Hápunktur afmælisársins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. maí 2017 13:30 Draumsýnin sem byggði á jafnrétti til náms lifir á þrítugasta afmælisári skólans, segir Valgerður sem situr hér aftan við nokkra af 120 nemendum Tónstofunnar. Fréttablaðið/Ernir Vísir/Ernir Við ætlum að gera okkur glaðan dag á morgun, sunnudag, og halda flotta tónleika í Salnum klukkan 15. Þeir eru hápunktur listviðburða sem við köllum einu nafni Hljómvang og eru haldnir í tilefni 30 ára afmælis Tónstofunnar og 20 ára afmæli Bjöllukórs hennar,“ segir Valgerður Jónsdóttir, skólastjóri Tónstofu Valgerðar. Hún segir góða gesti koma fram á tónleikunum og nefnir Unnstein Manuel Stefánsson, nemendur úr Skólahljómsveit Austurbæjar undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur og strengjasveit frá Tónskóla Sigursveins undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur. Auk þess stíga að sjálfsögðu nemendahópar Tónstofunnar og Bjöllukórinn á svið. Eins og Valgerður nefndi verður áðurnefndum afmælum fagnað með ýmsu móti á árinu. Til dæmis segir hún Bjöllukórinn ætla að gefa út hljómdisk og mynddisk undir merkjum Hljómvangs. Í Tónstofu Valgerðar hafa forgang einstaklingar sem þarfnast sérstaks stuðnings í tónlistarnámi sínu vegna fatlana eða sjúkdóma og hafa ekki hafa greiðan aðgang að öðrum tónlistarskólum. „Tónlistarnám stuðlar að alhliða þroska, lífsfyllingu og lífsgleði og getur rofið einangrun. Kennsluaðferðirnar hjá okkur taka mið af þörfum og óskum hvers nemanda. Þeir geta lagt stund á hefðbundið tónlistarnám og svo er alls konar tónlistariðkun í boði sem eflir alhliða tjáningarfærni og veitir sköpunarþörfinni útrás,“ segir Valgerður. „Draumsýnin sem byggði á jafnrétti til náms lifir á þrítugasta afmælisári skólans,“ bætir hún við og segir 120 nemendur á öllum aldri skráða í skólann á þessu ári af öllu höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir og ferðalög eru á döfinni hjá nemendum og kennurum Tónstofunnar. Valgerður lýsir því. „Um miðjan júní fær skólinn í heimsókn til sín kór og dansara frá lista- og menningarskóla bæjarins Gjøvik í Noregi og í lok júní mun nemendahópur frá Tónstofunni halda til Lettlands og taka þátt í Jónsmessuhátíð með hljóðfæraslætti og söng, ásamt finnskum og lettneskum nemendum sem heimsóttu okkur í október.“ Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Við ætlum að gera okkur glaðan dag á morgun, sunnudag, og halda flotta tónleika í Salnum klukkan 15. Þeir eru hápunktur listviðburða sem við köllum einu nafni Hljómvang og eru haldnir í tilefni 30 ára afmælis Tónstofunnar og 20 ára afmæli Bjöllukórs hennar,“ segir Valgerður Jónsdóttir, skólastjóri Tónstofu Valgerðar. Hún segir góða gesti koma fram á tónleikunum og nefnir Unnstein Manuel Stefánsson, nemendur úr Skólahljómsveit Austurbæjar undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur og strengjasveit frá Tónskóla Sigursveins undir stjórn Helgu Þórarinsdóttur. Auk þess stíga að sjálfsögðu nemendahópar Tónstofunnar og Bjöllukórinn á svið. Eins og Valgerður nefndi verður áðurnefndum afmælum fagnað með ýmsu móti á árinu. Til dæmis segir hún Bjöllukórinn ætla að gefa út hljómdisk og mynddisk undir merkjum Hljómvangs. Í Tónstofu Valgerðar hafa forgang einstaklingar sem þarfnast sérstaks stuðnings í tónlistarnámi sínu vegna fatlana eða sjúkdóma og hafa ekki hafa greiðan aðgang að öðrum tónlistarskólum. „Tónlistarnám stuðlar að alhliða þroska, lífsfyllingu og lífsgleði og getur rofið einangrun. Kennsluaðferðirnar hjá okkur taka mið af þörfum og óskum hvers nemanda. Þeir geta lagt stund á hefðbundið tónlistarnám og svo er alls konar tónlistariðkun í boði sem eflir alhliða tjáningarfærni og veitir sköpunarþörfinni útrás,“ segir Valgerður. „Draumsýnin sem byggði á jafnrétti til náms lifir á þrítugasta afmælisári skólans,“ bætir hún við og segir 120 nemendur á öllum aldri skráða í skólann á þessu ári af öllu höfuðborgarsvæðinu. Heimsóknir og ferðalög eru á döfinni hjá nemendum og kennurum Tónstofunnar. Valgerður lýsir því. „Um miðjan júní fær skólinn í heimsókn til sín kór og dansara frá lista- og menningarskóla bæjarins Gjøvik í Noregi og í lok júní mun nemendahópur frá Tónstofunni halda til Lettlands og taka þátt í Jónsmessuhátíð með hljóðfæraslætti og söng, ásamt finnskum og lettneskum nemendum sem heimsóttu okkur í október.“
Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira