En ég vil ekki verða fræðimaður Esther Hallsdóttir skrifar 28. janúar 2017 14:58 Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00 Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það.
Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00
Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar