Hvernig er að alast upp í SOS Barnaþorpi? Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. júní 2017 20:30 Daliborka Matanovic flúði stríðið í Bosníu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var lítil stelpa. Stuttu síðar féllu báðir foreldrar frá og systkinin þrjú sátu eftir munaðarlaus. Þegar Daliborka var tólf ára fengu þau heimli hjá SOS barnaþorpunum í Króatíu og ólust þar upp. „Fyrir mér var þetta ný byrjun. Við höfðum búið við slæmar aðstæður og áttum ekkert. Loksins fengum við mat, að fara í skóla - þetta var tækifæri til að þroskast," segir Daliborka. Henni gekk vel í námi og starfar í dag hjá fjárfestingarsjóði í Króatíu. „Ég er hamingjusöm og finnst ég hafa áorkað öllu sem ég óskaði mér og ég þakka SOS fyrir það. Án heimilisins væri ég ekki stödd á þeim stað sem ég er í dag." Þegar Daliborka var fjórtán ára fékk hún það verkefni í skólanum að skrifa ritgerð um Ísland en hún hafði aldrei heyrt um landið. En hún féll fyrir landi og þjóð. „Því meira sem ég las og lærði um Ísland því hrifnari varð ég. Ég fór að læra íslensku og svo eignaðist ég íslenska pennavinkonu," segir hún. Daliborka mun ferðast um landið með þeirri vinkonu sinni og á morgun mun hún fara á landsleik Íslands og Króatíu. En það er spurning hvoru liðinu hún mun halda með? „Hjarta mitt heldur með íslandi. Ég er ekkert sérlega hrifin af fótbolta, bara þegar íslenska landsliðið á í hlut. Þannig að auðvitað mun ég halda með Íslandi. Ég mun samt vera í króatísku treyjunni þannig að fólkið heima geti þekkt mig í áhorfendaskaranum," segir hún. Á morgun mun Daliborka flytja erindi sem ber heitið „Hvernig er að alast upp í SOS Barnaþorpi?“ Erindið er opið öllum, er haldið á Center Hotel Plaza við Aðalstræti og byrjar klukkan eitt. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Daliborka Matanovic flúði stríðið í Bosníu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var lítil stelpa. Stuttu síðar féllu báðir foreldrar frá og systkinin þrjú sátu eftir munaðarlaus. Þegar Daliborka var tólf ára fengu þau heimli hjá SOS barnaþorpunum í Króatíu og ólust þar upp. „Fyrir mér var þetta ný byrjun. Við höfðum búið við slæmar aðstæður og áttum ekkert. Loksins fengum við mat, að fara í skóla - þetta var tækifæri til að þroskast," segir Daliborka. Henni gekk vel í námi og starfar í dag hjá fjárfestingarsjóði í Króatíu. „Ég er hamingjusöm og finnst ég hafa áorkað öllu sem ég óskaði mér og ég þakka SOS fyrir það. Án heimilisins væri ég ekki stödd á þeim stað sem ég er í dag." Þegar Daliborka var fjórtán ára fékk hún það verkefni í skólanum að skrifa ritgerð um Ísland en hún hafði aldrei heyrt um landið. En hún féll fyrir landi og þjóð. „Því meira sem ég las og lærði um Ísland því hrifnari varð ég. Ég fór að læra íslensku og svo eignaðist ég íslenska pennavinkonu," segir hún. Daliborka mun ferðast um landið með þeirri vinkonu sinni og á morgun mun hún fara á landsleik Íslands og Króatíu. En það er spurning hvoru liðinu hún mun halda með? „Hjarta mitt heldur með íslandi. Ég er ekkert sérlega hrifin af fótbolta, bara þegar íslenska landsliðið á í hlut. Þannig að auðvitað mun ég halda með Íslandi. Ég mun samt vera í króatísku treyjunni þannig að fólkið heima geti þekkt mig í áhorfendaskaranum," segir hún. Á morgun mun Daliborka flytja erindi sem ber heitið „Hvernig er að alast upp í SOS Barnaþorpi?“ Erindið er opið öllum, er haldið á Center Hotel Plaza við Aðalstræti og byrjar klukkan eitt.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira