Glímir við missi og lifir í núinu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. maí 2017 09:00 Karólína Helga Símonardóttir settist á þing í fyrsta sinn í vikunni. Fréttablaðið/Ernir Hver hefur þinn ferill í stjórnmálum verið? Hvar byrjaði þetta allt? „Þetta byrjaði allt í Hafnarfirði. Ég var búin að vera að berjast fyrir leikskóla barna minna og fékk þörf fyrir að taka meiri þátt í samfélaginu. Ég vildi ekki vera heima að tuða. Foreldrar mínir tóku þátt í sveitarstjórnarmálum á Tálknafirði þar sem ég er alin upp. Ég mætti bara einn daginn á stofnfund Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði eftir að hafa séð hann auglýstan í bæjarblaðinu.“Hvað kom til að þig langaði að setjast á Alþingi? „Er það ekki bara þrautseigjan? Þessi mikli áhugi á að taka þátt í samfélaginu knýr mig áfram. Ég þekki marga málaflokka af eigin reynslu og er óhrædd við að segja skoðun mína.“Hvað úr reynslubankanum nýtist þér í starfinu? Ég held að það sé foreldrahlutverkið. Eins og foreldrar þurfa stjórnmálamenn að tækla marga bolta á sama tíma og halda yfirsýn. Þeir þurfa að kunna að skipuleggja sig og velja sína baráttu.“Ég og Daði með tengdaforeldrum mínum Ragnheiði og Garðari og foreldrum mínum Símoni heitnum og Birnu.Sérðu fyrir þér að gera stjórnmál að ævistarfi? „Ég get alveg hugsað mér það að vera á vettvangi stjórnmála lengi. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, krefjandi en á endanum veit ég að ég get haft áhrif og komið góðu til leiðar.“Fyrir hverju brennur þú á þingi? „Mikið af fjölskyldufólki situr enn og er fast í fúlum pytti eftir hrun. Skuldaleiðréttingin virkaði ekki fyrir stóran hluta fólks sem situr uppi með skuldir og skert lífsgæði. Ég vil vinna fyrir þennan hóp fólks og fjölskyldufólk almennt. Að fólk geti alið upp börn sín og komið þeim til mennta. Ég talaði um styttingu vinnuvikunnar í jómfrúarræðu minni. Ég held það sé mikilvægt skref í átt að bættu samfélagi.“Við Daði erum þarna úti í Manchester.Upplifði afneitun hjá sýslumanni Karólína nefnir einnig að hún vilji nýta sárustu lífsreynslu sem hún hefur orðið fyrir til góðs. Karólína missti sambýlismann sinn, Daða Garðarsson, þann 10. apríl sl. er hann varð bráðkvaddur, aðeins 35 ára. „Við höfðum búið saman í 13 ár og eignast þrjú börn auk þess sem hann átti fyrir einn son en af því við vorum ekki gift eða búin að fara til sýslumanns og lýsa okkur lögleg hjón þá má ég ekki sitja í óskiptu búi. Ég vona að það sé hægt að breyta þessu úrelta kerfi sem við búum við. Sambúð til margra ára ætti að vera lögmæt líkt og hjónaband. Ég vil koma þessu í umræðuna. Þetta er gríðarlega erfitt, öryggisnetið er ekkert. Þegar ég sat hjá sýslumanni sem gerði mér réttleysi mitt ljóst þá upplifði ég afneitun. Allt í einu var ég ekki kona mannsins míns. Ég varð reið og ósátt. Það er erfitt að vera að glíma við sorgina, öryggisleysið og áhyggjurnar sem fylgja því að þurfa mögulega að selja húsið og kannski að fara á leigumarkað eða eitthvað slíkt. Enn er ekki komin niðurstaða í málið, lögfræðingur fer yfir mín mál. En þau líta ekki vel út. Ég horfi samt fram á við og lifi í núinu. Daði minn hefði ekki viljað að ég gæfist upp. Ég á fjóra kraftmikla krakka sem halda mér gangandi og fæ góðan stuðning fólks í kringum mig. Það hjálpar líka að ég er opin og tala um hlutina. Fólki finnst skrýtið að ég geti það en ég er bara þannig gerð.“ Hvað eldar þú oftast? „Pabbapasta, rjómalagað pasta með kjúklingi, beikoni og brokkólíi.“ Hvar ólstu manninn og hvernig var æska þín? „Ég ólst upp á Tálknafirði. Mamma og pabbi fluttu þangað þegar ég var tveggja mánaða gömul og þar bjó ég þar til ég varð sextán ára gömul og flutti til Hafnarfjarðar. Það voru forréttindi að alast upp í sjávarþorpi. Pabbi var sjómaður og var ekki mikið heima við þegar ég var lítil. Mamma hélt utan um heimilið og það var samstaða í samfélaginu um þær fjölskyldur sem þarna bjuggu. Tálknafjörður var og er einangraður staður. Ég flutti að heiman um leið og ég gat, enda sjálfstæður unglingur. Það er erfitt fyrir ungt fólk utan af landi að fara í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar greiði fyrir hana og búsetu barna sinna. Skólaganga mín hófst á Akranesi, svo fór ég í Iðnskólann í Reykjavík. Ég kláraði seinna stúdentsprófið á Keili á Ásbrú.“Fjölskyldan, ég, Daði, Alexander Máni, Dagur Máni, Fjóla Huld og Bríet Ýr.Hvernig nærir þú þig andlega? „Ég spila blak og nú tekur við strandblakið. Ég fer í göngutúra með hundana og nýt þess að vera með börnunum. Maður fer að horfa öðruvísi á stundirnar eftir erfiða lífsreynslu. Ég hugsa meira um það hvernig ég get nýtt tíma minn, ekki endilega í vinnu og verkefnum heldur til að bæta líf mitt og annarra á einhvern hátt.“Hver er fallegasti staður sem þú hefur komið á? „Seljalandsfoss.“Ég, foreldrar mínir og systkini, Hulda og Valur.Uppáhaldsborg utan landsteinanna? „Ég elska Ísland svo mikið að ég á bágt með að svara þessari spurningu. Kannski það sé einhver menningarborg, á við London. En ég er samt lítið fyrir ys og þys.“ Hvert langar þig mest að ferðast? „Mig langar mest til að fara til Rio de Janeiro og ég á eftir að gera það einhvern tímann.“Hvernig verðu helgarfríum? „Það fer eftir því hvernig skipulagið er hjá börnunum. Það er oft mikil dagskrá; fótbolta og fimleikamót. En þess á milli finnst mér gott að eiga kósýstundir með krökkunum á pallinum og mér finnst gaman að fara með þeim í sund.“ Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Hver hefur þinn ferill í stjórnmálum verið? Hvar byrjaði þetta allt? „Þetta byrjaði allt í Hafnarfirði. Ég var búin að vera að berjast fyrir leikskóla barna minna og fékk þörf fyrir að taka meiri þátt í samfélaginu. Ég vildi ekki vera heima að tuða. Foreldrar mínir tóku þátt í sveitarstjórnarmálum á Tálknafirði þar sem ég er alin upp. Ég mætti bara einn daginn á stofnfund Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði eftir að hafa séð hann auglýstan í bæjarblaðinu.“Hvað kom til að þig langaði að setjast á Alþingi? „Er það ekki bara þrautseigjan? Þessi mikli áhugi á að taka þátt í samfélaginu knýr mig áfram. Ég þekki marga málaflokka af eigin reynslu og er óhrædd við að segja skoðun mína.“Hvað úr reynslubankanum nýtist þér í starfinu? Ég held að það sé foreldrahlutverkið. Eins og foreldrar þurfa stjórnmálamenn að tækla marga bolta á sama tíma og halda yfirsýn. Þeir þurfa að kunna að skipuleggja sig og velja sína baráttu.“Ég og Daði með tengdaforeldrum mínum Ragnheiði og Garðari og foreldrum mínum Símoni heitnum og Birnu.Sérðu fyrir þér að gera stjórnmál að ævistarfi? „Ég get alveg hugsað mér það að vera á vettvangi stjórnmála lengi. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, krefjandi en á endanum veit ég að ég get haft áhrif og komið góðu til leiðar.“Fyrir hverju brennur þú á þingi? „Mikið af fjölskyldufólki situr enn og er fast í fúlum pytti eftir hrun. Skuldaleiðréttingin virkaði ekki fyrir stóran hluta fólks sem situr uppi með skuldir og skert lífsgæði. Ég vil vinna fyrir þennan hóp fólks og fjölskyldufólk almennt. Að fólk geti alið upp börn sín og komið þeim til mennta. Ég talaði um styttingu vinnuvikunnar í jómfrúarræðu minni. Ég held það sé mikilvægt skref í átt að bættu samfélagi.“Við Daði erum þarna úti í Manchester.Upplifði afneitun hjá sýslumanni Karólína nefnir einnig að hún vilji nýta sárustu lífsreynslu sem hún hefur orðið fyrir til góðs. Karólína missti sambýlismann sinn, Daða Garðarsson, þann 10. apríl sl. er hann varð bráðkvaddur, aðeins 35 ára. „Við höfðum búið saman í 13 ár og eignast þrjú börn auk þess sem hann átti fyrir einn son en af því við vorum ekki gift eða búin að fara til sýslumanns og lýsa okkur lögleg hjón þá má ég ekki sitja í óskiptu búi. Ég vona að það sé hægt að breyta þessu úrelta kerfi sem við búum við. Sambúð til margra ára ætti að vera lögmæt líkt og hjónaband. Ég vil koma þessu í umræðuna. Þetta er gríðarlega erfitt, öryggisnetið er ekkert. Þegar ég sat hjá sýslumanni sem gerði mér réttleysi mitt ljóst þá upplifði ég afneitun. Allt í einu var ég ekki kona mannsins míns. Ég varð reið og ósátt. Það er erfitt að vera að glíma við sorgina, öryggisleysið og áhyggjurnar sem fylgja því að þurfa mögulega að selja húsið og kannski að fara á leigumarkað eða eitthvað slíkt. Enn er ekki komin niðurstaða í málið, lögfræðingur fer yfir mín mál. En þau líta ekki vel út. Ég horfi samt fram á við og lifi í núinu. Daði minn hefði ekki viljað að ég gæfist upp. Ég á fjóra kraftmikla krakka sem halda mér gangandi og fæ góðan stuðning fólks í kringum mig. Það hjálpar líka að ég er opin og tala um hlutina. Fólki finnst skrýtið að ég geti það en ég er bara þannig gerð.“ Hvað eldar þú oftast? „Pabbapasta, rjómalagað pasta með kjúklingi, beikoni og brokkólíi.“ Hvar ólstu manninn og hvernig var æska þín? „Ég ólst upp á Tálknafirði. Mamma og pabbi fluttu þangað þegar ég var tveggja mánaða gömul og þar bjó ég þar til ég varð sextán ára gömul og flutti til Hafnarfjarðar. Það voru forréttindi að alast upp í sjávarþorpi. Pabbi var sjómaður og var ekki mikið heima við þegar ég var lítil. Mamma hélt utan um heimilið og það var samstaða í samfélaginu um þær fjölskyldur sem þarna bjuggu. Tálknafjörður var og er einangraður staður. Ég flutti að heiman um leið og ég gat, enda sjálfstæður unglingur. Það er erfitt fyrir ungt fólk utan af landi að fara í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og það er ekki hægt að ætlast til þess að foreldrar greiði fyrir hana og búsetu barna sinna. Skólaganga mín hófst á Akranesi, svo fór ég í Iðnskólann í Reykjavík. Ég kláraði seinna stúdentsprófið á Keili á Ásbrú.“Fjölskyldan, ég, Daði, Alexander Máni, Dagur Máni, Fjóla Huld og Bríet Ýr.Hvernig nærir þú þig andlega? „Ég spila blak og nú tekur við strandblakið. Ég fer í göngutúra með hundana og nýt þess að vera með börnunum. Maður fer að horfa öðruvísi á stundirnar eftir erfiða lífsreynslu. Ég hugsa meira um það hvernig ég get nýtt tíma minn, ekki endilega í vinnu og verkefnum heldur til að bæta líf mitt og annarra á einhvern hátt.“Hver er fallegasti staður sem þú hefur komið á? „Seljalandsfoss.“Ég, foreldrar mínir og systkini, Hulda og Valur.Uppáhaldsborg utan landsteinanna? „Ég elska Ísland svo mikið að ég á bágt með að svara þessari spurningu. Kannski það sé einhver menningarborg, á við London. En ég er samt lítið fyrir ys og þys.“ Hvert langar þig mest að ferðast? „Mig langar mest til að fara til Rio de Janeiro og ég á eftir að gera það einhvern tímann.“Hvernig verðu helgarfríum? „Það fer eftir því hvernig skipulagið er hjá börnunum. Það er oft mikil dagskrá; fótbolta og fimleikamót. En þess á milli finnst mér gott að eiga kósýstundir með krökkunum á pallinum og mér finnst gaman að fara með þeim í sund.“
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira