En ég vil ekki verða fræðimaður Esther Hallsdóttir skrifar 28. janúar 2017 14:58 Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00 Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það.
Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00
Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun