Vilja draga drusluskömmun og hlutgervingu á samfélagsmiðlum fram í dagsljósið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2017 22:47 Sólborg Guðbrandsdóttir, er ein af stofnendum síðunnar. Vísir/Facebook/Getty Sólborg Guðbrandsdóttir og Styrmir Barkarson stofnuðu nú á dögunum Instagram síðu undir nafninu „Fávitar,“ þar sem tilgangurinn er að varpa ljósi á ósæmileg skeyti ókunnugra karlmanna til kvenna á samfélagsmiðlum. Á Instagram síðunni má sjá skjáskot af niðrandi athugasemdum sem Sólborg og ýmsar aðrar ungar konur hafa fengið frá ókunnugum karlmönnum í gegnum samfélagsmiðla. Þar verða þær fyrir drusluskömmun og hlutgervingu. Síðan hefur nú verið til í tvo daga en þeim hefur þegar borist fjöldi mynda þar sem konur hafa tekið skjáskot af orðsendingum ókunnugra karlmanna. Regla nr. 1. Ekki kalla konur klámstjörnur. Það er lítillækkandi og hlutgerir þær. A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 1:18pm PST Hugmyndina að síðunni átti Styrmir en samsvarandi síða hefur verið til í Svíþjóð undir heitinu „Assholes online,“ þar sem sænskar stelpur varpa ljósi á hegðun karlmanna í þeirra garð á samfélagsmiðlum. „Við erum alveg búin að fá mikla athygli á stuttum tíma, en Styrmir vinur minn hafði samband við mig, en hann býr í Svíþjóð og benti mér á að þar hefðisvipuð síða verið búin til, þar sem sýnt er hvernig stelpur verða fyrir drusluskömmun og eru hlutgerðar,“ segir Sólborg í samtali við Vísi. Sólborg segir að samskipti af þessu tagi séu gífurlega algeng á samfélagsmiðlum í dag og hafi nánast allar vinkonur Sólborgar lent í slíkum samskipum. Styrmir og Sólborg vilja með síðunni draga slíka hegðun út í dagsljósið. „Markmiðið er að vekja athygli á samskiptum sem eru því miður viðloðandi við samfélagið í dag. Ég held að flestar vinkonur mínar hafi lent í því að fá óumbeðna typpamynd senda frá einhverjum bláókunnugum karlmanni út í bæ.“ „Það eru auðvitað bara tveir dagar síðan við stofnuðum síðuna en við höfum fengið slatta af skjáskotum síðan þá og margar stelpur komið til mín og sagt mér að þær hafi lent í þessu.“ Í stað þess að stelpur þurfi að haga sér á ákveðna vegu til að fá ekki á sig ,,stimpil' skaltu hætta að ,,stimpla'! A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 2:12pm PST Sólborg segir að það sé mikilvægt að ekki sé litið á slíka hegðun og samskipti af þessu tagi á netinu sem eðlilega. Hún segir að alltof margar konur séu vanar slíkum samskiptum. „Ég held að fólk sé bara búið að sætta sig við að þetta sé bara svona. Eins og með typpamyndirnar, að fólk sé að ætlast til þess að maður sendi þeim einhverjar kynfæramyndir við fyrstu kynni, stelpur eru farnar að taka þessu bara sem gefnu.“ „Við eigum ekkert að sætta okkur við þetta, ég held það sé bara kominn tími til þess að við sleppum því, því þetta eru rosalega óeðlileg samskipti.“ „Þegar maður í einhverjum svona kynferðislegum skilaboðum sem maður var ekkert að biðja um, þá er maður svo fljótur að eyða þessu og koma sér bara út úr þessum aðstæðum strax.“ Hvernig væri að byrja á því að bjóða góðan daginn? A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 4:07pm PST Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Sólborg Guðbrandsdóttir og Styrmir Barkarson stofnuðu nú á dögunum Instagram síðu undir nafninu „Fávitar,“ þar sem tilgangurinn er að varpa ljósi á ósæmileg skeyti ókunnugra karlmanna til kvenna á samfélagsmiðlum. Á Instagram síðunni má sjá skjáskot af niðrandi athugasemdum sem Sólborg og ýmsar aðrar ungar konur hafa fengið frá ókunnugum karlmönnum í gegnum samfélagsmiðla. Þar verða þær fyrir drusluskömmun og hlutgervingu. Síðan hefur nú verið til í tvo daga en þeim hefur þegar borist fjöldi mynda þar sem konur hafa tekið skjáskot af orðsendingum ókunnugra karlmanna. Regla nr. 1. Ekki kalla konur klámstjörnur. Það er lítillækkandi og hlutgerir þær. A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 1:18pm PST Hugmyndina að síðunni átti Styrmir en samsvarandi síða hefur verið til í Svíþjóð undir heitinu „Assholes online,“ þar sem sænskar stelpur varpa ljósi á hegðun karlmanna í þeirra garð á samfélagsmiðlum. „Við erum alveg búin að fá mikla athygli á stuttum tíma, en Styrmir vinur minn hafði samband við mig, en hann býr í Svíþjóð og benti mér á að þar hefðisvipuð síða verið búin til, þar sem sýnt er hvernig stelpur verða fyrir drusluskömmun og eru hlutgerðar,“ segir Sólborg í samtali við Vísi. Sólborg segir að samskipti af þessu tagi séu gífurlega algeng á samfélagsmiðlum í dag og hafi nánast allar vinkonur Sólborgar lent í slíkum samskipum. Styrmir og Sólborg vilja með síðunni draga slíka hegðun út í dagsljósið. „Markmiðið er að vekja athygli á samskiptum sem eru því miður viðloðandi við samfélagið í dag. Ég held að flestar vinkonur mínar hafi lent í því að fá óumbeðna typpamynd senda frá einhverjum bláókunnugum karlmanni út í bæ.“ „Það eru auðvitað bara tveir dagar síðan við stofnuðum síðuna en við höfum fengið slatta af skjáskotum síðan þá og margar stelpur komið til mín og sagt mér að þær hafi lent í þessu.“ Í stað þess að stelpur þurfi að haga sér á ákveðna vegu til að fá ekki á sig ,,stimpil' skaltu hætta að ,,stimpla'! A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 2:12pm PST Sólborg segir að það sé mikilvægt að ekki sé litið á slíka hegðun og samskipti af þessu tagi á netinu sem eðlilega. Hún segir að alltof margar konur séu vanar slíkum samskiptum. „Ég held að fólk sé bara búið að sætta sig við að þetta sé bara svona. Eins og með typpamyndirnar, að fólk sé að ætlast til þess að maður sendi þeim einhverjar kynfæramyndir við fyrstu kynni, stelpur eru farnar að taka þessu bara sem gefnu.“ „Við eigum ekkert að sætta okkur við þetta, ég held það sé bara kominn tími til þess að við sleppum því, því þetta eru rosalega óeðlileg samskipti.“ „Þegar maður í einhverjum svona kynferðislegum skilaboðum sem maður var ekkert að biðja um, þá er maður svo fljótur að eyða þessu og koma sér bara út úr þessum aðstæðum strax.“ Hvernig væri að byrja á því að bjóða góðan daginn? A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 4:07pm PST
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira