elvis Presley gerði frægt. Hún birti myndband af söngnum á Instagram-reikningi sínum. „Færsla Madonnu gaf mér innblástur í gær. Hún hefur rétt fyrir sér… þögn = dauði! Ég gat ekki hætt að hugsa um þessi orð því þau eru svo sönn,“ skrifaði Britney við myndbandið og vísaði í myndband sem söngkonan Madonna birti á Instagram á alþjóðlega AIDS deginum föstudaginn 1. desember. Birti Madonna myndband af sér að syngja lag sem Britney sló í gegn með, Toxic.Sjáið myndband Madonnu hér fyrir neðan: A post shared by Madonna (@madonna) on Dec 1, 2017 at 1:45pm PST„Mig hefur alltaf langað til að syngja svona… syngja í fallegum, litlum, svörtum kjól, tekin upp í einföldu, 360 gráðu skoti í einni töku! Ég hugsaði: Ætti ég ekki að gera þetta fyrst ég á afmæli?! Þannig að, búmm. Þegar klukkan sló tólf, gerði ég það!!!“ hélt Britney áfram og þakkaði síðan fyrir allar kveðjurnar „Takk fyrir allar fallegu afmæliskveðjurnar og fyrir að leyfa mér að gera það sem ég elska. Ég kann meira að meta það en þið eigið nokkurn tímann eftir að vita!!!“ Í myndbandinu fær falleg rödd Britney að njóta sín og nær hún eflaust að þagga niður í einhverjum gagnrýnendum sem telja hana mæma allt á tónleikum. Hún tjáði sig um þessa gagnrýni í viðtali í júní „Fullt af fólki heldur að ég syngi ekki á tónleikum. Af því að ég dansa svo mikið… þá er ég með smá á bandi en það er blanda af röddinni minni og upptöku. Þetta gerir mig reiða því ég er að leggja mig alla fram og að syngja á sama tíma og ég fæ aldrei hrós fyrir það.“Sjáið Britney taka Elvis Presley hér fyrir neðan: A post shared by Britney Spears (@britneyspears) on Dec 2, 2017 at 6:08pm PST
Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira