Vilja draga drusluskömmun og hlutgervingu á samfélagsmiðlum fram í dagsljósið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. febrúar 2017 22:47 Sólborg Guðbrandsdóttir, er ein af stofnendum síðunnar. Vísir/Facebook/Getty Sólborg Guðbrandsdóttir og Styrmir Barkarson stofnuðu nú á dögunum Instagram síðu undir nafninu „Fávitar,“ þar sem tilgangurinn er að varpa ljósi á ósæmileg skeyti ókunnugra karlmanna til kvenna á samfélagsmiðlum. Á Instagram síðunni má sjá skjáskot af niðrandi athugasemdum sem Sólborg og ýmsar aðrar ungar konur hafa fengið frá ókunnugum karlmönnum í gegnum samfélagsmiðla. Þar verða þær fyrir drusluskömmun og hlutgervingu. Síðan hefur nú verið til í tvo daga en þeim hefur þegar borist fjöldi mynda þar sem konur hafa tekið skjáskot af orðsendingum ókunnugra karlmanna. Regla nr. 1. Ekki kalla konur klámstjörnur. Það er lítillækkandi og hlutgerir þær. A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 1:18pm PST Hugmyndina að síðunni átti Styrmir en samsvarandi síða hefur verið til í Svíþjóð undir heitinu „Assholes online,“ þar sem sænskar stelpur varpa ljósi á hegðun karlmanna í þeirra garð á samfélagsmiðlum. „Við erum alveg búin að fá mikla athygli á stuttum tíma, en Styrmir vinur minn hafði samband við mig, en hann býr í Svíþjóð og benti mér á að þar hefðisvipuð síða verið búin til, þar sem sýnt er hvernig stelpur verða fyrir drusluskömmun og eru hlutgerðar,“ segir Sólborg í samtali við Vísi. Sólborg segir að samskipti af þessu tagi séu gífurlega algeng á samfélagsmiðlum í dag og hafi nánast allar vinkonur Sólborgar lent í slíkum samskipum. Styrmir og Sólborg vilja með síðunni draga slíka hegðun út í dagsljósið. „Markmiðið er að vekja athygli á samskiptum sem eru því miður viðloðandi við samfélagið í dag. Ég held að flestar vinkonur mínar hafi lent í því að fá óumbeðna typpamynd senda frá einhverjum bláókunnugum karlmanni út í bæ.“ „Það eru auðvitað bara tveir dagar síðan við stofnuðum síðuna en við höfum fengið slatta af skjáskotum síðan þá og margar stelpur komið til mín og sagt mér að þær hafi lent í þessu.“ Í stað þess að stelpur þurfi að haga sér á ákveðna vegu til að fá ekki á sig ,,stimpil' skaltu hætta að ,,stimpla'! A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 2:12pm PST Sólborg segir að það sé mikilvægt að ekki sé litið á slíka hegðun og samskipti af þessu tagi á netinu sem eðlilega. Hún segir að alltof margar konur séu vanar slíkum samskiptum. „Ég held að fólk sé bara búið að sætta sig við að þetta sé bara svona. Eins og með typpamyndirnar, að fólk sé að ætlast til þess að maður sendi þeim einhverjar kynfæramyndir við fyrstu kynni, stelpur eru farnar að taka þessu bara sem gefnu.“ „Við eigum ekkert að sætta okkur við þetta, ég held það sé bara kominn tími til þess að við sleppum því, því þetta eru rosalega óeðlileg samskipti.“ „Þegar maður í einhverjum svona kynferðislegum skilaboðum sem maður var ekkert að biðja um, þá er maður svo fljótur að eyða þessu og koma sér bara út úr þessum aðstæðum strax.“ Hvernig væri að byrja á því að bjóða góðan daginn? A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 4:07pm PST Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Sólborg Guðbrandsdóttir og Styrmir Barkarson stofnuðu nú á dögunum Instagram síðu undir nafninu „Fávitar,“ þar sem tilgangurinn er að varpa ljósi á ósæmileg skeyti ókunnugra karlmanna til kvenna á samfélagsmiðlum. Á Instagram síðunni má sjá skjáskot af niðrandi athugasemdum sem Sólborg og ýmsar aðrar ungar konur hafa fengið frá ókunnugum karlmönnum í gegnum samfélagsmiðla. Þar verða þær fyrir drusluskömmun og hlutgervingu. Síðan hefur nú verið til í tvo daga en þeim hefur þegar borist fjöldi mynda þar sem konur hafa tekið skjáskot af orðsendingum ókunnugra karlmanna. Regla nr. 1. Ekki kalla konur klámstjörnur. Það er lítillækkandi og hlutgerir þær. A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 1:18pm PST Hugmyndina að síðunni átti Styrmir en samsvarandi síða hefur verið til í Svíþjóð undir heitinu „Assholes online,“ þar sem sænskar stelpur varpa ljósi á hegðun karlmanna í þeirra garð á samfélagsmiðlum. „Við erum alveg búin að fá mikla athygli á stuttum tíma, en Styrmir vinur minn hafði samband við mig, en hann býr í Svíþjóð og benti mér á að þar hefðisvipuð síða verið búin til, þar sem sýnt er hvernig stelpur verða fyrir drusluskömmun og eru hlutgerðar,“ segir Sólborg í samtali við Vísi. Sólborg segir að samskipti af þessu tagi séu gífurlega algeng á samfélagsmiðlum í dag og hafi nánast allar vinkonur Sólborgar lent í slíkum samskipum. Styrmir og Sólborg vilja með síðunni draga slíka hegðun út í dagsljósið. „Markmiðið er að vekja athygli á samskiptum sem eru því miður viðloðandi við samfélagið í dag. Ég held að flestar vinkonur mínar hafi lent í því að fá óumbeðna typpamynd senda frá einhverjum bláókunnugum karlmanni út í bæ.“ „Það eru auðvitað bara tveir dagar síðan við stofnuðum síðuna en við höfum fengið slatta af skjáskotum síðan þá og margar stelpur komið til mín og sagt mér að þær hafi lent í þessu.“ Í stað þess að stelpur þurfi að haga sér á ákveðna vegu til að fá ekki á sig ,,stimpil' skaltu hætta að ,,stimpla'! A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 2:12pm PST Sólborg segir að það sé mikilvægt að ekki sé litið á slíka hegðun og samskipti af þessu tagi á netinu sem eðlilega. Hún segir að alltof margar konur séu vanar slíkum samskiptum. „Ég held að fólk sé bara búið að sætta sig við að þetta sé bara svona. Eins og með typpamyndirnar, að fólk sé að ætlast til þess að maður sendi þeim einhverjar kynfæramyndir við fyrstu kynni, stelpur eru farnar að taka þessu bara sem gefnu.“ „Við eigum ekkert að sætta okkur við þetta, ég held það sé bara kominn tími til þess að við sleppum því, því þetta eru rosalega óeðlileg samskipti.“ „Þegar maður í einhverjum svona kynferðislegum skilaboðum sem maður var ekkert að biðja um, þá er maður svo fljótur að eyða þessu og koma sér bara út úr þessum aðstæðum strax.“ Hvernig væri að byrja á því að bjóða góðan daginn? A post shared by Fávitar (@favitar) on Feb 12, 2017 at 4:07pm PST
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira