Ætla að hefna sín á Bandaríkjamönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, talar við Koro Bessho, fulltrúa Japana, og Matthew Rycroft, fulltrúa Breta, áður en fulltrúar kusu um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. vísir/epa Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hótað því að hefna sín og láta Bandaríkin kenna á því fyrir að hafa skipulagt hertar viðskiptaþvinganir til að bregðast við kjarnorkuáætlunum þeirra. Norður-Kóreumenn telja að viðskiptaþvinganirnar sem voru samþykktar samhljóða af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn hafi verið gróft brot gegn fullveldi Norður-Kóreu. Með aðgerðum Sameinuðu þjóðanna er markmiðið sett á að draga úr útflutningstekjum Norður-Kóreu um þriðjung. Ákvörðun um að grípa til nýrra viðskiptaþvingana var tekin eftir ítrekaðar kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna sem hafa orðið til þess að auka mjög á spennuna á Kóreuskaganum að undanförnu. BBC-fréttastofan segir frá því í gær að Norður-Kóreumenn hafi heitið því að halda áfram með kjarnorkuvopnaáætlun sína. Vísað er í ríkisfjölmiðilinn KCNA þar sem fram kemur að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni ekki semja um kjarnorkuáætlun sína á meðan Bandaríkin ógna þeim. Þá hóta stjórnvöld í Norður-Kóreu því að láta Bandaríkjamenn standa reikningsskil gjörða sinna þúsundfalt Í samtali við blaðamenn á fundi í Manila, höfuðborg Filippseyja, sagði Bang Kwang Hyuk, talsmaður Norður-Kóreustjórnar, að aukin spenna á Kóreuskaganum og deilur vegna kjarnorkumála væru á ábyrgð Bandaríkjanna. „Við staðfestum að við munum aldrei semja um kjarnorkuáætlun okkar og munum ekki gefa neitt eftir,“ segir Kwang Hyuk opinberlega. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Manila. Hann vakti athygli á því að bæði Rússar og Kínverjar styddu viðskiptaþvinganirnar og sagði að það þyrfti enginn að velkjast í vafa um að það væri vilji alþjóðasamfélagsins að Norður-Kóreumenn létu af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Rússar og Kínverjar hafa hingað til deilt um það hvernig ætti að taka á málefnum Norður-Kóreu en á síðustu mánuðum hafa bæði ríkin hvatt til þess að kjarnorkuvopnatilraunum verði hætt. En ríkin hafa líka hvatt Bandaríkin og Suður-Kóreumenn til þess að bíða með allar varnaræfingar og draga til baka eldflaugavarnarkerfi sitt frá Suður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa hótað því að hefna sín og láta Bandaríkin kenna á því fyrir að hafa skipulagt hertar viðskiptaþvinganir til að bregðast við kjarnorkuáætlunum þeirra. Norður-Kóreumenn telja að viðskiptaþvinganirnar sem voru samþykktar samhljóða af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn hafi verið gróft brot gegn fullveldi Norður-Kóreu. Með aðgerðum Sameinuðu þjóðanna er markmiðið sett á að draga úr útflutningstekjum Norður-Kóreu um þriðjung. Ákvörðun um að grípa til nýrra viðskiptaþvingana var tekin eftir ítrekaðar kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna sem hafa orðið til þess að auka mjög á spennuna á Kóreuskaganum að undanförnu. BBC-fréttastofan segir frá því í gær að Norður-Kóreumenn hafi heitið því að halda áfram með kjarnorkuvopnaáætlun sína. Vísað er í ríkisfjölmiðilinn KCNA þar sem fram kemur að stjórnvöld í Norður-Kóreu muni ekki semja um kjarnorkuáætlun sína á meðan Bandaríkin ógna þeim. Þá hóta stjórnvöld í Norður-Kóreu því að láta Bandaríkjamenn standa reikningsskil gjörða sinna þúsundfalt Í samtali við blaðamenn á fundi í Manila, höfuðborg Filippseyja, sagði Bang Kwang Hyuk, talsmaður Norður-Kóreustjórnar, að aukin spenna á Kóreuskaganum og deilur vegna kjarnorkumála væru á ábyrgð Bandaríkjanna. „Við staðfestum að við munum aldrei semja um kjarnorkuáætlun okkar og munum ekki gefa neitt eftir,“ segir Kwang Hyuk opinberlega. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Manila. Hann vakti athygli á því að bæði Rússar og Kínverjar styddu viðskiptaþvinganirnar og sagði að það þyrfti enginn að velkjast í vafa um að það væri vilji alþjóðasamfélagsins að Norður-Kóreumenn létu af kjarnorkuvopnatilraunum sínum. Rússar og Kínverjar hafa hingað til deilt um það hvernig ætti að taka á málefnum Norður-Kóreu en á síðustu mánuðum hafa bæði ríkin hvatt til þess að kjarnorkuvopnatilraunum verði hætt. En ríkin hafa líka hvatt Bandaríkin og Suður-Kóreumenn til þess að bíða með allar varnaræfingar og draga til baka eldflaugavarnarkerfi sitt frá Suður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira