Landsmenn minntust Birnu Brjánsdóttur Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 19:17 Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur seinnipartinn í dag vegna göngu sem skipulögð var til minningar um Birnu Brjánsdóttur. Fólk safnaðist saman við Hlemm um fjögurleytið og gekk síðan niður Laugaveginn og að Arnarhóli. Lögregla áætlar að fólksfjöldinn hafi verið á bilinu 6 til 7 þúsund manns þegar mest lét. Margir gestanna staðnæmdust við Laugaveg 31 og lögðu þar blóm en á þeim stað sást síðast til Birnu á lífi. Þegar á Arnarhól var komið var gerð mínútu þögn. Gestir og gangandi kveiktu á kertum og karlakórinn Esja söng. Segja má að Arnarhóll hafi logað í ljósaskiptunum en kertin skiptu hundruðum. Rætt var við vegfarendur sem staddir voru á Arnarhóli í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vildi sýna samstöðu. Mér finnst þjóðin hafa staðið saman á þessum erfiðu og sorglegu tímum og það er gott að geta komið og sýnt það í verki,“ sagði einn þeirraFyrstu kertin tendruð.vísir/ernirGangan var einkaframtak þriggja kvenna, þeirra Ninnu Körlu Katrínardóttur, Guðrúnar Brands og Bryndísar Óskar Oddgeirssdóttur. Ninna Karla sagði í samtali við Vísi að þær stöllur hafi ekki þekkt Birnu persónulega en þær hafi þrátt fyrir það fundið fyrir hvata til þess að minnast hennar á einhvern hátt. „Þetta er mál sem snerti við allri þjóðinni. Allir fylgdust með leitinni og allir fundu til þegar hún fannst. Við vildum með þessu votta henni virðingu og sýna fjölskyldu hennar og vinum samúð.“Þúsundir manna vottuðu Birnu virðingu sína síðdegis í dag.vísir/ernirKarlakórinn Esja söng.vísir/ernir Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í miðbæ Reykjavíkur seinnipartinn í dag vegna göngu sem skipulögð var til minningar um Birnu Brjánsdóttur. Fólk safnaðist saman við Hlemm um fjögurleytið og gekk síðan niður Laugaveginn og að Arnarhóli. Lögregla áætlar að fólksfjöldinn hafi verið á bilinu 6 til 7 þúsund manns þegar mest lét. Margir gestanna staðnæmdust við Laugaveg 31 og lögðu þar blóm en á þeim stað sást síðast til Birnu á lífi. Þegar á Arnarhól var komið var gerð mínútu þögn. Gestir og gangandi kveiktu á kertum og karlakórinn Esja söng. Segja má að Arnarhóll hafi logað í ljósaskiptunum en kertin skiptu hundruðum. Rætt var við vegfarendur sem staddir voru á Arnarhóli í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vildi sýna samstöðu. Mér finnst þjóðin hafa staðið saman á þessum erfiðu og sorglegu tímum og það er gott að geta komið og sýnt það í verki,“ sagði einn þeirraFyrstu kertin tendruð.vísir/ernirGangan var einkaframtak þriggja kvenna, þeirra Ninnu Körlu Katrínardóttur, Guðrúnar Brands og Bryndísar Óskar Oddgeirssdóttur. Ninna Karla sagði í samtali við Vísi að þær stöllur hafi ekki þekkt Birnu persónulega en þær hafi þrátt fyrir það fundið fyrir hvata til þess að minnast hennar á einhvern hátt. „Þetta er mál sem snerti við allri þjóðinni. Allir fylgdust með leitinni og allir fundu til þegar hún fannst. Við vildum með þessu votta henni virðingu og sýna fjölskyldu hennar og vinum samúð.“Þúsundir manna vottuðu Birnu virðingu sína síðdegis í dag.vísir/ernirKarlakórinn Esja söng.vísir/ernir
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira